Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 14.–28.1.2020

2

Í vinnslu

  • 29.1.–27.5.2020

3

Samráði lokið

  • 28.5.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-10/2020

Birt: 14.1.2020

Fjöldi umsagna: 6

Annað

Innviðaráðuneytið

Sveitarfélög og byggðamál

Drög að Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024

Niðurstöður

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu fór yfir þær athugasemdir sem bárust og gerði nokkrar breytingar á efni áætlunarinnar. Þann 6. mars 2020 samþykkti stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sóknaráætlun fyrir höfuðborgarsvæðið 2020–2024.

Málsefni

Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 er nú til umsagnar og geta íbúar og fyrirtæki landshlutans komið með ábendingar um efni hennar áður en hún öðlast gildi.

Nánari upplýsingar

Markmið sóknaráætlunarinnar er að stuðla að jákvæðri byggðaþróun í takt við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, treysta stoðir menningar og að auka samkeppnishæfni landshlutans og landsins alls.

Sóknaráætlunin er stefnuskjal sem felur í sér stöðumat höfuðborgarsvæðisins, framtíðarsýn og markmið í tilgreindum málaflokkum ásamt skilgreindum leiðum að markmiðunum. Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 tekur m.a. mið af þeirri stefnu og framtíðarsýn sem kemur fram í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins til ársins 2040.

Í júlí 2019 hófst samtal um vinnu við mótun sóknaráætlunar 2020-2024 fyrir höfuðborgarsvæðið á vegum samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH). SSH hefur notið aðstoðar Capacent ráðgjafar við vinnuferlið og samráðsfundi sem haldnir hafa verið vegna verkefnisins. Unnið var að mótun stefnunnar með því að eiga samráð við kjörna fulltrúa og aðra hagaðila innan höfuðborgarsvæðisins til þess að fá fram sjónarmið þeirra um sóknaráætlunina og tengja áætlunina með markvissum hætti við ákvörðun áhersluverkefna og svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins til ársins 2040.

Afurð þessarar vinnu er Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024.

Við óskum eftir ábendingum frá íbúum og fyrirtækjum landshlutans. Tekið verður tillit til allra ábendinga og í einhverjum tilfellum verður efni sóknaráætlunarinnar breytt í samræmi við innsendar ábendingar.

Frekari upplýsingar veitir Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri SSH í síma 821-8179 eða með tölvupósti, pallbg(hja)ssh.is

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Páll Björgvin Guðmundsson

pallbg@ssh.is