Samráð fyrirhugað 07.02.2020—28.02.2020
Til umsagnar 07.02.2020—28.02.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 28.02.2020
Niðurstöður birtar 14.04.2020

Tillaga um að færa námslok félagsliða af hæfniþrepi 2 á hæfniþrep 3

Mál nr. 26/2020 Birt: 07.02.2020 Síðast uppfært: 14.04.2020
  • Mennta- og menningarmálaráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Framhaldsskólastig

Niðurstöður birtar

Í kjölfar minnisblaðs frá 24. janúar 2020 var tillaga Menntamálastofnunar um að námslok félagsliða verði færð af 2. hæfniþrepi á 3. hæfniþrep birt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda í 3 vikur frá 7.-28. febrúar 2020. Alls bárust 24 umsagnir sem allar voru jákvæðar en 6 aðilar höfðu áhyggjur af framkvæmd.

Nánar um niðurstöður

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 07.02.2020–28.02.2020. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 14.04.2020.

Málsefni

Mennta- og menningarmálaráðuneyti kynnir til umsagnar áform um færa námslok félagsliða af hæfniþrepi 2 á hæfniþrep 3. Ástæða breytingarinnar er að frá árinu 2011 þegar námslokin voru metin á 2. hæfniþrep hafa kröfur aukist til muna, sem gerðar eru til hæfni félagsliða í þjónustu og umönnun við skjólstæðinga sína.

Mennta- og menningarmálaráðuneyti kynnir til umsagnar áform um færa námslok félagsliða af hæfniþrepi 2 á hæfniþrep 3. Ástæða breytingarinnar er að frá árinu 2011 þegar námslokin voru metin á 2. hæfniþrep hafa kröfur sem gerðar eru til hæfni félagsliða í þjónustu og umönnun við skjólstæðinga sína, aukist til muna. Gerð er aukin krafa á dýpkun faglegra þátta og sjálfstæði í starfi og að félagsliði axli meiri ábyrgð á stjórnun, framkvæmd og eftirliti með félagslegri umönnun, geti miðlað flóknari upplýsingum til fjölbreyttari hópa og tekið þátt í faglegri þróunarvinnu.

Starfsgreinaráð félags- og heilbrigðisgreina hefur farið yfir og endurmetið hæfnikröfur og starfalýsingu félagsliða á 3. hæfniþrep. Menntamálastofnun hefur farið yfir tillögurnar með hagsmunaaðilum og leggur til að námslokin verði sett á 3 hæfniþrep.

Ef breytingin verður samþykkt mun ný námsbrautalýsing vera unnin innan framhaldsskólakerfisins. Jafnframt verður unnin starfstengd námskrá innan framhaldsfræðslukerfisins sem mun gilda inn í nám félagsliða í framhaldsskólum. Fulltrúar beggja kerfa munu skoða hvaða hæfniþættir á námsbraut félagsliða falla að hlutverki framhaldsfræðslunnar. Í framhaldi verður gerð yfirlýsing um einingamat milli námsleiða fyrir verðandi félagsliða innan framhaldsfræðslu og í framhaldsskóla.

Ávinningur þess að færa námslok félagsliða upp um eitt þrep í hæfnirammanum er aukin fagmennska og hæfni til að veita félagslegan stuðning til ólíkra hópa um leið og skýrleiki menntunar þeirra er aukinn m.t.t. tengsla við önnur skólastig og stíganda í námi.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Sigurbjörg Sara Róbertsdóttir - 11.02.2020

Ég fagna þessum breytingum að félagsliðarnámið verði sett uppí 3 hæfnisþrep. Það skiptir öllu máli fyrir samfélagið okkar.

Mikilvægt er að efla sjálfstæði félagsliða í starfi. Félagsliðar vinna margir hverjir sjálfstætt og þá þarf félagsliðinn að geta tekið ákvörðun um ástand skjólstæðing hér og nú, hvað skal gera.

