Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 13.1.–7.2.2020

2

Í vinnslu

  • 8.2.2020–13.9.2021

3

Samráði lokið

  • 14.9.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-5/2020

Birt: 13.1.2020

Fjöldi umsagna: 10

Annað

Mennta- og barnamálaráðuneytið

Háskólastig

Grænbók um fjárveitingar til háskóla

Niðurstöður

Mennta- og menningarmálaráðuneytið heldur áfram sinni vinnu við endurskoðun reglna nr. 646/1999 um fjárveitingar til háskóla með það að markmiði að styðja enn betur við gæði í háskólastarfi og tryggja að háskólar verði vel í stakk búnir til sinna því miðlæga hlutverki sem þeir hafa á tímum tæknibreytinga og hnattrænna áskorana.

Málsefni

Í Grænbók um fjárveitingar til háskóla er gerð grein fyrir núverandi fjárveitingakerfi, valmöguleikum við hönnun á nýju kerfi og settar fram lykilspurningar til að efla umræðu um stefnu um háskóla og hvaða fyrirkomulag fjárveitinga styðji best við innleiðingu á slíkri stefnu.

Nánari upplýsingar

Meginmarkmið stjórnvalda hvað varðar starfsemi á háskólastigi er að framsæknar og alþjóðlega samkeppnishæfar rannsóknastofnanir og háskólar skapi þekkingu, miðli henni og undirbúi nemendur til virkrar þátttöku í nútímaþekkingarsamfélagi og til verðmætasköpunar sem byggist á hugviti, nýsköpun og rannsóknum.

Meðal aðgerða í stefnu- og aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs er að auka gæði og skilvirkni í háskólastarfi með því að efla fjármögnun og endurskoða reglur um fjárveitingar til háskóla. Því hefur verið unnin grænbók um fjármögnun háskóla sem hér er til umsagnar. Í henni er gerð grein fyrir núverandi fjárveitingakerfi, valmöguleikum við hönnun á nýju kerfi og settar fram lykilspurningar til að efla umræðu um stefnu um háskóla og hvaða fyrirkomulag fjárveitinga styðji best við innleiðingu á slíkri stefnu. Þar er einnig fjallað um hlutverk háskóla og núverandi stefnu, stöðu háskólakerfisins og háskólamenntunar. Farið er yfir mögulegar aðferðir við skiptingu fjár til háskóla og dæmi tekin frá samanburðarríkjum um útfærslu á fjárveitingum.

Meginviðfangsefni grænbókarinnar eru eftirfarandi spurningar:

1. Hvað einkennir íslenskt háskólakerfi og hvernig hefur það þróast á síðustu árum?

Hvernig kemur það út í alþjóðlegum samanburði?

2. Hver var sýn stjórnvalda við setningu reglna um fjárveitingar til háskóla árið 1999 og náði sú sýn fram að ganga?

3. Hvaða leiðir eru farnar við fjárveitingar til háskóla í nágrannaríkjunum?

4. Hverjar eru helstu áskoranir sem íslenskir háskólar mæta? Með hvaða hætti tengjast þær fjármögnun háskólanna?

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Mennta- og menningarmálaráðuneyti

mrn@mrn.is