Samráð fyrirhugað 20.01.2020—30.01.2020
Til umsagnar 20.01.2020—30.01.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 30.01.2020
Niðurstöður birtar

Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 54/1990 um innflutning dýra.

Mál nr. 11/2020 Birt: 20.01.2020
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Landbúnaður

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (20.01.2020–30.01.2020). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Frumvarp þetta er samið í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Megintilgangur frumvarpsins er að tryggja að Matvælastofnun hafi fullnægjandi úrræði til að framfylgja lögbundnum skyldum sínum.

Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á fyrirkomulagi sóttkvíar hjá verslunaraðilum, aðgengi Matvælastofnunar að innfluttum dýrum sem eru í sóttkví og því að tryggja að starfsmenn stofnunarinnar geti leitað liðsinnis lögreglu sé þeim aftrað í störfum sínum. Meginmarkmið breytinganna er að tryggja það að Matvælastofnun geti sinnt sínu lögbundna hlutverki við að koma í veg fyrir að alvarlegir dýrasjúkdómar berist til landsins, hefta útbreiðslu þeirra og afstýra hættu og tjóni af völdum útbreiðslu dýrasjúkdóma.