Stofnanir eru að þróast mjög hratt og þarf námið að viðhaldast við það. Við félagsliðar vinnum mjög mikið sjálfstætt og það þarf að efla það en meira og einnig erum við með gott sjálfstraust á eigin getu. Kröfur á félagsliðana eru miklar og þarf námið og starf að haldast í hendur.

Aukin ábyrð hefur alltaf verið en meiri á félagsliðum. Aukið álag er mikið á stofnunum og hefur ábyrð félagsliðana verið mikil, félagsliðar vinna að því að bera ábyrgð á, skipuleggja ýmislegt og útfæra faglegt starf og sinna fjölbreyttum verkefnum með skjólstæðingum sínum. Einnig hafa félagsliðar verið með aukin ábyrð að framkvæma og eftirlit með skráningu á þjónustu við skjólstæðinga inní kerfið. Ef skráning verður ekki þá verða samskiptaleysi inná stofnunum.

Kær kveðja

Sigurbjörg Sara Róbertsdóttir

Formaður Félag Íslenskra Félagsliða

Afrita slóð á umsögn

#2 Þorbjörg Helgadóttir - 20.02.2020

Ég styð þessa tillögu, er sjálf búin að taka viðbótarnám, mín menntun fór öll fram frá Borgarholtsskóla lærði mikið í mínu námi en ekki síst í viðbótarnáminu og starfsnáminu sem í viðbótinni fólst.

Afrita slóð á umsögn

#3 Sveinbjörg Guðnadóttir - 21.02.2020

Ég fagna þessum breytingum og þakka þeim einstaklingum sem hafa verið að vinna í þeim.

Kveðja Sveinbjörg Guðnadóttir

Félagsliði

Hveragerði

Afrita slóð á umsögn

#4 Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir - 23.02.2020

Meðfylgjandi er umsögn verkefnastjóra endurhæfingar í heimahúsi hjá Reykjavíkurborg tengt tillögu um að færa námslok félagsliða af hæfniþrepi 2 yfir á hæfniþrep 3.

Bestu kveðjur,

Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir verkefnastjóri

Iðjuþjálfi, MA í norrænum öldrunarfræðum (NordMaG)

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Anna Lilja Ottósdóttir - 23.02.2020

Ég styð heilshugar þessa tillögur og breytingar

Kv Anna Lilja

Afrita slóð á umsögn

#6 Lovísa Bylgja Kristjánsdóttir - 23.02.2020

Ėg styð þessa tillögu

Hef lokið félagsliðanáminu og vinn við það

Kveðja Lovīsa Bylgja

Afrita slóð á umsögn

#7 Minney Ragna Eyþórsdóttir - 23.02.2020

Mér líst mjög vel á það að félagsliðanámið sé metið meira en það er gert í dag. Svo ég segi já við breytinguni úr 2 þrepum upp í 3 þrep.

Kveðja Minney

Afrita slóð á umsögn

#8 Elísabet Metta Grétarsdóttir - 24.02.2020

Ég styð þessa tillögu .

kv Elísabet Metta

Afrita slóð á umsögn

#9 Sameyki - stéttarfélag í almannaþjónustu - 25.02.2020

Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu styður fyrirliggjandi tillögu um að námslok félagsliða verði færð af hæfniþrepi 2 á hæfniþrep 3, samanber meðfylgjandi viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#10 Anna María Þórðardóttir - 25.02.2020

Ég styð þessa breytingu. Það er mikill styrkur að hafa félagsliða í starfsliðinu og þeir eru sem hafa starfað hjá mér hafa tekið aukna ábyrgð og skilað sínu starfi vel. Það er nauðsynlegt að meta vinnuframlag þeirra að verðleikum svo fólk haldi áfram að mennta sig því fyrir mér eru félagsliðar mikilvægir í velferðakerfinu okkar.

Anna María Þórðardóttir

Forstöðuþroskaþjálfi

Afrita slóð á umsögn

#11 Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar - 26.02.2020

Við fögnum því að félagsliðanám sem fært á 3ja þrep íslenska hæfnirammans og teljum það vera í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til starfsins.

