Samráð fyrirhugað 22.01.2020—05.02.2020
Til umsagnar 22.01.2020—05.02.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 05.02.2020
Niðurstöður birtar 08.07.2020

Drög að frumvarpi til breytinga á lögum nr. 40/2013 um endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi (skýrsluskil o.fl.)

Mál nr. 13/2020 Birt: 22.01.2020 Síðast uppfært: 08.07.2020
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Orkumál
  • Umhverfismál

Niðurstöður birtar

Sjá greinargerð um samráð með frumvarpi. https://www.althingi.is/altext/150/s/0985.html

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 22.01.2020–05.02.2020. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 08.07.2020.

Málsefni

Drög að frumvarpi til breytinga á lögum um endurnýjanlegt eldsneyti vegna fyrirhugaðrar innleiðingar í landsrétt á tilskipun 2015/1513/ESB, frá 9. september 2015, sem breytir tilskipun 2009/28/EB um að auka notkun orku frá endurnýjanlegum orkugjöfum

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi til laga til breytinga á lögum um endurnurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi nr. 40/2013.

Tilefni frumvarpsins er fyrirhuguð innleiðing í landsrétt á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2015/1513/ESB, frá 9. september 2015, sem breytir tilskipun 98/70/EB um gæði bensíns og dísileldsneytis og tilskipun 2009/28/EB um að auka notkun orku frá endurnýjanlegum orkugjöfum.

Samkvæmt frumvarpinu er lagt það fyrirkomulag að ráðherra skuli í reglugerð kveða á um hvaða tegundir endurnýjanlegs eldsneytis megi telja tvöfalt á við sama magn annars endurnýjanlegs eldsneytis, til að uppfylla skilyrði 1. mgr. Í þeirri reglugerð verður settur fram listi yfir það eldsneyti sem má telja tvöfalt til uppfyllingar skilyrða 1. mgr. Sá listi verður samhljóða nýjum viðauka IX tilskipunar 2009/28/ESB sem bætist við með gildistöku tilskipunar 2015/1513/ESB.

Með frumvarpinu er lagt til að felld verði niður sú krafa sem kemur fram í 5. mgr. 3. gr. laganna að ef hlutfall endurnýjanlegs eldsneytis sé meira en 10% af rúmmáli eldsneytisblöndu skuli slíkt vera tilgreint með skýrum hætti á sölustað.

Þetta er í samræmi við niðurfellingu samsvarandi ákvæðis í tilskipun 2009/28/ESB með gildistöku tilskipunar 2015/1513/ESB. Almenn upplýsingaákvæði um verð- og eldsneytismerkingar á sölustað er að finna í gr. 7 í tilskipun 2014/94/ESB sem innleidd verður hér með breytingum á reglu 385/2007 um verðmerkingar á bifreiðaeldsneyti sem hefur stoð í lögum nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu.

Umsögnum skal skilað eigi síðar en 5. febrúar 2020 í samráðsgátt.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Benedikt Sveinbj. Benediktsson - 27.01.2020

Góðan dag.

Frumvarpsdrögin voru birt til umsagnar hinn 22. janúar sl. Frestur til að skila inn umsögnum rennur út 31. janúar nk. Með réttu ætti umsagnarfresturinn í fyrsta lagi að renna út hinn 5. febrúar nk.

Ég leyfi mér að benda á 2. mgr. 9. gr. samþykktar ríkisstjórnarinnar um undirbúning og frágang stjórnarfrumvarpa og stjórnartillagna, sbr. 10. gr. reglna um starfshætti ríkisstjórnar en þar segir:

"Drög að lagafrumvörpum skulu kynnt almenningi og hagsmunaaðilum í opnu samráði og kostur gefinn á umsögnum og ábendingum. Þetta á þó ekki við ef sérstök rök mæla gegn slíkri birtingu, svo sem ef mál er sérlega brýnt. Hæfilegur frestur skal gefinn til athugasemda, að minnsta kosti tvær vikur."

Benedikt S. Benediktsson

lögfræðingur

SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu

Afrita slóð á umsögn

#2 CRI hf. - 31.01.2020

Meðfylgjandi er umsögn um drög að frumvarpi til laga er varða breytingar á lögum nr 40/2013

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 N1 ehf. - 31.01.2020

N1 hefur fengið til umsagnar drög að frumvarpi til breytinga á lögum nr. 40/2013. N1 gerir ekki athugasemdir við frumvarpið.

N1/Magnús Ásgeirsson

Afrita slóð á umsögn

#4 Samtök iðnaðarins - 04.02.2020

Meðfylgjandi er umsögn Samtaka iðnaðarins um mál nr. 13/2020

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Orkustofnun - 05.02.2020

Meðfylgjandi er umsögn um drög að frumvarpi til breytingar á lögum um endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Benedikt Sveinbj. Benediktsson - 05.02.2020

Meðfylgjandi er umsögn SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu um drög að frumvarpi til breytinga á lögum nr. 40/2013 um endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi (skýrsluskil o.fl.).

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Skeljungur - 07.02.2020

Viðhengi