Samráð fyrirhugað 20.12.2019—15.01.2020
Til umsagnar 20.12.2019—15.01.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 15.01.2020
Niðurstöður birtar

Drög að reglugerð um hrognkelsaveiðar 2020

Mál nr. 328/2019 Birt: 20.12.2019 Síðast uppfært: 15.01.2020
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Sjávarútvegur og fiskeldi

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (20.12.2019–15.01.2020). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir drög að reglugerð um hrognkelsaveiðar 2020. Einnig er birt til kynningar skýrsla vinnuhóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sem sem falið var að koma með tillögur um hvernig hægt væri að draga úr meðafla við grásleppuveiðar, einkum spenndýra og fugla. Í vinnuhópnum sátu fulltrúar frá ráðuneytinu, Fiskistofu, Hafrannsóknastofnun, Landhelgisgæslunni.

Á hverju ári gefur ráðherra út reglugerð um veiðar á grásleppu. Á undanförnum árum hefur ekki verið mikil efnisleg breyting á reglum sem gilt hafa um veiðarnar. Í þeim drögum sem nú eru kynnt á samráðsgáttinni eru lagðar til talsverðar breytingar m.a. til að sporna við meðafla. Helstu breytingarnar eru afnám svæðaskiptingar (að undanskildum Breiðarfirði), lenging veiðitímabils, vitjunartími styttur, fækkun neta, hert á kröfum um að bátar séu með aflaheimildir fyrir áætluðum meðafla, fellt út ákvæði um að skila veiðiskýrslu og lagt til að Fiskistofa geti sett eftirlitsmann um borð á kostnað útgerðar ef meðafli er óeðlilegur.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Vilhjálmur Stefán Einarsson - 21.12.2019

Sent fyrir Vilhjálm Jónsson

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Þórður Birgisson - 23.12.2019

Sjá umsögn í viðhengi.

Gleðilega hátið.

Kveðja

Þórður Birgisson

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Bjarni Svanur Kristjánsson - 26.12.2019

mefylgjandi er umsögn um drög að reglugerð um hrognkelsaveiðar árið 2020.pdf

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Kristján Júlíus Kristjánsson - 02.01.2020

Varðandi skýrslu um grásleppu

Þvílíkt rugl ef sett er rangt upp í exel þá er útkoman röng

Eigum við ekki bara að hætta að sparka í grásleppusjómenn þettað er vinna þeirra

Setjum grásleppu í kvóta þá getur upphafsdagur verið 1 mars og lokadagur 12 ágúst Netafjöldi verði miðað við 7500 m hámark Net dregin á mest 4 daga fresti

Meðafli minkar net liggja færri daga

Olíukostnað minkar

Kristján j kristjánsson

Afrita slóð á umsögn

#5 Kári Borgar Ásgrímsson - 05.01.2020

Ég er nú bara orðlaus eftir lestur á þessu bulli, sem á að verða að "reglugerð um hrognkelsaveiðar 2020"

Netafjöldi! HALLÓ!! Ég sé ekki grundvöll fyrir því að fara af stað á veiðar með þessu fyrirkomulagi, og þó að ég vildi, á ég ekki eftir að fá neinn með mér til að draga net í 3 til 5 tíma og launin í samræmi við það! Það eru oft rúmar 50 mílur í fyrstu bauju hjá mér, og við höfum verið 3 í áhöfn (X 2 bátar), en þetta er sennilega síðasti naglinn sem þarf í líkkistuna, til að drepa grásleppuveiðar sem atvinnu, en þær gætu verið stundaðar áfram sem "Hobbí".

En svo að öðru! Er ekki komið nóg af eftirlitsmönnum? Ég hef reynt að koma því á framfæri við eftirlitsmenn undanfarna áratugi að ég "sleppi" oft dauðum fiski, og bent á að það þarf að vera til þægileg leið til að koma þeim afla í land án þess að skerða kvóta, og án mikillar fyrirhafnar... Væri ekki nær að eyða orku þessara manna í að finna lausn á því vandamáli frekar en að gera okkur alla/öll að glæpamönnum?

Svo að þessu með meðafla, þá hef ég litið á það sem hlunnindi að fá stöku sel eða svartfugl í netin og það er sannarlega ekki eitthvað sem við hendum, þetta er veislumatur. Því miður hefur verið minni svartfugls veiði hjá mér undanfarin ár, en selveiði er alltaf að aukast. Það hlýtur að teljast eðlilegt þegar markvissar selveiðar eru ekki lengur stundaðar.. Ég veit það allavega að það hefur ekki verið meira af landsel við NA land síðustu 35 árin, og trúlega mikið lengur.

Og svo þetta með að ákveða byrjunardaginn í febrúar.. Hvaða tilgangi gæti það þjónað?

En ef þetta snýst um að veikja minnstu byggðarlögin þá eruð þið á réttri leið!

Með kveðju úr firðinum fagra.

Kári Borgar

Afrita slóð á umsögn

#6 Hlynur Gunnarsson - 05.01.2020

Nú finnst mér kominn tími til að kvótasetja þessi reglugerð er stórhættuleg

Afrita slóð á umsögn

#7 Jóhann Arngrímur Jónsson - 05.01.2020

Það er mín skoðun að fátt sé eftir annað en að setja grásleppu í aflamark til að bjarga því að greinin leggist ekki að mestu af. Það verða ekki með góðu stundaðar arðbærar grásleppuveiðar eftir þeim drögum sem nú liggja fyrir að nýrri reglugerð um grásleppuveiðar.

kveðja,

Jóhann A. Jónsson

Afrita slóð á umsögn

#8 Halldór Logi Friðgeirsson - 05.01.2020

Umsögn um drög að reglugerð um hrognkelsaveiðar 2020 meðfylgjandi í viðhengi.

