Samráð fyrirhugað 20.01.2020—10.02.2020
Til umsagnar 20.01.2020—10.02.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 10.02.2020
Niðurstöður birtar 01.04.2020

Drög að frumvarpi til breytinga á lögum um loftferðir nr. 60/1998 (samræmdar reglur á sviði almenningsflugs og stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópusambandsins, EES-reglur)

Mál nr. 8/2020 Birt: 20.01.2020 Síðast uppfært: 01.04.2020
  • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Samgöngu- og fjarskiptamál
  • Markaðseftirlit, neytendamál og stjórnsýsla atvinnumála

Niðurstöður birtar

Niðurstaða málsins er í stuttu máli sú að aðeins tvær umsagnir bárust vegna draganna. Þá hefur verið ákveðið var að leggja frumvarpið ekki fram á vorþingi 2020 (150. löggjafarþingi).

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 20.01.2020–10.02.2020. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 01.04.2020.

Málsefni

Drög að frumvarpi til breytinga á lögum um loftferðir o.fl. vegna fyrirhugaðrar innleiðingar í landsrétt á reglugerð (ESB) 2018/1139 um sameiginlegar reglur um almenningsflug og stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópusambandsins o. fl

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi til laga til breytinga á lögum um loftferðir nr. 60/1998, með síðari breytingum; lögum um Samgöngustofu nr. 119/2012, með síðari breytingum; lögum um rannsókn samgönguslysa, nr. 18/2013, með síðari breytingum og lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri, nr. 34/1991, með síðari breytingum.

Tilefni frumvarpsins er fyrirhuguð innleiðing í landsrétt á reglugerð (ESB) 2018/1139 um sameiginlegar reglur um almenningsflug og stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópusambandsins (EASA) o.fl. auk fáeinna annarra EES-gerða á sviði flugöryggis.

Frumvarpið felur í sér nokkuð viðamiklar breytingar á lögum um loftferðir. Allflestar þeirra leiða beint af ákvæðum reglugerðar (ESB) 2018/1139, afleiddum gerðum hennar (og forvera) eða óbeint af framangreindum breytingum, svo sem til að styrkja eða styðja við þau ákvæði sem áfram er þörf á þar sem gildissviði reglugerðar (ESB) 2018/1139 sleppir.

Þá hefur verið leitast við að sameina í kafla efnisskyld ákvæði og samhliða yfirfara heimildir ráðherra til að setja reglugerðir á viðkomandi sviði.

Umsögnum skal skilað eigi síðar en 10. febrúar 2020 í samráðsgátt.

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Samtök atvinnulífsins - 10.02.2020

Góðan dag,

Meðfylgjandi er umsögn Samtaka atvinnulífsins um málið.

f.h. SA,

Heiðrún Björk Gísladóttir

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Isavia ohf. - 10.02.2020

Hér kemur umsögn Isavia að drögum að frumvarpi til breytinga á lögum um loftferðir nr 60/1998 og stofnunar Flugöryggisstofnunar Evrópusambandsins

kveðja

fh Isavia

Sólveig Eiríksdóttir

Viðhengi