Samráð fyrirhugað 23.12.2019—15.01.2020
Til umsagnar 23.12.2019—15.01.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 15.01.2020
Niðurstöður birtar 26.05.2020

Drög að reglugerð um rafræna aflaskráningu

Mál nr. 331/2019 Birt: 23.12.2019 Síðast uppfært: 26.05.2020
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Sjávarútvegur og fiskeldi

Niðurstöður birtar

Fallist var á þau sjónarmið að halda því að trúnaður ríkiti um þær upplýsingar sem eru í afladagbókum. Að öðru leiti voru reglugerðin gefin út óbreytt.

Nánar um niðurstöður

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 23.12.2019–15.01.2020. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 26.05.2020.

Málsefni

Atvinnuvega – og nýsköpunarráðuneytið kynnir til umsagnar drög að reglugerð um rafræna aflaskráningu.

Verið er að vinna að þróun snjallsímaforrits fyrir aflaskráningu. Stefnt er að því að snjallsímaforritið verði tilbúið í byrjun árs 2020 og að öll skip, stór og smá, skrái afla með rafrænum hætti frá og með 1. september 2020.

Helstu breytingar sem reglugerðardrögin fela í sér eru eftirfarandi:

1. Allar skráningar verða rafrænar, annað hvort í rafræna afladagbók eða með smáforriti.

2. Upplýsingar í afladagbók njóta ekki lengur leyndar sbr. 2. mgr. 2. gr. núgildandi reglugerðar um afladagbækur. Rökin eru þau að nú sést á netinu hvar skipin eru við veiðar og því er núverandi leynd orðin ástæðulaus.

4. Í núgildandi reglugerð er kveðið á um að óheimilt er að hefja veiðiferð nema búnaður til skráningar rafrænnar afladagbókar sé um borð eða ef búnaður er bilaður. Í drögunum er farin sú leið að hnykkja frekar á því að skylt sé að skrá afla með rafrænum hætti. Það er því salfarið í hendur útgerðar að hlutirnir séu í lagi

5. Í drögunum er ekki er kveðið á um neinar undanþágur frá þeirri reglu að allir skuli skila afladagbók á rafrænu formi þannig að afladagbók á pappírsformi mun heyra sögunni til.

6. Aflaskráningu með rafrænum hætti skal lokið áður en lagst er að landi. Þetta gildir einnig fyrir rafræna afladagbók en áður höfðu útgerðir tvær vikur til að skila henni eftir að í land var komið.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Jón Einarsson - 26.12.2019

Hvernig er hægt að vita þyngd á afla á strandveiðum áður en komið er í land? Ekki er hægt að ætlast til þess að afli sé vigtaður um borð í strandveiði bátum á meðan á veiðum stendur.

Erfitt getur verið að skrá í appið þar sem sumstaðar er ekkert netsamband nema við bryggju.

Afrita slóð á umsögn

#2 Hildur Einarsdóttir - 26.12.2019

Mjög góðar athugasemdir hjá Jóni.

Afrita slóð á umsögn

#3 Skarphéðinn Ásbjörnsson - 07.01.2020

Ég ætla kannski ekki að senda neina umsögn heldur vinsamlega ábendingu til höfunda og ábyrgðarmanna reglugerðarinnar:

Á síðustu árum hafa orðið miklar breytingar varðandi upplýsingatækni á Íslandi sem og annars staðar. Þessar breytingar gera það að verkum að hægt er að sjá á veraldarvefnum staðsetningu og ferðir báta í rauntíma sem og aftur í tímann. Hægt er að nálgast allar upplýsingar um veðurfar jafnóðum, einnig aftur í tímann og spá fram í tímann. Þegar handfærabátur kemur að landi er aflinn viktaður, tegund fyrir tegund, mjög nákvæmlega á hafnarvog af löggildum viktarmönnum og skráður í kerfi Fiskistofu sem einnig er aðgengilegt á vefnum.

Skráningar skipstjóra handfærabáta á afla verða hins vegar alltaf ágiskanir, skráningar á veðurfari einnig þar sem veður er síbreytilegt. Skráning á staðsetningu handfærabáts er bara skáldskapur þar sem í flestum tilfellum þarf að leita að fiski víða á slóðinni.

Það er því að mínu áliti ekkert sem kallar á þessa skráningu hjá handfærabátum.

