Samráð fyrirhugað 06.03.2018—13.03.2018
Til umsagnar 06.03.2018—13.03.2018
Niðurstöður í vinnslu frá 13.03.2018
Niðurstöður birtar 26.04.2018

Drög að breytingu á reglugerð um söfnunarkassa

Mál nr. 26/2018 Birt: 06.03.2018 Síðast uppfært: 26.04.2018
  • Dómsmálaráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla dómsmála

Niðurstöður birtar

Drög að breytingu á reglugerð um söfnunarkassa nr. 320/2008 var kynnt til umsagnar á samráðsgátt stjórnvalda hinn 13. mars 2018. Engar umsagnir bárust um reglugerðardrögin. Breyting á reglugerðinni hefur verið samþykkt í samræmi við þau drög sem voru til kynningar, sbr. reglugerð nr. 398/2018, sem birt hefur verið í B-deild Stjórnartíðinda.

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 06.03.2018–13.03.2018. Umsagnir voru birtar í gáttinni að umsagnarfresti liðnum. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 26.04.2018.

Málsefni

Með drögum þessum er lögð til breyting á ákvæði reglugerðarinnar um hámarksfjárhæð vinninga í söfnunarkössum sem eru á vínveitingastöðum og í spilasölum.

Hér er lögð til breyting á 2. mgr. 7. gr. reglugerðar um söfnunarkassa nr. 320/2008. Með breytingunni er stefnt að því að jafna samkeppnisstöðu á milli söfnunarkassa og happdrættisvéla. Er lagt til að breyting verði gerð á hámarksfjárhæð vinninga í söfnunarkössum sem eru á vínveitingastöðum og í spilasölum, sbr. b-lið 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar. Lagt er til að þeir geti að hámarki verið 300.000 kr. í stað 100.000 kr.