Kveðja

Halldór Logi Friðgeirsson

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#9 Einar E Sigurðsson - 05.01.2020

Meðfylgjandi er umsögn um drög að reglugerð um hrognkelsaveiðar árið 2020.pdf

Bestu kveðjur

Einar E Sigurðsson.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#10 Einar E Sigurðsson - 05.01.2020

Meðfylgjandi er umsögn um drög að reglugerð um hrognkelsaveiðar árið 2020.pdf

Bestu kveðjur

Einar E Sigurðsson.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#11 Baldur Þórir Gíslason - 05.01.2020

Hef stundađ grásleppuveiđar frá 2003.

Ýtarlega hefur veriđ fjallađ um þessa reglugerđ hér í fyrri umsögnum og er ég sammála allri gagnrýni á hana.

Setja á grásleppu í kvóta.

Afrita slóð á umsögn

#12 Axel Helgason - 06.01.2020

Umsögn í viðhengi um áfangaskýrslu grásleppuhóps og drög að reglugerð um hrognkelsaveiðar

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#13 Halldór Árnason - 06.01.2020

Athugasemdir við drög að reglugerð um hrognkelsaveiðar 2020

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#14 Vilhjálmur Jónsson - 07.01.2020

Grásleppa

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#15 Strandveiðifélagið Krókur - 07.01.2020

Strandveiðifélagið Krókur sendir meðfylgjandi umsögn.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#16 Ómar Sigurðsson - 07.01.2020

Þessi framsetningu er með þeim hætti, að ómögulegt er að ræða hana efnislega.. Hér er augljóslega heift og vinavæðing sem ræður för. Hér er vikið að meðafla grásleppubáta? Ég var togarasjómaður í áratugi og horfði upp á hundruði, eða þúsundir tonna hent í sjóinn, smáfisks, fiski sem "passaði ekki" í pantaðan fram, fiski sem hausaður var aftur á mitt hnakkadtykki af því hann passaði ekki í vélarnar.. svo er verið að agnúast í grásleppukörlum... Byrjið á réttum enda, þegar komið er að okkur, tölum þá saman..

Afrita slóð á umsögn

#17 Örvar Már Marteinsson - 07.01.2020

Ólafsvík 7.janúar 2020

Umsögn um drög að reglugerð um hrognkelsaveiðar 2020

Augljóst er að verði þessi reglugerð að veruleika verður mjög óhagstætt að stunda hrognkelsaveiðar og munu þær að mestu leggjast af. Verði netafjöldi takmarkaður meir en nú þegar orðið er (mátti vera 1/3 meira fyrir nokkrum árum) verður ekki hægt að ráða starfsmann um borð þannig að eingöngu má gera ráð fyrir einum manni um borð í hverjum grásleppubáti. Þetta mun draga mjög úr þeirri verðmætasköpun sem grásleppuveiðar hafa skapað fyrir fólk, sveitarfélög og ríki og skemma mjög fyrir sjávarplássum víða um land.

Ekki skal líta framhjá þeirri lífshættu sem skapast þegar menn þurfa að vera einir við hverskonar netaveiðar.

Með þessari reglugerð á sennilega að vinna að því að draga úr meðafla við grásleppuveiðar og bæta umgengni við auðlindina, auk þess að auðvelda eftirlit.

Öllum þessum markmiðum væri fullnægt með því að stjórna grásleppuveiðum með aflamarki, auk þess að það myndi bæta öryggi sjómannanna.

Rökin fyrir ,,kvótasetningunni“ eru ekki síst að þá geta menn tekið upp netin þegar veður eru vond án þess að vera að missa af einhverju (núna telja dagarnir) og þar af leiðandi væru netin ekki að veiða fisk sem skemmist á löngum tíma í netum og er oft því miður hent. Menn róa líka síður í vályndum veðrum ef þeir hafa kost á því að sleppa því og þar af leiðandi eykst öryggið.

Í umgengninni við sjávarauðlindina eins og aðrar auðlindir verður líka að hafa hagkvæmni að leiðarljósi. Reynslan sýnir að veiðar sem stýrt er með aflamarki eru mun hagkvæmari en svokallaðar ólympískar veiðar og miklar líkur eru á því að heildarnetafjöldi minnki við kvótasetninguna af því að í aflamarkskerfi er reynt að ná eins miklum verðmætum eins og hægt er með eins litlum tilkostnaði eins og hægt er.

Ég vil nefna að stór hluti þeirra sem stunda hrognkelsaveiðar að einhverju marki er hlynntur kvótasetningu.

Ég hvet því sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra til að leggja þessi drög til hliðar og stýra hrognkelsaveiðum með aflamarki rétt eins og í öðrum tegundum.

Virðingarfyllst

Örvar Marteinsson

(Undirritaður hefur verið við grásleppuútgerð frá 1987)

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#18 Örvar Már Marteinsson - 07.01.2020

Umsögn í viðhengi

Afrita slóð á umsögn

#19 Örvar Már Marteinsson - 07.01.2020

Umsögn í viðhengi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#20 Guðmundur Gísli Geirdal - 08.01.2020

Ég geri athugasemd við hámark neta lengdar sem má nota á hverri vertíð, sá hámarks netafjöldi sem var áður var bara í fínu lagi og engin ástæða til að breyta því.

Einnig er nauðsynlegt að gefa strax í upphafi vertíðar út ásættanlegan dagafjölda t.d.36 eða 40.

Ég tel einnig nauðsynlegt að meðafli eins og þorskur ætti allur að mega landast sem v.s afli, eingöngu þannig verður hægt að tryggja að hann berist allur í land ..og trúið mér það veiðir enginn þorsk í grásleppunet viljandi, blýið er það létt og flotið það lítið að netin eru öll uppsnúin. Þetta gerist oftast í byrjun vertíðar sérstaklega ef veður eru þannig að menn hafa ekki lagt nógu grunnt og þeir sem lenda þannig í miklum þorski leggja ekki á sama, einfaldlega af því eins og ég sagði áðan að veiðarfærið hentar ekki og einnig vegna þess að verð á þessum fiski eru ekki það há miðað við kvótaverð að slíkt borgi sig. En ef þetta mætti koma í land sem v.s. gætu menn í það minnsta gert sér grein fyrir umfanginu.

