Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 13.–20.1.2020

2

Í vinnslu

  • 21.–29.1.2020

3

Samráði lokið

  • 30.1.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-7/2020

Birt: 13.1.2020

Fjöldi umsagna: 2

Drög að frumvarpi til laga

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um stimpilgjald, nr. 138/2013, með síðari breytingum (gjaldstofn og skilyrði helmingsafsláttar)

Niðurstöður

Umsagnirnar gáfu ekki tilefni til sérstakra viðbragða af hálfu ráðuneytisins. Ráðuneytið telur að frekari viðbrögð hefðu leitt til þess að lagaákvæði í lögum um stimpilgjald hefðu orðið óskýrari og ógagnsærri.

Málsefni

Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum um stimpilgjald, nr. 138/2013, varðandi gjaldstofn stimpilgjalds og skilyrði helmingsafsláttar af stimpilgjaldi.

Nánari upplýsingar

Í frumvarpinu eru í fyrsta lagi lagðar til orðalagsbreytingar á 2., 10. og 11. mgr. 4. gr. laga um stimpilgjald, nr. 138/2013, þ.e. þeim ákvæðum laganna sem varða ákvörðun gjaldstofns stimpilgjalds í tilviki eignaryfirfærslu fasteigna og ekki er hægt að byggja á skráðu matsverði eignarinnar þegar gjaldskylda stofnast. Í öðru lagi er lögð til breyting á a-lið 4. mgr. 5. gr. laga um stimpilgjald, nr. 138/2013, varðandi skilyrði helmingsafsláttar á stimpilgjaldi vegna kaupa á fyrstu íbúð en stafliðurinn kveður á um að kaupandi íbúðarhúsnæðis megi ekki áður hafa verið þinglýstur eigandi að íbúðarhúsnæði. Í þriðja lagi er lagt til að b-liður 4. mgr. 5. gr. laga um stimpilgjald, nr. 138/2013, varðandi skilyrði helmingsafsláttar á stimpilgjaldi vegna kaupa á fyrstu íbúð, falli brott, en stafliðurinn kveður á um að kaupandi íbúðarhúsnæðis þurfi að verða þinglýstur eigandi að a.m.k. helmingi þeirrar eignar sem keypt er.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Fjármála- og efnahagsráðuneytið