Samráð fyrirhugað 28.01.2020—12.02.2020
Til umsagnar 28.01.2020—12.02.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 12.02.2020
Niðurstöður birtar 11.01.2021

Áform um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á málefnasviði mennta- og menningarmálaráðuneytis vegna gildistöku laga um opinber fjármál nr. 123/2015.

Mál nr. 17/2020 Birt: 28.01.2020 Síðast uppfært: 11.01.2021
  • Mennta- og menningarmálaráðuneytið
  • Áform um lagasetningu
  • Málefnasvið:
  • Leikskólar, grunnskólar, starfsnám og stjórnsýsla mennta- og menningarmála

Niðurstöður birtar

Engar umsagnir bárust.

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 28.01.2020–12.02.2020. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 11.01.2021.

Málsefni

Áformaðar eru nauðsynlegar breytingar og leiðréttingar á ýmsum lögum á málefnasviði mennta- og menningarmálaráðuneytis í kjölfar gildistöku laga um opinber fjármál nr. 123/2015.

Í frumvarpinu verða lagðar til ýmsar nauðsynlegar leiðréttingar og breytingar á lögum er heyra undir málaefnasviði mennta- og menningarmálaráðuneytis til að þau samrýmist lögum um opinber fjármál nr. 123/2015. Við gildistöku laga um opinber fjármál voru gerðar voru breytingar á fyrirkomulagi fjárveitinga en meðal þess sem breytist var ákvörðun um fjárveitingar, ákvörðun um styrkveitingar og framlög, stefnumótun á málaefnasviðum og fyrir málaflokka og ársskýrsla ráðherra. Stefnt er að því að færa gildandi lög sem heyra undir málaefnasviði ráðuneytisins í rétt horf svo að þau samrýmist reglum um málsmeðferð og ýmis önnur atriði í lögum um opinber fjármál.