Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 20.12.2019–29.1.2020

2

Í vinnslu

  • 30.1.–1.6.2020

3

Samráði lokið

  • 2.6.2020

Mál nr. S-325/2019

Birt: 20.12.2019

Fjöldi umsagna: 2

Drög að reglugerð

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Markaðseftirlit og neytendamál

Drög að reglugerð um almenn verðbréfaréttindi og fjárfestingarráðgjafaréttindi.

Niðurstöður

Um reglugerðardrögin bárust tvær umsagnir, frá Samtökum fjármálafyrirtækja og Samtökum starfsmanna fjármálafyrirtækja. Talin var ástæða til að bregðast við framkomnum athugsemdum að hluta. Viðamesta breytingin á drögunum er sú að aðeins verða um ein réttindi að ræða, verðbréfaréttindi, í stað tveggja líkt og drögin gerðu ráð fyrir.

Málsefni

Fjármála- og efnahagsráðherra birtir til umsagnar drög að nýrri reglugerð um almenn verðbréfaréttindi og fjárfestingarráðgjafaréttindi.

Nánari upplýsingar

Fjármála- og efnahagsráðuneytið birti í Samráðsgátt stjórnarráðsins síðastliðið sumar áform um breytingu á fyrirkomulagi prófs í verðbréfaviðskiptum (mál nr. 139/2019) sem hafa verið nánar útfærð í drögum að reglugerð sem hér er birt til umsagnar ásamt greinargerð.

Ráðuneytið birti einnig í Samráðsgátt stjórnarráðsins síðastliðið haust drög að frumvarpi til nýrra laga um markaði fyrir fjármálagerninga (mál nr. 204/2019) en í þeim drögum voru ákvæði um prófnefnd verðbréfaviðskipta og próf ekki fullunninn. Eru því einnig hér birt til umsagnar fullunnin drög að slíkum lagaákvæðum ásamt skýringum.

Helstu breytingar sem lagðar eru til frá gildandi rétti eru að:

1. Um verði að ræða réttindi en ekki próf – almenn verðbréfaréttindi.

2. Kynnt verði til sögunnar ný réttindi, fjárfestingarráðgjafaréttindi, til að bregðast m.a. við nýjum kröfum MiFID2.

3. Tekið verði fyrir undanþágur frá einstökum hlutum prófanna.

4. Möguleikar erlendra aðila innan EES til að öðlast réttindi á Íslandi verði auknir.

5. Gerð verði krafa um endurmenntun hjá þeim aðilum sem öðlast annað hvort almenn verðbréfaréttindi eða fjárfestingarráðgjafaréttindi.

Gert er ráð fyrir að drög að nýrri prófefnislýsingu fyrir prófin tvö þar sem efnistök eru nákvæmlega útfærð verði birt til umsagnar í Samráðsgátt stjórnvalda í mars 2020.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (4)

Umsjónaraðili

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

fjr@fjr.is