Samráð fyrirhugað 13.01.2020—20.01.2020
Til umsagnar 13.01.2020—20.01.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 20.01.2020
Niðurstöður birtar 30.01.2020

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um stimpilgjald, nr. 138/2013, með síðari breytingum (gjaldstofn og skilyrði helmingsafsláttar)

Mál nr. 7/2020 Birt: 13.01.2020 Síðast uppfært: 30.01.2020
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Niðurstöður birtar

Umsagnirnar gáfu ekki tilefni til sérstakra viðbragða af hálfu ráðuneytisins. Ráðuneytið telur að frekari viðbrögð hefðu leitt til þess að lagaákvæði í lögum um stimpilgjald hefðu orðið óskýrari og ógagnsærri.

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 13.01.2020–20.01.2020. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 30.01.2020.

Málsefni

Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum um stimpilgjald, nr. 138/2013, varðandi gjaldstofn stimpilgjalds og skilyrði helmingsafsláttar af stimpilgjaldi.

Í frumvarpinu eru í fyrsta lagi lagðar til orðalagsbreytingar á 2., 10. og 11. mgr. 4. gr. laga um stimpilgjald, nr. 138/2013, þ.e. þeim ákvæðum laganna sem varða ákvörðun gjaldstofns stimpilgjalds í tilviki eignaryfirfærslu fasteigna og ekki er hægt að byggja á skráðu matsverði eignarinnar þegar gjaldskylda stofnast. Í öðru lagi er lögð til breyting á a-lið 4. mgr. 5. gr. laga um stimpilgjald, nr. 138/2013, varðandi skilyrði helmingsafsláttar á stimpilgjaldi vegna kaupa á fyrstu íbúð en stafliðurinn kveður á um að kaupandi íbúðarhúsnæðis megi ekki áður hafa verið þinglýstur eigandi að íbúðarhúsnæði. Í þriðja lagi er lagt til að b-liður 4. mgr. 5. gr. laga um stimpilgjald, nr. 138/2013, varðandi skilyrði helmingsafsláttar á stimpilgjaldi vegna kaupa á fyrstu íbúð, falli brott, en stafliðurinn kveður á um að kaupandi íbúðarhúsnæðis þurfi að verða þinglýstur eigandi að a.m.k. helmingi þeirrar eignar sem keypt er.

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Jón Sigurðsson - 14.01.2020

Vegna fyrirhugaðrar breytingar á lögum nr. 138/2013 óska ég að gera eftirfarandi athugasemd við a-lið 2. gr. frumvarpsins (breyting á a-lið 4. mgr. 5. grein laganna):

Árið 1986 missti ég eiginkonum mína, en við áttum saman þrjú börn, 9 ára, 7 ára og 9 mánaða. Við frágagn dánarbús hennar tók ég ákvörðun um að það sem kom í hlut barnanna okkar skyldi þinglýst í íbúðarhúsi okkar því þar væri það varanlega tryggt. Þannig fékk hvert barnanna 6% eignarhlut í eign okkar, samtals 18%. Að núvirði væri hlutur hvers sennilega um 4 millj. króna. Eignarhluta sína fengu þau greidda út þegar þau keyptu sína fyrstu fasteign. Mér þætti það skjóta skökku við ef einstaklingar í sömu stöðu og börnin mín voru nytu ekki afsláttar stimpilgjalda við kaup á sinni fyrstu eign líkt og aðrir.

Afrita slóð á umsögn

#2 Hagsmunasamtök heimilanna - 20.01.2020

Sjá viðhengi.

Viðhengi