Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 30.1.–13.2.2020

2

Í vinnslu

  • 14.2.2020–19.1.2021

3

Samráði lokið

  • 20.1.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-20/2020

Birt: 30.1.2020

Fjöldi umsagna: 0

Drög að reglugerð

Mennta- og barnamálaráðuneytið

Leikskólar, grunnskólar, önnur skólastig og stjórnsýsla mennta- og barnamála

Drög að reglugerð um lýðskóla

Niðurstöður

Engar umsagnir bárust við drögin. Reglugerð nr. 730/2020 um viðurkenningu lýðskóla má finna í Stjórnartíðindum.

Málsefni

Mennta- og menningarmálaráðuneytið kynnir til umsagnar drög að reglugerð sem byggir á lögum um lýðskóla nr. 65/2019 sem voru samþykkt á Alþingi 11. júní 2019.

Nánari upplýsingar

Mennta- og menningarmálaráðuneytið kynnir til umsagnar drög að reglugerð sem byggir á lögum um lýðskóla nr. 65/2019 sem voru samþykkt á Alþingi 11. júní 2019. Samkvæmt 12. gr. er ráðherra veitt heimild til setningar reglugerðar til að kveða nánar á um framkvæmd laganna, m.a. um hvaða skilyrði skólar þurfa að uppfylla til að fá viðurkenningu til að starfa undir heitinu lýðskóli.

Í 2. gr. reglugerðardraganna er fjallað um að Menntamálastofnun muni annast veitingu og afturköllun viðurkenninga. Jafnframt er kveðið á um að viðurkenning sé ávallt skilyrt því að lýðskóli uppfylli 6. tölul. 2. mgr. 3. gr laga um lýðskóla en hann kveður á um lágmarksaldur nemenda (18 ár), lágmarksfjölda þeirra yfir þriggja ára tímabil og lágmarkslengd náms. Þessi skilyrði eru dregin fram til að tryggja betur að markmið laga um lýðskóla náist. Jafnframt er fjallað um afturköllun viðurkenningar.

Í 3. gr. reglugerðardraganna eru talin upp þau gögn og upplýsingar sem fræðsluaðili þarf að skila inn til Menntamálastofnunar í ellefu töluliðum.

Í 4. gr. er fjallað um upplýsingaskyldu til stjórnvalda.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Mennta- og menningarmálaráðuneyti

mrn@mrn.is