Ein staðreind er líka að þorskurinn er orðin það stór vegna verndunarstefnu að 10,5 tommu möskvi veiðir marga fiska í dag sem var ekki vandamál fyrir 20 árum og það eru reyndar fá veiðarfæri sem veiða þennann fisk.

Afrita slóð á umsögn

#21 Sverrir Sævar Ólason - 08.01.2020

Umsögn á drög af reglugerð um grásleppuveiði

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#22 Snorri Sturluson - 09.01.2020

Akureyri 09.01.2020

Eftir að hafa kynnt mér tillögu um reglugerð til grásleppuveiða þá er mér verulega brugðið .

Umsögn 2* eftir Þórð Birgisson þar sem hann fer lið fyrir lið yfir tillöguna og tætir í sig með góðum rökum ætti að vera skyldulesning fyrir tillöguhöfunda .

Þar sem meirihluti virkra grásleppuveiðimanna vill grásleppuna í aflamark þá finnst mér það eðlilegast .

Aflamark leysir ekki allan vanda varðandi meðafla en bætir umgengni um auðlindina að mínu viti .

Í sóknarmarki tikka dagarnir í brælum og hætt við að menn skilji net eftir í sjó , en aflamark býður upp á að taka netin í sig . Hagkvæmni eykst að sama skapi , minna veiðarfæratap osf osf .

Kærar kveðjur ,

Snorri Sturluson Raufarhöfn .

Afrita slóð á umsögn

#23 Birgir Ingvarsson - 09.01.2020

Verði þessi drög samþykkt þá er ekki hægt að stunda veiðarnar sem atvinnugrein vegna óhagkvæmni.

Óvissu um stjórn veiðanna verður að linna. Hringl með dagafjölda er afleitt hvað varðar skipulagningu veiða.

Höldum okkur við 7500m af netum og svæðaskipting óbreytt. Hámarksstærð báta 15bt og hefjum svo veiðar

í aflamarki 20 mars.

Kveðja

Birgir Ingvarsson

Afrita slóð á umsögn

#24 Kristinn Ólafsson - 09.01.2020

Umsögn um drög að reglugerð um hrognkelsaveiðar árið 2020 í veiðheingi.

Kv. Kristinn Ólafsson

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#25 Hörður Ingimar Þorgeirsson - 09.01.2020

Mín skoðun er sú að nú sé kominn tími til að setja Grásleppu í aflamark, að stunda Grásleppuveiðar verður óarðbært með þessari reglugerð, og ég vitna í umsagnir Þórðar Byrgis og Einars Sigurðssonar þær umsagnir eru með góðum rökum.

Kveðja

Hörður Þorgeirsson Raufarhöfn.

Afrita slóð á umsögn

#26 Ragnar Axel Jóhannsson - 09.01.2020

Eftir að hafa kynnt mér bæði skýrslu vinnuhóps um meðafla við grásleppuveiðar og drög að reglugerð um grásleppuveiðar, hugsaði ég hvað get ég gert annað. Ekki get ég boðið áhöfn upp á þessa lengd af netum, umvitjun yrði annan hvern dag fyrir hádegi. Engin maður fengist í slíkt.

Að mínu mati er ekki spurning um að grásleppa fari í aflamark með þessum rökum:

Það er umhverfisvænast og besta umgengni við auðlindina, í brælum eru net mun síður skilin eftir í sjó.

Í aflamarkskerfi er minnsta hætta á mann-, skipa- og netaskað, þar sem men taka minni áhættur.

Meiri hafkvæmni þar sem hægt er að hafa fleiri net í sjó í góðu veði og taka þau upp í brælu, sem síður er gert í dagakerfi.

Tel ég mig vita þó nokkuð um grásleppuveiðar eftir 26 ára reynslu og hvet ég sjávarútvegsráðherra til að falla frá þessum drögum og setja grásleppu í aflamark þó fyrr hefði verið.

Ragnar Axel Jóhannsson

Raufarhöfn

Afrita slóð á umsögn

#27 Jónas Egilsson - 10.01.2020

Svohljóðandi ályktun var samþykkt í byggðaráði Langanesbyggðar 9. janúar um tillögu að reglugerð um grásleppuveiðar 2020:

12. Reglugerð um hrognkelsaveiðar – tillaga að umsögn

Svohljóðandi ályktun lögð fram vegna tillögu sjávarútvegsráðherra að reglugerð um hrognkelsaveiðar 2020: Byggðaráð Langanesbyggðar gerir athugasemdir fyrir fyrirhuguð drög að reglugerð um hrognkelsaveiðar 2020 og telur að sumar breytingar muni leiða til þess að veiðibátum fækki með auknum tilkostnaði við veiðarnar.

Með því að hámarka teinalengd neta við 3750 metra á vertíð, í stað 7500 metra eins og hefur verið, en fjölga veiðidögum, mun veiðiferðum fjölga samsvarandi. Því fylgir aukinn olíukostnaður um allt að 40-60% auk mun meiri tíma sem í veiðiferðir fer. Þetta mun aftur leiða til tekjuskerðingar sjómanna og aukins kostnaðar fyrir útgerðirnar, eða verri afkomu allra.

Þessi ákvörðun mun leiða það af sér að útgerðarmenn freistist til að fara einir til veiða þar sem hásetar munu ekki fást til að fara til veiða upp á allt að helmings kjaraskerðingu, þ.e. sömu tekjur en fyrir allt að tvöfalt fleiri veiðidaga. Það mun draga úr öryggi sjómanna sem er þvert á stefnu stjórnvalda að tryggja öryggi þeirra sem best.

