Samráð fyrirhugað 21.01.2020—03.03.2020
Til umsagnar 21.01.2020—03.03.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 03.03.2020
Niðurstöður birtar

Landgræðsluáætlun - drög að lýsingu

Mál nr. 12/2020 Birt: 21.01.2020 Síðast uppfært: 21.01.2020
  • Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Umhverfismál

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 21.01.2020–03.03.2020. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Verkefnisstjórn um gerð landgræðsluáætlunar, sem skipuð var af umhverfis- og auðlindaráðherra í júní 2019, hefur tekið saman drög að lýsingu þar sem gerð er grein fyrir þeim áherslum sem fyrirhugað er að hafa við gerð áætlunarinnar, svo sem um forsendur, viðfangsefni og fyrirhugaða kynningu og samráð við mótun áætlunarinnar. Drög að lýsingu verða til kynningar og umsagnar til 3. mars 2020.

Verkefnisstjórn um gerð landgræðsluáætlunar, sem skipuð var af umhverfis- og auðlindaráðherra í júní 2019, hefur tekið saman drög að lýsingu þar sem gerð er grein fyrir þeim áherslum sem fyrirhugað er að hafa við gerð áætlunarinnar, svo sem um forsendur, viðfangsefni og fyrirhugaða kynningu og samráð við mótun áætlunarinnar. Þetta er stefnumótandi áætlun sem gildir til tíu ára í senn, en verður endurskoðuð á fimm ára fresti. Verkefnisstjórn landgræðsluáætlunar er ætlað að hafa samráð við verkefnisstjórn um gerð landsáætlunar í skógrækt til að tryggja samræmingu vinnulags og viðfangsefna, sérstaklega þeirra sem skarast á milli áætlananna.

Í landgræðsluáætlun verður m.a. mótuð framtíðarsýn fyrir aukna jarðvegsvernd, endurheimt vistkerfa og sjálfbæra landnýtingu til langs tíma, markmið verða skilgreind og aðgerðaáætlun sett fram þar sem mælikvarðar á árangur verða skilgreindir. Í áætluninni verður gerð grein fyrir:

a) Hvernig skuli stuðla að framförum í mati á jarðvegsvernd.

b) Hvernig gæði landsins séu best varðveitt.

c) Hvernig nýting lands geti sem best stutt við atvinnu og byggðir í landinu í takt við markmið stjórnvalda.

d) Hvernig best sé að efla og endurheimta röskuð vistkerfi.

e) Tillögum um breytingu á nýtingu lands þar sem það á við (t.d. friðun fyrir ákveðinni landnýtingu o.s.frv.).

Fjallað verður um möguleika á endurheimt vistkerfa á stórum samfelldum svæðum, einkum birki- og víðikjarrs og endurheimt votlendis og sjálfbæra nýtingu lands. Þá verður hugað að endurheimt vistkerfa á friðlýstum svæðum þar sem það á við og nýtingu lífrænna efna, s.s. moltu og húsdýraáburðar, til landgræðslu. Horft verður til samlegðaráhrifa landgræðslu, loftslagsmála og líffræðilegrar fjölbreytni og fjallað um notkun plöntutegunda í landgræðslu. Einnig verður skoðað hvernig auka megi þátttöku einstaklinga, félagasamtaka, sjálfboðaliða, einkaaðila o.fl. í landgræðslustarfinu.

Drög að lýsingu eru unnin af verkefnisstjórn um gerð landgræðsluáætlunar. Umsögnum um lýsingu vinnu við landgræðsluáætlun skal skilað í samráðsgátt stjórnvalda og er frestur til þess til 3. mars næstkomandi.

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.