Ég hef sent Fiskistofu og Hafró fyrirspurnir um eftirlitslegt eða vísindalegt gildi þessarra skráninga. Fiskistofa svaraði því til að Hafró nýtti þessar upplýsingar, Hafró svaraði hins vegar ekki þessum spurningum, hafa sennilega nóg annað að gera. Fiskistofa á við ofurefli að etja þegar kemur að eftirliti, aðallega með stærri skipum og fyrirtækjum, eins og hefur sýnt sig og því óskynsamlegt að mínu mati að eyða tíma þeirra í að innheimta og vinna með upplýsingar sem ekkert gagn er að.

Afrita slóð á umsögn

#4 Magnús Jónsson - 08.01.2020

Umsögn frá Drangey - smábátafélagi Skagafjarðar

Undirritaður fagnar því að gera eigi skráningu svokallaðrar afladagbókar rafræna, enda hefur hvergi komið fram að það sem þar hefur verið skráð og skilað á mánaðarfresti sé með einhverjum hætti nýtt til rannsókna, eftirlits eða vöktunar. Hins vegar er full ástæða til að endurskoða allt þetta kerfi í ljósi breytinga sem orðið hafa á síðustu árum í upplýsingatækni, vöktun á skipaumferð, nákvæmni í veðurupplýsingum o.fl. Í því sambandi skal bent á eftirfarandi:

1. Í þeim afladagbókum sem notaðar hafa verið árum saman er aðeins gert ráð fyrir einum dálki fyrir veiðistað, einum dálki fyrir dýpi á veiðistað, einum fyrir veðri í veiðiferð o. s.frv. Flestar veiðiferðir eru þó þannig eins og flestir vita að um verulega yfirferð á skipi getur verið að ræða með tilheyrandi breytileika á stað, stund og dýpi. Skiptir þá ekki máli hvort veitt er með línu, handfærum eða öðrum veiðarfærum. Vindur getur einnig verið afar breytilegur í einni og sömu veiðiferðinni þótt veiðar á handfæri kalli yfirleitt á fremur hægan vind.

2. Vaktstöð siglinga fylgist nákvæmlega með öllum hreyfingum flotans í rauntíma frá því að lagt er úr höfn og því er hægt að fá og skrá nákvæmar upplýsingar um á hvaða stað bátur dvelur lengst í hverjum róðri ef því er að skipta.

3. Ekki er hægt að átta sig á tilgangi þess að gefa upp áætlaðan afla í dagróðri meðan á heimsiglingu stendur. Þá eru stundum aðstæður sem kalla á annað mikilvægara að fást við um borð með einn mann í áhöfn en að skrifa á tölvu/síma, kannski skömmu áður en afla er landað, hann vigtaður og skráður nákvæmlega samtímis hjá Fiskistofu.

4. Mjög væri æskilegt að sjómenn dagróðrabáta fengju einhverja vitneskju um hvernig þessi afladagbókargögn eru nýtt áður en búið er til forrit til að skrá upplýsingar sem lítt eða ekki eru notaðar og trúlega aldrei í rauntíma.

Áríðandi er að við kynningu þessa málefnis komi fram hvernig skráning sem hér er lögð til nýtist þeim stofnunum sem aðgang hafa af þeim. Þá er mikilvægt að miðlun upplýsinga til hverrar útgerðar verði með reglulegum hætti. Nýlegar upplýsingar um kortlagningu veiðisvæða er dæmi þar um.

Að þessu sögðu er hér með lagt til að þróað verði kerfi/forrit sem samnýti og birti gögn frá þeim opinberu fyrirtækjum sem hafa öll þau gögn og upplýsingar sem fram eiga að koma í afladagbók. Er þar um að ræða samtengingu á Vaktstöð siglinga, Fiskistofu, Veðurstofu og Hafrannsóknarstofnun. Ekki er vafi á að góðir forritarar geta með tiltölulega einföldum hætti þróað upplýsingakerfi sem skilar í hvert skipti sem afla er landað úr veiðiferð öllum óskuðum gögnum, hvort sem þau á að nota til rannsókna, vöktunar eða veiðieftirlits. Ef vel tekst til við gerð slíks forrits ætti öll skráning á aflaupplýsingum að geta orðið sjálfvirk og þannig til hagsbóta fyrir bæði sjómenn og notendur upplýsinganna í landi.

Magnús Jónsson

formaður Drangeyjar-smábátafélags Skagafjarðar

Afrita slóð á umsögn

#5 Strandveiðifélagið Krókur - 08.01.2020

Strandveiðifélagið Krókur sendir meðfylgjandi umsögn.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Halldór Árnason - 09.01.2020

Athugasemdir við: Reglugerð um skráningu og rafræn skil aflaupplýsinga.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Þórður Birgisson - 14.01.2020

Sjálfsagt gott og í anda þess tíma er við erum stödd á.

