Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 28.1.–12.2.2020

2

Í vinnslu

  • 13.2.2020–10.1.2021

3

Samráði lokið

  • 11.1.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-17/2020

Birt: 28.1.2020

Fjöldi umsagna: 0

Áform um lagasetningu

Mennta- og barnamálaráðuneytið

Leikskólar, grunnskólar, önnur skólastig og stjórnsýsla mennta- og barnamála

Áform um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á málefnasviði mennta- og menningarmálaráðuneytis vegna gildistöku laga um opinber fjármál nr. 123/2015.

Niðurstöður

Engar umsagnir bárust.

Málsefni

Áformaðar eru nauðsynlegar breytingar og leiðréttingar á ýmsum lögum á málefnasviði mennta- og menningarmálaráðuneytis í kjölfar gildistöku laga um opinber fjármál nr. 123/2015.

Nánari upplýsingar

Í frumvarpinu verða lagðar til ýmsar nauðsynlegar leiðréttingar og breytingar á lögum er heyra undir málaefnasviði mennta- og menningarmálaráðuneytis til að þau samrýmist lögum um opinber fjármál nr. 123/2015. Við gildistöku laga um opinber fjármál voru gerðar voru breytingar á fyrirkomulagi fjárveitinga en meðal þess sem breytist var ákvörðun um fjárveitingar, ákvörðun um styrkveitingar og framlög, stefnumótun á málaefnasviðum og fyrir málaflokka og ársskýrsla ráðherra. Stefnt er að því að færa gildandi lög sem heyra undir málaefnasviði ráðuneytisins í rétt horf svo að þau samrýmist reglum um málsmeðferð og ýmis önnur atriði í lögum um opinber fjármál.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Mennta- og menningarmálaráðuneyti

mrn@mrn.is