Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 27.12.2019–10.1.2020

2

Í vinnslu

  • 11.1.–27.10.2020

3

Samráði lokið

  • 28.10.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-326/2019

Birt: 27.12.2019

Fjöldi umsagna: 4

Drög að reglugerð

Dómsmálaráðuneytið

Almanna- og réttaröryggi

Rannsóknarnefnd almannavarna

Niðurstöður

Reglugerð er í bið en litið verður til umsagna við gerð hennar.

Málsefni

Dómsmálaráðuneytið birtir drög að reglugerð um rannsóknarnefnd almannavarna til umsagnar. Drögin kveða á um skipulag rannsóknarnefndar almannavarna og málsmeðferð, heimildir hennar og skyldur, sbr. IX. kafla laga um almannavarnir nr. 82/2008.

Nánari upplýsingar

Dómsmálaráðuneytið birtir drög að reglugerð um rannsóknarnefnd almannavarna til umsagnar. Reglugerðin byggir á IX. kafla laga um almannavarnir nr. 82/2008. Reglugerðin kveður á um skipulag nefndarinnar og málsmeðferð, heimildir hennar og skyldur. Markmiðið með reglugerðinni er að stuðla að umbótum á viðbragðskerfi almannavarna með því að fram fari kerfisbundið mat á almannavarnaviðbrögðum að loknu hættuástandi, þannig að draga megi lærdóm af því hvernig samhæfð almannavarnaviðbrögð reyndust í framkvæmd.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa almannaöryggis

dmr@dmr.is