Enn fremur með minni arðsemi er hætt við að útgerð smábáta muni dragast saman, sem kemur sér sérlega illa fyrir mörg fámenn byggðalög þar sem útgerðir treysta á þessar veiðar. Þessar breytingar vega því gegn viðleitni stjórnvalda til að halda byggð á brothættum svæðum í landinu.

Ef markmiðið með reglugerðinni er að draga úr ágangi sela í fisk í netunum væri nærtækara sem dæmi að fylgja fordæmi ákvæða um verndun æðarfugls og beita lokunum á svæði nærri selalátrum.

Bókun um afgreiðslu: Samþykkt að senda ályktunina í samráðsgátt stjórnvalda og þingmenn kjördæmisins.

Samþykkt.

Afrita slóð á umsögn

#28 Pétur Matthíasson - 10.01.2020

Sjá umsögn í viðhengi.

kv. Pétur Matthíasson

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#29 Gísli Gunnar Marteinsson - 11.01.2020

sjá umsögn í viðhengi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#30 Fiskkaup hf. - 11.01.2020

sjá viðhengi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#31 Valentínus Guðnason - 12.01.2020

Það eina rökrétta í stöðunni er að setja grásleppuna í aflamark. Þannig er hægt að hagræða frekar og hafa aukinn sveigjanleika við veiðarnar. Það auðveldar einnig sjómönnum að skipuleggja veiðar sínar á sem hagkvæmast hátt fyrir bæði veiðisvæðin og gæði afurða og að halda jafnvægi á meðal stofna. Menn hafa þá frekar tök á því að forðast meðafla þ.á.m. þorsk, fugla eða sel, því menn vita þá nákvæmlega hvað þeir mega veiða innan þess heildar tímaramma sem gefinn er. Eins og staðan er í dag er eilíf ágiskun um það hversu margir fara á veiðarnar, dögum deilt niður á bátana og mikið kapp lagt á að reyna að veiða sem mest á þeim fáu dögum sem hafa verið til skiptanna. Í þeim tilfellum er eingöngu horft á hvað menn fá af grásleppu.

Mér finnst ekkert því til fyrirstöðu að hafa áfram svæðaskiptingu á veiðisvæðum og takmarkaðan netafjölda og rúman veiðitíma. En drögin að reglugerð sem hér er til umfjöllunar gera samt sem áður ráð fyrir full mikilli fækkun neta að mínu mati. Miðað við þann netafjölda væri þetta hálfs dags vinna á þriggja daga fresti. Það eru hæpnar forsendur til að reka útgerð á og grásleppuveiðin yrði þá eingöngu íhlaupavinna.

Eftir að hafa lesið þessi drög að reglugerð sem eru hér til umfjöllunar get ég ekki annað séð en að þetta sé bein aðför að grásleppusjómönnum og til þess gerð að leggja þessar veiðar niður, útrýma grásleppukörlum. Ég tek undir athugasemdir þær sem áður hafa komið fram á undan skrifum mínum. Það er mjög erfitt að ætla að stunda veiðar eftir þessari reglugerð á arðbæran hátt. Vekur það undrun mína að ráðherra skuli ekki hafa skipað einhvern grásleppusjómann eða fulltrúa frá LS í ráðgjafanefnd sína sem fjallað hefur um reglugerð fyrir grásleppuveiðar. Margur grásleppusjómaðurinn furðar sig á því hvað liggi að baki því að tillaga komi um þetta veigamiklar breytingar, án þess að þeir hafi fengið að koma að þeim.

Valentínus Guðnason, Stykkishólmi.

Situr í grásleppunefnd LS fyrir Smábátafélagið Snæfell.

Afrita slóð á umsögn

#32 Guðni Már Lýðsson - 14.01.2020

Smábátafélagið Skalli

Grásleppa 2020

sjá umsögn í viðhengi

Guðni Már Lýðsson

formaður smábátafélags Skalla

Afrita slóð á umsögn

#33 Jenný Jensdóttir - 14.01.2020

innsend umsögn f.h Kaldrananeshrepps

Jenný Jensdóttir, skrifstofustjóri Kaldrananeshrepps

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#34 Vignir G. Jónsson ehf. - 14.01.2020

Umsögn frá Vigni G Jónssyni ehf

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#35 Jenný Jensdóttir - 14.01.2020

Hér er umsögn sveitarstjórnar Kaldrananeshrepps vegna fyrirhugaðrar reglugerðar um hrognkelsaveiðar.

fh Kaldrananeshrepps

Jenný Jensdóttir skrifstofustjóri

Viðhengi Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#36 Guðni Már Lýðsson - 14.01.2020

Smábátafélagið Skalli

Grásleppa 2020

Sjá umsögn í viðhengi

Guðni Már Lýðsson

formaður smábátafélags Skalla

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#37 Guðmundur Páll Jónsson - 14.01.2020

Drög að reglugerð um hrognkelsaveiðar 2020

Hjál. í viðhengi er umsögn stjórnar Sæljóns félags smábátaeigenda á Akranesi

Stórnina skipa: Jóhannes Símonsen, formaður

Rögnvaldur Einarsson

Guðmundur Elíasson

Böðvar Ingvarsson

Guðmundur Páll Jónsson

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#38 Guðbjörn Jensson - 14.01.2020

Athugasemdir við drög að reglugerð um grásleppuveiðar 2020

Ég tel hepplegast að hafa svæðisskiptingar óbreyttar til að koma í veg fyrir öngþveiti þegar betur veiðist á einu svæði en öðrum og allir hrúgast allir á sömu blettina.

Geri ekki athugasemdir við tíman enda eykur hann frjálsræði og dreifir bátunum.

Varðandi meðafla ætti hann í flestum tilfellum að rúmast í VS afla ákvæðinu. Ef meðafli er eitthvað sem heitið getur færum við netin eða tökum þau upp. Það er enginn veiðimaður sem vill hafa meðafla, hann skemmir netin auk þess sem hann dregur veiðigetu grásleppunetana.

