Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 16.1.–6.2.2020

2

Í vinnslu

  • 7.2.–18.6.2020

3

Samráði lokið

  • 19.6.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-9/2020

Birt: 14.1.2020

Fjöldi umsagna: 4

Drög að frumvarpi til laga

Heilbrigðisráðuneytið

Heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa

Drög að frumvarpi til laga um breytingu laga um sjúkratryggingar, nr. 112/2008, með síðari breytingum (stjórn og eftirlit).

Niðurstöður

Frumvarpsdrögin voru unnin áfram að loknu samráði í Samráðsgátt, tekið var tillit til umsagna að einhverju leyti. Útbýtingardagur á Alþingi var 26. mars 2020 og mælti heilbrigðisráðherra fyrir frumvarpinu 28. apríl 2020.

Málsefni

Heilbrigðisráðuneytið kynnir til umsagnar drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um sjúkratryggingar, nr. 112/2008. Með frumvarpinu er meðal annars lagt til að leggja niður stjórn sjúkratryggingastofnunarinnar og bæta við eftirlitsheimildir.

Nánari upplýsingar

Með frumvarpi til laga um breytingu á lögum um sjúkratryggingar, nr. 112/2008, er lagt til að stjórn sjúkratryggingastofnunar verði lögð niður. Í frumvarpinu eru einnig gerðar tillögur að auknum eftirlitsheimildum og breyttu verklagi við endurgreiðslu á kostnaði sjúkratryggðs við heilbrigðisþjónustu.

Með því að leggja niður stjórn sjúkratryggingastofnunarinnar er ætlunin að skýra ábyrgð forstjóra stofnunarinnar svo hún verði ótvíræð og óskipt gagnvart ráðherra, bæði hvað varðar rekstur og þjónustu. Enda er skýr ábyrgð forstjóra með slíkum hætti í samræmi við 38. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, þar sem fram kemur að forstöðumenn ríkisstofnana beri ábyrgð á að sú stofnun, sem þeir stýra, starfi í samræmi við lög, stjórnvaldsfyrirmæli og erindisbréf og að rekstrarútgjöld og rekstrarafkoma stofnunarinnar sé í samræmi við fjárlög. Með því að leggja niður stjórn sjúkratryggingastofnunar er staða forstjóra sjúkratryggingastofnunar sem æðsta yfirmanns stofnunarinnar undirstrikuð með því að hann einn er skipaður af ráðherra og ber því ábyrgð gagnvart honum.

Í frumvarpinu eru einnig lagðar til breytingar á eftirlitsákvæði, þ.e. heimildir stofnunarinnar auknar í þá vegu að stofnuninni verði einnig heimilt að hafa eftirlit með þjónustuveitendum sem standa utan samninga og sjúkratryggðum er endurgreiddur kostnaður vegna heilbrigðisþjónustunnar á grundvelli gjaldskrár sem stofnunin setur, ásamt heimild til þess að endurgreiða kostnað sjúkratryggðs til þjónustuveitenda til hagsbóta fyrir sjúkratryggða enda sendi þjónustuveitendur reikninga rafrænt til stofnunarinnar. Ásamt því er lagt til að stofnunin geti kallað eftir ákveðnum hlutum sjúkraskrár sem nauðsynlegt er vegna eftirlits stofnunarinnar. Í gildandi lögum er gert ráð fyrir að sjúkratryggingastofnunin fari á þann stað sem sjúkraskrá er varðveitt en það verklag hefur tafið og komið í veg fyrir að stofnunin geti sinnt sínu eftirlitshlutverki með góðum hætti.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Guðlín Steinsdóttir

hrn@hrn.is