Að því sögðu gerum við eftirfarandi athugasemdir:

1. Upplýsingar um þessar breytingar bárust ekki SÍMEY þrátt fyrir að hafa sinnt brúarnámi félagsliða í tæp 10 ár. Þetta þýðir að við vitum ekki hvernig við eigum að bregðast við gagnvart þeim nemendum sem skráðir eru í námið.

2. Stór hluti nemenda í þessu námi eru starfandi á vettvangi og koma í námið í gegnum raunfærnimat á móti viðmiðum námskrár félagsliðabrautar. Vegna skorts á upplýsingum og því að ný námskrá er ekki tilbúin, þá er ekki hægt að tryggja raunfærnimat í þessum greinum að svo stöddu. Það getur komið niður á aðsókn í námið.

Tryggja þarf að þessi breyting verði unnin með þeim hætti að hún skaði ekki þá sem eru nú skráðir í námið/ eða eru í námi innan framhaldsfræðslunnar. Tryggja þarf útfærsluna og ákveða hvaða leiðir bjóðast þeim sem ljúka og hafa lokið náminu á öðru þrepi. Ef til á að vera undirbúningsnám/ aðfaranám þá þarf að fara yfir það og útfæra þannig að það henti og tengist áframhaldandi námi. Einnig þarf að huga að raunfærnimati og endurskoða það. Raunfærnimatið hefur verið mikill hvati fyrir fólk með reynslu til að taka það skref að hefja nám. Tryggja þarf að þessi breyting sé hugsuð alla leið og að ekki verði til flöskuhálsar í kerfinu sem trufli nýliðun í faginu og þá sem eru nú í námi.

Afrita slóð á umsögn

#12 Kvasir,samtök fræðslu/símenntst - 27.02.2020

Kvasir, samtök fræðslu- og símenntunarstöðvar senda inn umsögn þá er birtist hér í viðhengi.

Stjórn Kvasis

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#13 Fræðslunetið-símenntun á Suðurlandi ses. - 27.02.2020

Fræðslunetið símenntun á Suðurlandi gerir þær athugasemdir við ofangreinda tillögu, sem fram koma í hjálögðu viðhengi.

F. h. Fræðslunetsins

Eyjólfur Sturlaugsson

framkvæmdastjóri

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#14 Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum - 27.02.2020

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum gerir þær athugasemdir við ofangreinda tillögu, sem fram koma í hjálögðu viðhengi.

F. h. MSS

Guðjónína Sæmundsdóttir

Forstöðumaður MSS

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#15 Helga Guðrún Erlingsdóttir - 27.02.2020

Félagsliðar hafa starfað á Öldrunarheimili Akureyrar í tíu ár. Stöðugt eru auknar kröfur um þekkingu og hæfni starfsmanna samhliða veikari einstaklingum sem koma í þjónustu í dagþjálfun og fasta búsetu. Það þarf að aðlaga sig breyttum mannlegum aðstæðum á hverjum degi. Lesa út hvernig viðkomandi líður, ræða málin, styðja, hvetja eins og hægt er. Einnig að vita hvenær er komið nóg, hvenær þarf viðkomandi af fá næði og vera í friði. Mikil og stöðug samskipti eru í þessu starfi því er mikilvægt að hafa þekkingu á atriðum sem hjálpa í samskiptum bæði skjólstæðinga og samstarfsfólks. Nám félagsliða nýtist vel, þeir hafa þekkingu á sjúkdómum, meðferðum og öðrum lausnum sem skilar sér í betri einstaklingsmiðaðri umönnun og aukinni vellíðan skjólstæðinga. Mikið er lagt upp úr því að draga úr einmannaleika, leiða og vanmáttarkennd og í félagsliðanáminu er sérstök áhersla lögð á sálfélagslega þætti. Þeir skipuleggja störf sín og vinna sjálfstætt.

Við mælum eindregið með að nám félagsliða verði fært upp á hæfniþrep þrjú.