Með því að þrengja að legutíma netanna er meiri hætta á óábyrgari sjósókn þ.e. róið í verri veðrum og óþarfa áhætta tekin. Þetta gengur í öfuga átt miðað við t.d. krókakerfið sem gert var öruggara.

Með því fækka netum verður erfiðara að gera bátana út með tveimur mönnum, sem mun skapa slysahættu, þegar grásleppukarlar reyna að vera einir um borð. Á flestum bátum í dag háttar þannig til að nauðsynlegt er að vera minst tveir um borð til að tryggja öryggi.

Algerlega óviðunandi að þurfa að ákveða byrjunar tímann svo snemma. Flestir þurfa að sæta lægi við veiðarnar eftir tíðarfarinu. Því mun þessi tilhögun aðeins skapa slysahættu og gera útgerðina áhættusamari.

Veiðiskýrslan er að mínum mati algörlega óþörf. Þar sem allur afli er veginn upp úr bátunum. Það því sjálfsagt að leggja hana niður.

Það liggur í hlutarins eðli að netaveiðar verða ekki stundaðar án þess að lítilsháttar meðafli slæðist með. Eftirlit með auðlindum er sjálfsagt mál en það er líka sjálfsögð krafa þeirra sem er undir eftirliti að það sé ekki íþyngjandi og það sé skilvirkt. Ýmsar stofnanir hafa horft í auknu mæli til stýrðs eftirlits þar sem greiningar eru gerðar til að finna áherslur í eftirliti. Því ætti fiskistofa og ráðuneytið að þurfa að sýna fram á að meðafli á grásleppu sé það mikill að það réttlæti aukið eftirlit sem er töluvert meira íþyngjandi en við aðrar veiðar.

Í stað þess að gera veiðarnar hagkvæmari með aflamarki eins og ráðherra lagði til í upphafi. Er haldið áfram með kerfi sem gengur út á það helst, að sölsa undir sig sem flesta báta með leyfi. Mörg þessara leyfa voru lítið sem ekkert notuð. Þetta verður til þess við sem höfum stundað þessar veiðar um árabil þurfum að sæta auknum skerðingum í framtíðinni.

Þessar tilögur bæta svo en í og gera veiðarnar nærsta ómögulegar eða í það minsta afar óhagkvæmar. Okkar fjölskylda hefur stundað þessar veiðar síðan 1940. Þessar nýjustu tillögur ef úr þeim verður, koma svo líklega til með að veita okkur náðarhöggið.

Virðingarfyllst.

Jens Guðgjörnsson og Guðbjörn Jensson

Afrita slóð á umsögn

#39 Samtök smærri útgerða - 14.01.2020

Umsögn um drög að reglugerð um hrognkelsaveiðar.

Samtök smærri útgerða telja að eðlilegast sé að hlutdeildarsetja hrognkelsaveiðar. Þannig ná menn fram þeim sveigjanleika sem krafist er.

Nú er almennt miðað við að stærðarmörk smáskipa séu 15 metrar og 30 brúttótonn. Samtök smærri útgerða telja eðlilegt að miða við sömu stærðarmörk við hrognkelsaveiðar.

Virðingarfyllst,

Bárður Guðmundsson

Formaður SSÚ

Afrita slóð á umsögn

#40 Klemens Georg Sigurðsson - 14.01.2020

Athugasemdir við drög að reglugerð um hrognkelsaveiðar

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#41 Jón Þorsteinsson - 14.01.2020

Mótmæli harðlega tillögu nefnda um grásleppuveiðar, þá sérstaklega fækkun heildarlengar neta úr 7500m í 3750m. Alltof fá net fyrir 2 menn á bát til að gera út, þá þyrfti að vera 1 maður á bát sem er vonlaus rekstur hagkvæmnislega og margfalt hættulegri vinna.

Virðingarfyllst, Jón þorsteinsson Grenivík

Skipstjóri og eigandi að Feng ÞH 207(2125)

Afrita slóð á umsögn

#42 Freyr Steinar Gunnlaugsson - 14.01.2020

Varðandi tillögu um breytta reglugerð fyrir grásleppuveiðar

Það er frekar erfitt að lesa í gegnum tillöguna að fyrirhuguðum breytingum á núverandi regluverki fyrir grásleppuveiðar. Fyrir það fyrsta spyr maður sig hreinlega hvað mönnum gangi til og hvort þeir geri sér grein fyrir afleiðingunum sem þetta myndi hafa?

Til að einfalda málið væri hagkvæmast fyrir alla aðila grásleppuveiða að stýra veiðunum með aflmarki. Hér að neðan mun ég útlista hvernig aflamarkið myndi einfalda og hagræða fyrir aðilum sem að málinu koma:

Fyrir Hafrannsóknastofnun

Síðustu ár hafa verið gefnir út fjöldi daga af Hafró í upphafi veiða. Hins vegar hefur þessum dagafjölda yfirleitt verið breytt á tímabilinu sem þýðir að Hafró þarf að fylgjast náið með veiðinni í þessa daga og spá fyrir um næstu daga. Það sem ég á við hér er að sama hvort upphafspuntkur sé 20 dagar eða 64 eins og gert er ráð fyrir hér, þá er hafró algjörlega með óvissu um það hvort heildaraflamarki fiskveiðiársins verði náð. Sem dæmi má nefna að upphafsveiðar fyrir norðurlandi eru 1 mars en upphafsdagur í breiðafyrði er 1 júni. Segjum að veiði sé góð fyrir norðan og heildarúthlutun sé náð hvað verður þá um breiðfyrðinga? Ætlar þá hafró að fækka dögum? Ef veiðin er léleg ætlar Hafró að biðja menn um að leggja aftur netin og þeir búnir með sína daga. (sem hefur reyndar gerst með mikilli óánægju). Þarna er bæði mikil óvisssa og óhagkvæmni svo ekki sé talað um óþarfa kostnað fyrir stofninuna.

