Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 20.1.–10.2.2020

2

Í vinnslu

  • 11.2.–31.3.2020

3

Samráði lokið

  • 1.4.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-8/2020

Birt: 20.1.2020

Fjöldi umsagna: 2

Drög að frumvarpi til laga

Innviðaráðuneytið

Samgöngu- og fjarskiptamál

Drög að frumvarpi til breytinga á lögum um loftferðir nr. 60/1998 (samræmdar reglur á sviði almenningsflugs og stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópusambandsins, EES-reglur)

Niðurstöður

Niðurstaða málsins er í stuttu máli sú að aðeins tvær umsagnir bárust vegna draganna. Þá hefur verið ákveðið var að leggja frumvarpið ekki fram á vorþingi 2020 (150. löggjafarþingi).

Málsefni

Drög að frumvarpi til breytinga á lögum um loftferðir o.fl. vegna fyrirhugaðrar innleiðingar í landsrétt á reglugerð (ESB) 2018/1139 um sameiginlegar reglur um almenningsflug og stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópusambandsins o. fl

Nánari upplýsingar

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi til laga til breytinga á lögum um loftferðir nr. 60/1998, með síðari breytingum; lögum um Samgöngustofu nr. 119/2012, með síðari breytingum; lögum um rannsókn samgönguslysa, nr. 18/2013, með síðari breytingum og lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri, nr. 34/1991, með síðari breytingum.

Tilefni frumvarpsins er fyrirhuguð innleiðing í landsrétt á reglugerð (ESB) 2018/1139 um sameiginlegar reglur um almenningsflug og stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópusambandsins (EASA) o.fl. auk fáeinna annarra EES-gerða á sviði flugöryggis.

Frumvarpið felur í sér nokkuð viðamiklar breytingar á lögum um loftferðir. Allflestar þeirra leiða beint af ákvæðum reglugerðar (ESB) 2018/1139, afleiddum gerðum hennar (og forvera) eða óbeint af framangreindum breytingum, svo sem til að styrkja eða styðja við þau ákvæði sem áfram er þörf á þar sem gildissviði reglugerðar (ESB) 2018/1139 sleppir.

Þá hefur verið leitast við að sameina í kafla efnisskyld ákvæði og samhliða yfirfara heimildir ráðherra til að setja reglugerðir á viðkomandi sviði.

Umsögnum skal skilað eigi síðar en 10. febrúar 2020 í samráðsgátt.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (4)

Umsjónaraðili

Skrifstofa samgangna

srn@srn.is