Samráð fyrirhugað 02.01.2020—31.01.2020
Til umsagnar 02.01.2020—31.01.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 31.01.2020
Niðurstöður birtar

Drög að reglugerð um óhæði greiðslukortakerfa og vinnslueininga

Mál nr. 1/2020 Birt: 02.01.2020 Síðast uppfært: 03.01.2020
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Markaðseftirlit, neytendamál og stjórnsýsla atvinnumála

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 02.01.2020–31.01.2020. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Áformað er að setja reglugerð til að veita framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/72 gildi hér á landi.

Framseld reglugerð (ESB) 2018/72 útfærir fyrirmæli a-liðar 1. mgr. 7. gr. reglugerðar (ESB) 2015/751 um milligjöld fyrir kortatengdar greiðslur um að greiðslukortakerfi og vinnslueiningar skuli vera óháðar með tilliti til reikningshalds, skipulags og ákvarðanatökuferlis. Reglugerð (ESB) 2015/751 var veitt lagagildi hér á landi með lögum um milligjöld fyrir kortatengdar greiðslur, nr. 31/2019.

Framselda gerðin og ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um að taka hana upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið hafa ekki enn verið birtar í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins en það verður líklega gert á næstu vikum. Af þessum sökum eru eyður í reglugerðardrögunum þar sem vísa á í viðbætinn. Í fylgiskjölum eru drög að þýðingum framseldu gerðarinnar og ákvörðunarinnar.

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.