Fyrir fiskistofu

Það er mikil hagkvæmni fyrir Fiskistofu að þurfa ekki að hafa áhyggjur af uppgefnum dögum og hvort menn byrji þennan dag eða annan fyrir utan 1 settann upphafsdag. Það fylgir því ótrúlega mikil vinna og flókin úrvinnsla að vera með þessar veiðar í núverandi mynd. Sama hvort það á við hvenær menn leggja eða eiga að draga upp, hvort menn hafa geymt það milli ára, stækkað bátinn sinn eða skipt um bát og svo framvegis.

Svo ekki sé talað um hagkvæmnina fyrir útgerðina.

Ég er ekki viss um að allir geri sér grein fyrir vinnunni og kostnaðinum sem því fylgir að fara á grásleppu. Það þarf að yfirfara öll netin fyrir hverja vertíð, vanalega fylgir það því að menn taki og felli allavega helminginn af úthaldinu upp á nýtt. Það að skipta um útbúnað um borð tekur líka tíma. Að því gefnu að menn stundi aðrar veiðar heldur en bara grásleppu veiðar allt árið. Þegar menn hafa lagt allan þennan kostnað sem fylgir því að eiga þennan búnað og vinnuna við að gera sig klára þá höfum við verið að byrja með 20 daga! Hvernig á að ráða mannskap fyrir 20 daga? Þessi tillaga hjá ráðherra gerir ráð fyrir fleiri dögum en þá kemur á móti að hámarks netafjöldi nánast neyðir menn til að stunda þessar veiðar einir á bát.

Þar komum við að öryggi sjómanna. Sé mönnum það gert að vera einir á veiðum gefur það augaleið að öryggi þeirra er ógnað. Sjómönnum er því hreinlega gert að vitja um net sín í vondu veðri. Sem mér finnst fyrir það fyrsta stór hættulegt, svo ekki sé minnst á óþarfa olíueyðslu og óhagkvæmni.

Þarna verð ég líka að stoppa við og benda á það að mér finnst það bara ekki í boði að árið 2020. Getum við ekki gert okkur grein fyrir því að bæði bátar og búnaður hafa þróast og orðið mun afkasta meiri en áður. Ég man þegar ég fór á grásleppuvertíð með afa mínum og föður. Þá var ekkert til sem hét afdragari eða niðurleggjari (sem í raun og veru leysir af sitthvoran manninn á veiðum). Menn voru jú komnir með gogga og gúmmívetlinga. Ég vill velta því upp hvort mönnum finnist það eðlilegt að 15 tonna plastbátar jafnvel með hliðarskrúfum að framan og aftan, yfirbyggðir og með allar nýjar græjur til netaveiða og 3 um borð, sem eftirleiðis verður kallaður A. Eiga þeir að afkasta jafn miklu og gömlu góðu 5 tonna bátarnir þar sem jafnvel er ekki pláss fyrir nema 2 um borð og vinna þarf allt eins og í gömlu góðu dagana án nýrra tækja og búnaða sem verður kallaður B. Þarna er hvergi verið að gera ráð fyrir því að bátur A getur tekið 7000 metra lengd og allan búnað leikandi með sér í land í einni ferð meðan B þarf að fara margar ferðir. Bátur A getur dregið 7000 metra á dag meðan bátur kemst ekki nálægt því. Þetta myndi þá skýra sig í því að ef til stórrar brælu kæmi þá gæti bátur A dregið allt upp á einum degi og forðað úthaldi frá skemmdum og því að hafa netin í sjó marga daga án þess að komast í þau og skemma þar með allan aflann og netin. Eftir brælu leggur bátur A sín net í sjóinn öll heil og fín meðan bátur B þarf að byrja að draga sitt úthald hálf ónýtt og með skemmdum afla í sem gerir yfirferðina á netunum miklu erfiðari og tíma frekari. Annað sem má líka nefna að í dag koma menn með alla grásleppuna í land en ekki bara hrognin eins og var gert áður fyrr. Það þýðir líka að bátur A getur farið eina ferð þó mikil sé veiði meðan bátur B þarf að fara nokkrar ferðir.

Varðandi fjölda daga sem hver bátur á að hafa þá er það rosalega erfitt að vinna undir svoleiðis og þá sérstaklega fyrir þau svæði sem byrja fyrst þar sem veður er oft mun verra á veturna heldur en þegar fram líður á sumarið. Menn geta orðið býsna óheppnir með veður á vertíðinni og því styttri sem hún er þeim mun meiri séns taka menn því að hver dagur er þá hlutfallslega dýrari. Sem dæmi má taka að þegar vertíð er 20 dagar þá geta menn lagt á uphafsdegi. Fengið svo góða brælu á sig eftir nokkra daga sem þá annaðhvort skemma netin ef menn hafa þau í sjónum eða þá að menn missa dagana úr með netin í bátnum og vertíðin þar af leiðandi langt komin og ónýt fyrir öllum. Hvernig í ósköpunum eiga menn þá að ákveða upphafsdag fyrir 15 febrúar.

Allt þetta er eitthvað sem aflamark myndi algerlega taka á og leysa þennan heimatilbúna vanda sem við búum við með því að vera með regluverk frá því flestir bátar voru eins og B. Það er komið árið 2020 og bátum eins og bát A fer fjölgandi.

Freyr Steinar Gunnlaugsson, Siglufirði

Afrita slóð á umsögn

#43 Runólfur Jóhann Kristjánsson - 14.01.2020

Snæfell félag smábátaeigenda á Snæfellsnesi

Í viðhengi er umsögn stjórnar Snæfells um drög að reglugerð um hrognkelsaveiðar 2020

Stjórnina skipa:

Runólfur Kristjánsson

Guðlaugur Gunnarsson

Ásmundur Guðmundsson

Bergvin Sævar Guðmundsson

Lúðvík Smárason

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#44 Þröstur Ingi Auðunsson - 15.01.2020

Athugasemdir við reglugerða drög um hrognkelsaveiðar 2020.

