Samráð fyrirhugað 23.12.2019—15.01.2020
Til umsagnar 23.12.2019—15.01.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 15.01.2020
Niðurstöður birtar 13.08.2020

Reglugerð um merkingu veiðarfæra og töpuð veiðarfæri

Mál nr. 330/2019 Birt: 23.12.2019 Síðast uppfært: 13.08.2020
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Sjávarútvegur og fiskeldi
  • Umhverfismál

Niðurstöður birtar

Sett hefur verið reglugerð um merkingu veiðarfæra og töpuð veiðarfæri nr. 474/2020, sem tók litlum breytingum frá því eintaki sem hér var kynnt í annað sinn á Samráðsvefnum.

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 23.12.2019–15.01.2020. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 13.08.2020.

Málsefni

Drög að reglugerð um merkingu veiðarfæra og töpuð veiðarfæri.

Meðfylgjandi eru drög að reglugerð um merkingu veiðarfæra og töpuð veiðarfæri.

Reglugerðin hefur áður verið til samráðs, milli 28. júní og 1. ágúst 2019, en í framhaldi athugasemda og að höfðu samráði við hagsmunaaðila og veiðarfærasérfræðinga, hafa verið gerðar nokkrar minniháttar breytingar á henni, svolátandi:

 Við 1. gr. „Skylda til merkinga“. Lagt er til að tekið verði skýrt fram að … þegar veiðarfæri eru um borð í veiðiskipi, skuli veiðarfærin vera merkt í samræmi við ákvæði reglugerðarinnar. Þetta er vegna eftirlits með veiðum og til að tryggja framfylgd reglugerðar.

 Við 2. gr. „Kyrrstæð veiðarfæri“. Lagt er til að tekið verði fram að flögg skuli vera greinileg og með endurskini, en fram komu athugasemdir um að brögð væru að því að flögg væru óþarflega smá og ógreinilega merkt. Þegar er tekið fram í greininni að merkingar á baujuflöggum og belgjum skulu vera greinilegar og skulu stafir stórir og skýrir.

 Við 2. gr. Lagt er til að ekki verði skylt að merkja við línuveiðar hvern bala/rekka, svo sem gert var ráð fyrir í eldri drögum að reglugerð.

 Við 2. gr. „Kyrrstæð veiðarfæri“. Lagt er til að í lok greinarinnar komi fyrirmæli um að við veiðar á skötuseli og grásleppu sé skylt að númera netatrossur sem hver bátur á í sjó frá einum til þess fjölda trossa sem hann á í sjó. Númer netatrossu skal skráð skýrum tölustöfum á baujuflagg eða belg á báðum endum trossu. Samskonar ákvæði hafa verið fram að þessu í reglugerðum um þessar veiðar.

 Við 3. gr: „Togveiðarfæri og hringnót“. Gerðar hafa verið nokkrar breytingar, þar sem lagt er til að nægilegt sé að merkja togveiðarfæri aðeins innan við þrjá metra frá pokaenda (kolllínu).

Þá skal greint frá því að fram hafa komið athugasemdir um eiginleika eða gerð merkinga. Fulltrúar ráðuneytisins hafa rætt þau mál við veiðarfæraframleiðendur, sem hafa bent á möguleika til að hagnýta sérstaklega svonefndar blikkklemmur, sem unnt væri að útbúa. Í þær má hamra merkingar. Þó varð úr að ekki er lagt til með reglugerðardrögum að tekin verði upp einhver stöðluð gerð þessara merkja og verður það því í höndum hvers útgerðaraðila að annast merkingar, eftir atvikum með ráðgjöf framleiðenda veiðarfæra.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Þórður Birgisson - 14.01.2020

Varðandi stærð á flöggum á baujum. Grásleppubaujur bera ekki stór flögg, baujur munu leggjast undan vindi og vera alveg flatar þegar kemur ísing, sem gerist oft hjá okkur sem stundum þessar veiðar fyrir norðan.

Að setja endurskin á þessi flögg minnkar það pláss sem hægt er að skrifa á þessi flögg.

Ég er enn mótfallinn merkingu beggja teina á grásleppunetum. Að láta allan flotann líða fyrir drulluhala hátt ákveðins aðila er ekki gott.

Kveðja

Þórður

Afrita slóð á umsögn

#2 Þórður Birgisson - 15.01.2020

Varðandi gr. nr.2 merkingu veiðarfæra.

Lausi hringurinn sem festa skal á vestari enda neta bauju.

Það ætti frekar að notast við djúp enda trossu.

Hér á mínu svæði höfum við ávalt notast við að merkja djúpendann, enda mun rökréttara og auðveldara í framkvæmd þegar verið er að leggja t.d. norður - suður, hvar er vestari endi þá? Einnig þegar eru kannski tvöföld röð af trossum þá er ekkert mál að fylgja því hvernig trossan liggur. Hér er t.d. mikið lagt í stefnu 300 til 330 gráður vestan við nesið, norður suður , norðan við nes og 60 til 90 gráður austan við nesið og alltaf hringur á djúpenda.

Kveðja

Þórður.