Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 31.1.–28.2.2020

2

Í vinnslu

  • 29.2.–2.6.2020

3

Samráði lokið

  • 3.6.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-21/2020

Birt: 31.1.2020

Fjöldi umsagna: 3

Drög að reglugerð

Heilbrigðisráðuneytið

Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála

Reglugerð um breytingu á ýmsum reglugerðum vegna útgáfu starfsleyfa og sérfræðileyfa heilbrigðisstétta (ákvæði til bráðabirgða)

Niðurstöður

Reglugerð hefur verið birt á vef Stjórnartíðinda og fengið númerið 401/2020.

Málsefni

Breytingin lýtur að gildi eldri leyfa og ákvæða til bráðabirgða í reglugerðir um starfsleyfi og sérfræðileyfi heilbrigðisstarfsmanna um útgáfu leyfa á grundvelli náms er eldri réttarheimildir giltu.

Nánari upplýsingar

Tilefni þess að lagt er til að bætt verði ákvæði til bráðabirgða í reglugerðir um starfsleyfi og sérfræðileyfi heilbrigðisstarfsmanna er vegna tveggja kærumála sem bárust ráðuneytinu. Í ljós kom að viðkomandi aðilum hafði láðst að sækja um leyfi að námi loknu á grundvelli eldri laga og reglugerða, en nám eða menntastofnun í viðkomandi starfsgreinum hafði breyst við gildistöku laga um heilbrigðisstarfsmenn, nr. 34/2012, og reglugerða um hverja stétt frá árinu 2012. Voru að mati landlæknis því í framangreindum kærum skilyrði laga og reglugerða frá árinu 2012 ekki uppfyllt.

Við frekari skoðun kom í ljós að láðst hafði að setja inn ákvæði til bráðabirgða í reglugerðir sem settar voru um hverja stétt eftir gildistöku laga nr. 34/2012 og gefa þannig þeim, sem ekki höfðu sótt um starfsleyfi eða voru enn í námi sem taka myndi breytingum við gildistöku reglugerðanna árið 2012, kost á að sækja um starfsleyfi á grundvelli þess náms sem þeir höfðu stundað eða voru enn í námi á grundvelli eldri laga og reglugerða.

Auk þess var ákveðið að setja inn nýja grein varðandi gildi eldri leyfa sem byggðust á fyrri réttarheimildum.

Stefnt er að því að frestur til að sækja um starfsleyfi á grundvelli ákvæða til bráðabirgða verði hálft ár frá gildistöku reglugerðarinnar.

Til upplýsingar verður ekki kveðið á um eftirfarandi stéttir í umræddri reglugerð:

• Tannsmiði en þeir voru löggiltir sem heilbrigðisstétt með lögum nr. 34/2012. Í reglugerð um starfsleyfi tannsmiða nr. 1123/2012 var sett ákvæði þess efnis að eldri réttindi héldu gildi sínu, en námið var iðnnám fyrir löggildingu stéttarinnar sem heilbrigðisstétt.

• Þegar heyrnarfræðingar voru löggiltir sem heilbrigðisstétt árið 2018 var ekki talinn grundvöllur til að setja ákvæði er tæki til eldri starfsréttinda, né var ekki sett ákvæði til bráðabirgða um þá sem ekki uppfylltu skilyrði um menntun samkvæmt reglugerðinni, en höfðu starfað lengi í greininni og aflað sér sambærilegrar menntunar og handleiðslu, en unnið er að endurskoðun á þeirri reglugerð í ráðuneytinu.

• Unnið er að breytingu á reglugerð um starfsleyfi og sérfræðileyfi lækna og var því ákveðið að taka þessa breytingu inn í þá vinnu.

Sjá allar reglugerðir um starfsleyfi og sérfræðileyfi heilbrigðisstétta: https://www.reglugerd.is/reglugerdir/24/24c/

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa innviða heilbrigðisþjónustu

hrn@hrn.is