Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 20.12.2019–15.1.2020

2

Í vinnslu

  • 16.1.–25.11.2020

3

Samráði lokið

  • 26.11.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-328/2019

Birt: 20.12.2019

Fjöldi umsagna: 55

Drög að reglugerð

Matvælaráðuneytið

Sjávarútvegur og fiskeldi

Drög að reglugerð um hrognkelsaveiðar 2020

Niðurstöður

Helstu niðurstöður eru þær að tekið var tillit til athugasemda um umsóknafrest sjá nánar niðurstöðuskjal. Regluerðin var birt í stjórnartíðindum 28. febrúar 2020

Málsefni

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir drög að reglugerð um hrognkelsaveiðar 2020. Einnig er birt til kynningar skýrsla vinnuhóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sem sem falið var að koma með tillögur um hvernig hægt væri að draga úr meðafla við grásleppuveiðar, einkum spenndýra og fugla. Í vinnuhópnum sátu fulltrúar frá ráðuneytinu, Fiskistofu, Hafrannsóknastofnun, Landhelgisgæslunni.

Nánari upplýsingar

Á hverju ári gefur ráðherra út reglugerð um veiðar á grásleppu. Á undanförnum árum hefur ekki verið mikil efnisleg breyting á reglum sem gilt hafa um veiðarnar. Í þeim drögum sem nú eru kynnt á samráðsgáttinni eru lagðar til talsverðar breytingar m.a. til að sporna við meðafla. Helstu breytingarnar eru afnám svæðaskiptingar (að undanskildum Breiðarfirði), lenging veiðitímabils, vitjunartími styttur, fækkun neta, hert á kröfum um að bátar séu með aflaheimildir fyrir áætluðum meðafla, fellt út ákvæði um að skila veiðiskýrslu og lagt til að Fiskistofa geti sett eftirlitsmann um borð á kostnað útgerðar ef meðafli er óeðlilegur.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

postur@anr.is