Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 6.–13.3.2018

2

Í vinnslu

  • 14.3.–25.4.2018

3

Samráði lokið

  • 26.4.2018

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-26/2018

Birt: 6.3.2018

Fjöldi umsagna: 0

Drög að reglugerð

Dómsmálaráðuneytið

Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla dómsmála

Drög að breytingu á reglugerð um söfnunarkassa

Niðurstöður

Drög að breytingu á reglugerð um söfnunarkassa nr. 320/2008 var kynnt til umsagnar á samráðsgátt stjórnvalda hinn 13. mars 2018. Engar umsagnir bárust um reglugerðardrögin. Breyting á reglugerðinni hefur verið samþykkt í samræmi við þau drög sem voru til kynningar, sbr. reglugerð nr. 398/2018, sem birt hefur verið í B-deild Stjórnartíðinda.

Málsefni

Með drögum þessum er lögð til breyting á ákvæði reglugerðarinnar um hámarksfjárhæð vinninga í söfnunarkössum sem eru á vínveitingastöðum og í spilasölum.

Nánari upplýsingar

Hér er lögð til breyting á 2. mgr. 7. gr. reglugerðar um söfnunarkassa nr. 320/2008. Með breytingunni er stefnt að því að jafna samkeppnisstöðu á milli söfnunarkassa og happdrættisvéla. Er lagt til að breyting verði gerð á hámarksfjárhæð vinninga í söfnunarkössum sem eru á vínveitingastöðum og í spilasölum, sbr. b-lið 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar. Lagt er til að þeir geti að hámarki verið 300.000 kr. í stað 100.000 kr.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar að loknum umsagnarfresti. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa réttinda einstaklinga

postur@dmr.is