Ég sé samt ekki hvernig menn sem varla kunna og þora að svara gömlum einföldum síma eiga að geta hlaðið þessum búnaði inn í símann, ef á annað borð þeir hafi síma sem getur tekið við þessu. Það eru enn til nokkrir gamlir skarfar sem aldrei kæmust yfir þetta.

Varðandi leynd, þar er ég ósammála. Rétt er að staðsetning báta er orðin ooin nánast öllum, en hvað þeir eru að gera og hvaða afla þeir eru að fá á hverjum stað ætti áfram að vera leynd. Ég veit ekkert hvernig aðrir hafa fyllt út sínar dagbækur. Sumir tala um ein lína fyrir hvern dag í bókinni. Samkvæmt því sem mér var sagt þegar ég byrjaði á sjó, þá ætti ég að skrá nýja staðsetningu ef meira 3 sml. væru á milli staða. Ég er t.d. á grásleppunni hjá mér með 3 til 4 svæði yfir daginn og skrái samvisku samlega eftir þvi hvað ég fæ á hverjum stað. Það veit enginn nema ég og finnst að svo eigi að vera áfram, það er leynd yfir uppl.

Það er rétt sem hefur komið fram í öðrum umsögnum, kostnaður við leiðsögn og úrvinnslu mistaka og bilana í rafrænu afladagbókinni er mikill, alltof mikill.

Kveðja

Þórður

Afrita slóð á umsögn

#8 Axel Helgason - 14.01.2020

1. gr.

Í stað snjallsímaforrits ætti að standa snjalltækjaforrit og forritið þarf að vera ætlað einnig fyrir spjaldtölvur. Samkvæmt forritinu, þá þarf að skrá hvern skipsjóra á vefnum aflaskraning.is og þar þarf að vera símanúmer á bak við hvern þann sem má senda inn aflaupplýsingar fyrir viðkomandi bát. Staðfesting á móttöku skráningar er send með sms. Betra væri ef gert væri ráð fyrir að hægt væri að senda skráningu með nettengdri spjaldtölvu sem er eitt af tækjunum um borð og fá þá staðfestingu skráningar í tölvupósti eða í gegnum appið sem væri mun betra.

3. gr. og 4. gr.

Nauðsýnlegt er að í stað þess að skilt sé að aflaupplýsingar séu sendar áður en lagst er að bryggju, að forritið sé þannig útfært að hægt sé að ljúka/læsa aflaskráningu sem sendist sjálfkrafa næst þegar snjalltæki eða tölva kemst í netsamband. Forritið er á auðveldan hátt hægt að gera þannig að tímastimpill fylgi með læstri skráningu þannig að hægt sé að sýna fram á að henni hafi verið lokið áður en lagst er að bryggju. Með þessu er hægt að sleppa þessu sem nefnt er sem lausn með að skrá á blað síðan senda með tölvupósti.

Bagalegt hvað fáir virðast upplýstir um hver tilgangurinn er með að gera skilt að ljúka aflaskráningu áður en lagst er að bryggju.

5. gr.

Hvernig er hægt að veita aðgang að upplýsingum úr snjalltæki án þess að láta það af hendi? Það er að mínu áliti ekki hægt að biðja um að sími með öllum þeim upplýsingum sem þar eru, sé látinn af hendi nema með úrskurði frá dómara. Hvað varðar snjallforritið ætti að vera nóg að það sé aðgerð sem sendir öll gögn og skráningar.

Varðandi afléttingu leyndar, þá tel ég það ekki fara saman að ætla að reyna að bæta lélega skráningu meðafla fugla og spendýra ef þær upplýsingar verða síðan aðgengilegar öðrum en Hafró og eftirlitsaðilum.

Varðandi snjalltækjaforritið, þá er bagalegt hve langan tíma hefur tekið að klára þá vinnu. Nánast öll þróun og prófun á forritinu hefur verið án samráðs við þá sem það eiga að nota það þrátt fyrir góða viðleitni félaga LS í að bjóða sig fram sem prufukeyrslu aðila.

Vonandi verður forritið síðan þróað á þá leið að það nýtist útgerðaraðilum til að halda utan um aflatölur í samhengi við staðsetningu veiðarfæra. Að hægt verði t.d. að setja inn stykkjafjölda grásleppu í númer á trossu.

Bestu kveðjur, Axel