Ég tel að grásleppuveiða leggis að mestu af ef þessi reglugeð nær framm að ganga.

Gerðar hafa verið breytingar á veiðisókn á undanförnum árum og er mín tilfinig að

menn hafi almennt verið nokkuð sáttir við það fyrirkomulag .

En nú á að kollvarpa þessu þanig að engin geti stundað veiðar að viti og freistast kanski

til að fara að róa einir sem býður bara hættuni heim.

Varðandi helstu atriði reglugerðarinnar svo sem svæðaskiptingu, netalengd, og vitjunar tíma neta,

legg ég til að verði óbreytt frá fyrri árum.

Ég legg til að ráðherra stingi þessari reglugeð undir stól og gleymi henni.

Ef hann vill breytingar skipi hann vinnuhóp þar sem allir komi að borðinu en ekki bara stjórnvöld

svo að sátt megi takast um framkvæmd veiðana.

Svo menn viti það er undiritaður fylgjandi kvótasetningu á Grásleppu.

Virðingarfyllst Þröstur Ingi Auðunsson

Afrita slóð á umsögn

#45 Kristján Þór Jónsson - 15.01.2020

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#46 Stefán Guðmundsson - 15.01.2020

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#47 Sveitarstjórn Norðurþings - 15.01.2020

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#48 Þorgeir Pálsson - 15.01.2020

Sent inn fyrir hönd sveitarstjórnar Strandabyggðar:

Sveitarstjórn Strandabyggðar harmar þau áform um breytingar á fyrirkomulagi hrognkelsaveiða sem fram koma í Reglugerð um hrognkelsaveiðar árið 2020. Í Strandabyggð eru nokkrar útgerðir sem byggja rekstrarafkomu sína á þessum veiðum og gangi þessi reglugerðarbreyting eftir, er vegið harkalega að rekstrargrundvelli þeirra og þar með atvinnulífi í sveitarfélaginu. Vill sveitarstjórn benda á nokkur augljós atriði og afleiðingar þeirra;

· Með þessari reglugerð er ráðherra að fara gegn niðurstöðu og ábendingum Starfshóps um veiðistjórnun hrognkelsaveiða, frá september 2018, en þar mælir starfshópurinn með fiskveiðistjórnun á grundvelli aflamarks. Þess í stað gerir reglugerðin áfram ráð fyrir veiðistýringu á grundvelli dagafjölda. Hver dagafjöldinn verður, er óljóst í reglugerðinni.

· Ný reglugerð kemur verst við minni útgerðir, þar sem hrognkelsaveiðar eru mikilvægður liður í starfsemi þeirra á ársgrundvelli. Ljóst er, sökum niðurskurðar í teinalengd (úr 7.500 í 3.750 metra), að margar útgerðir munu ekki sjá sér fjárhagslega fært að sinna þessum veiðum á þessum breyttu forsendum og þar með rofnar heilsárs rekstrargrundvöllur þeirra.

· Með niðurskurði á teinalengd, er ljóst að útgerðir þurfa að fækka í mannskap og margir munu freista þess að róa einir. Slíkt fyrirkomulag, í kappi við tímann, en ekki aflamark, býður þeirri hættu heim að bátar fari á sjó í ótryggari veðrum en ella. Slíkt fyrirkomulag er tímaskekkja og stríðir gegn þeirri áherslu að hafa ávallt öryggi sjómanna að leiðarjósi.

· Hrognkelsaveiðar eru ekki aðeins mikilvægar þeim sem þær stunda, heldur eru afleidd störf mikil og mikilvæg, m.a. við flutning í vinnslu, meðhöndlun og vinnslu afurða o.s.frv. Viðbúið er að hluti þessara starfa dragist saman og/eða leggist af, verði reglugerðarbreytingin að veruleika.

· Ýmis ákvæði nýrrar reglugerðar eru óskýr og varla framkvæmanleg og má þar nefna þá kröfu að útgerðir tilgreini upphaf veiða löngu fyrirfram. Eins eru útgerðir beðnar að áætla meðafla fyrir veiðiferð, þó svo að reglugerðin kveði einnig á um að „óheimilt er að stunda aðrar veiðar en hrognkelsaveiðar í sömu ferð“.

Það eru því tilmæli sveitarstjórnar Strandabyggðar, að ráðherra endurskoði ákvæði reglugerðarinnar í samráði við umbjóðendur sína, með það að leiðarljósi að tryggja samtímis öryggi og velferð sjómanna og skynsamlega umgengni um auðlindina.

Hólmavík, 15. janúar 2020

Þorgeir Pálsson

Sveitarstjóri

Afrita slóð á umsögn

#49 Sveitarfélagið Skagaströnd - 15.01.2020

Hjálögð er umsögn Sveitarfélagsins Skagastrandar.

F.h. sveitarstjórnar

Alexandra Jóhannesdóttir

sveitarstjóri

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#50 Dagur Brynjólfsson - 15.01.2020

Setja grásleppuna strax í kvóta, þá geta menn farið að haga segli eftir vindi.

Leysa vandamál vegna meðaflans þannig að menn geti komið með hann í land

án refsingar.

Fækka netum um 20% það eru fæstir að ráða við 7500m með góðu móti í vondri tíð.

Frábært að leggja niður svæðaskiptinguna og lengja tímabilið.

Með bestu kveðju

Dagur Brynjólfsson

Hafnarfirði

Afrita slóð á umsögn

#51 Óskar Albert Torfason - 15.01.2020

Sjá viðhengi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#52 Örn Pálsson - 15.01.2020

Umsögn frá Landssambandi smábátaeigenda. Drög að reglugerð um hrognkelsaveiðar 2020.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#53 Guðlaugur Orri Gíslason - 15.01.2020

Reglur varðandi Grásleppuveiðar þarf að einfalda og skýra. Leikreglurnar verða að vera þannig að sjómenn og eftirlitsaðilar geti farið eftir þeim. Hér eru nokkur dæmi

2. gr.

