Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 20.12.2019–20.1.2020

2

Í vinnslu

  • 21.1.2020–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-329/2019

Birt: 20.12.2019

Fjöldi umsagna: 9

Drög að frumvarpi til laga

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfismál

Frumvarp - breyting á lögum um meðhöndlun úrgangs (EES-innleiðing)

Málsefni

Með frumvarpinu er ætlunin að innleiða tilskipun (ESB) 2018/850, um breytingu á tilskipun 1999/31/EB um urðun úrgangs, og tilskipun (ESB) 2018/851, um breytingu á tilskipun 2008/98/EB um úrgang. Nauðsynlegt er að samræma lög um meðhöndlun úrgangs efnisákvæðum þessara tilskipana.

Nánari upplýsingar

Með frumvarpinu eru innleiddar Evróputilskipanir sem ætlað er að skapa skilyrði fyrir myndun hringrásarhagkerfis í því skyni að ýta undir bætta endurvinnslu úrgangs og draga úr myndun hans.

Komið er á skyldu til flokkunar og söfnunar fleiri úrgangstegunda en í núgildandi lögum og gert skylt að samræma flokkunarmerkingar á landsvísu. Jafnframt er lagt til að skylt verði að flokka byggingar- og niðurrifsúrgang á upprunastað.

Í frumvarpinu er áréttuð sú skylda að sveitarfélög og fyrirtæki sem safna flokkuðum úrgangi komi honum sannanlega til endurvinnslu. Þá eru lagðar til breytingar sem varða heimildir sveitarfélaga til innheimtu gjalds fyrir meðhöndlun úrgangs.

Umsögnum um frumvarpsdrögin skal skilað í Samráðsgátt Stjórnarráðsins eigi síðar en 16. janúar næstkomandi.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Maríanna Said

uar@uar.is