Grásleppuveiðileyfi.

Umsækjandi skal í umsókn greina hvenær hann muni hefja grásleppuveiðar..

Þetta ákvæði gengur aldrei upp. Það getur enginn vitað með vissu hvernig veðurfar verður einhverja mánuði fram í tímann, óvæntar bilanir, veikindi ofl. Fyrir utan það að þetta er auka álag á starfsmenn fiskistofu að fylgjast með þessu.

4. gr.

Breyting á bátum.

Sé báti, sem réttur til grásleppuveiða skv. 2. gr., er bundinn við, breytt þannig að hann stækki um meira en 2,5 brúttótonn er óheimilt að gefa út grásleppuveiðileyfi til hans, nema til bátsins hafi verið fluttur réttur til grásleppuveiða af öðrum báti sem er a.m.k. jafnstór í brúttótonnum talið og sú stækkun sem er umfram 2,5 brúttótonn og af breytingunni leiðir.

Fiskistofu er óheimilt að gefa út grásleppuveiðileyfi til báts sem hefur verið stækkaður þannig að hann mælist stærri en 15 brúttótonn.

Þessi grein er úrelt. Bara auka skriffinska. Einungis verði miðað við að stærð báta fari ekki upp fyrir 15 brúttótonn.

8. gr.

Vitjun neta.

Grásleppunet skulu dregin eigi síðar en þremur sólarhringum eftir að þau eru lögð í sjó. Frá þessu má aðeins víkja ef veður hamlar sjósókn með þeim hætti að ekki reynist unnt að vitja neta enda hafi skipstjóri sent Fiskistofu tilkynningu þar að lútandi á netfangið grasleppa@fiskistofa.is.

Þarna er talað um að vitja skuli neta eigi síðar en 3 sólarhringum eftir að þau eru lögð í sjó í stað 4 daga eins og áður var. Þetta þýðir eingöngu aukið álag á fiskistofu.

9. gr.

Netalagnir.

Fækkun neta um helming þýðir væntanlega minni vinna, minni innkoma sem gerir það að verkum að menn verða meira einir á sjó. Sem er glórulaust á netaveiðum.

13. gr.

Seinni hluti þessarar greinar hljóar svo:

Verði um óeðlilega veiði á botnfisktegundum að ræða þannig að magn botnfisktegunda í þorksígildum talið sé ítrekað svipað eða meira en magn grásleppu- og/eða rauðmagaaflans í þorskígildum talið er Fiskistofu heimilt að svipta viðkomandi skip leyfi til grásleppu- og eða rauðmagaveiða.

Hvernig eiga starfsmenn Fiskistofu að taka ákvörðum um slíkar veiðileyfissviptingar. Hvað er “ítrekað” margar veiðiferðir, eða magn? Býður þetta ekki frekar upp á brottkast svo menn lendi ekki í veiðileyfissviptingu?

Þessi drög að reglugerð eru illa unnin og ekki sjávarútvegsráðuneytinu til sóma.

Varðandi kvótasetningu. Kvótasetning hefur bæði kosti og galla. Gallarnir sem ég sé við hana er að þetta er síðasti glugginn fyrir ungt fólk til að koma sér af stað í eigin útgerð. Kostnaður við að hefja grásleppuveiðar er ekki ýkja hár eins og staðan er í dag en með kvótasetningu yrði það ógerningur.

Drepum ekki endanlega niður drifkraft og sjálfsbjargarviðleittni ungra sjómanna.

Bestu kveðjur

Guðlaugur Orri Gíslason

Þorlákshöfn

Afrita slóð á umsögn

#54 Bergvin Sævar Guðmundsson - 15.01.2020

Ég mótmæli alfarið tilögum að reglugerð þessari,hún mun verða til þess að grásleppuveiðar munu ekki verða hagkvæmar.Þvert á móti mun það koma í veg fyrir hagkvæmni og margir munu gefast upp á grásleppuveiðum.

Varðandi val á álitsgjöfum sem komu með þetta álit er ekki annað hægt að sjá að þeir hafi ekki mikið vit á grásleppuveiðum,og að það skuli ekki hafa veri valinn maður frá LS í nefndina finnst mér mjög skrítið.

Mér sýnist að í umsögnum sumra að hér sé verið að kjósa um kvóta, en svo er ekki.

Kvótasetning mun ekki gera grásleppuveiðum gott þvert á móti mun kvótasetning koma í veg fyrir nýliðun.

Laga má núverandi kerfi með nýjum leiðum ef vilji er fyrir.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#55 Jóhann Gunnarsson - 15.01.2020

Umsögn um tillögur að breyttum reglum um grásleppuveiðar 2020.

Þær hugmyndir sem koma fram í nýjustu tillögum frá sjávarútvegsráðherra eru ekki til þess að auka möguleika á betri umgengni um auðlindina og heldur ekki til að auka mögulega nýliðun sem hefur verið aðal baráttumál þeirra sem hafa ekki viljað setja grásleppu í aflamarkskerfið. Ég held að þessar veiðar gætu þróast betur með aflamarki og væri þá hugsanlegt að þær ættu sér framtíð. Eins og þetta er í dag er óhagræðið fólgið í því að grásleppukarlar þurfa helst að hafa aðgang að 2-3 bátum með grásleppuleyfi til að geta haft viðunandi afkomu og ráðið til sín menn. Hagræðingin yrði sú að þeir karlar sem margir eru á áttræðis og níræðisaldrinum sem vildu hætta útgerð,gætu þá framselt rétt sinn (fyrir vægt verð) til þeirra sem yngri eru.

Jóhann Gunnarsson

Húsavík.