Helga G. Erlingsdóttir framkvæmdarsjóri Öldrunarheimila Akureyra

Friðný B. Sigurðardóttir forstöðumaður þjónustusviðs.

Afrita slóð á umsögn

#16 Valgerður Kr Guðbjörnsdóttir - 27.02.2020

Ég tel afar mikilvægt að námslok félagsliða verði færð af hæfniþrepi 2 yfir á hæfniþrep 3. þar sem með hækkandi lífaldri þá er aukning á þeim sem eru 67 ára og eldri miðað við þá sem yngri eru. Þess vegna er mikilvægt að hvetja þá sem vinna við aðhlynningu til að mennta sig og styðja við félagslega þáttöku. Til að styðja við þær þarfir samfélagsins sem einkennast af sífellt flóknari og oft krefjandi aðstæðum og krefjast sjálfstæðra vinnubragða

Félagsliðar hafa starfað á hjúkrunarheimilum undanfarin 10 ár og í samvinnu minni við þá sé ég hveru mikilvægt starf þeir eru að vinna.

Stöðugt eru auknar kröfur um þekkingu og hæfni starfsmanna samhliða veikari einstaklingum sem koma til fastrar búsetu á hjúkrunarheimilum og í dagdvalir eða dagþjálfanir. Það starfsfólk sem vinnur með öldruðum þarf að aðlaga sig breyttum mannlegum aðstæðum á hverjum degi og þarf að hafa þekkingu og hæfni til að sinna oft krefjandi verkenfum í erfiðum aðstæðum. Lesa úr líðan einstaklingsins, geta rætt málinr, stutt og hvatt einstaklinginn eins og mögulegt er. Einnig er mikilvægt að vita hvenær viðkomandi þarf fá næði og vera í ró og friði. Mikil og stöðug samskipti eru í starfi félagsliða og er því er mikilvægt að hafa þekkingu á atriðum sem hjálpa í samskiptum við skjólstæðinga, samstarfsfólks og aðstandendur sem er stór hluti af starfinu. Nám félagsliða nýtist vel við alla ofangreinda þætti, þeir hafa þekkingu á sjúkdómum, meðferðum og öðrum lausnum sem skilar sér aukinni vellíðan einstaklinganna þar sem betri einstaklingsmiðuð umönnun er viðhöfð. Í félagsliðanáminu er mikið lagt upp úr að draga úr einmanaleika, vanmáttakennd og leiða þar sem áhersla er lögð á sálfélagslega þætti.

Ég mæli með því af heilum hug að nám félagsliða verði fært upp á hæfniþrep þrjú.

Valgerður K. Guðbjörnsdóttir, Hjúkrunarfræðingur

Afrita slóð á umsögn

#17 Sólveig Hildur Björnsdóttir - 27.02.2020

Mímir-símenntun gerir ekki athugasemd við að nám félagsliða verði fært upp á þriðja þrep á Íslenska hæfnirammanum um nám, svo lengi sem hagsmunir fullorðinna sem tilheyra markhópi framhaldsfræðslulaga séu tryggðir með því að þeim standi áfram til boða að sækja námið og ljúka því hjá símenntunarmiðstöð og njóti til þess fjárstyrks frá Fræðslusjóði eins og verið hefur. Þeir njóti áfram kennsluhátta og aðstöðu til náms sem miðast við þarfir fullorðins fólks.

Skýringar og athugasemdir eru í viðhengi.

Virðingarfyllst,

f.h. Mímis-símenntunar,

Sólveig Hildur Björnsdóttir

Framkvæmdastjóri

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#18 Sigríður Sigurðardóttir - 28.02.2020

Sem fræðslustjóri Grundarheimilanna þriggja, Grundar, Markar og Áss styð ég þessa breytingu. Félagsliðar hafa unnið gott starf innan okkar heimila og það er sífellt meiri þörf á menntuðu fólki til starfa í öldrunarþjónustunni. Félagsliðar sinna fjölbreyttum verkefnum hjá okkur undir stjórn og leiðsögn hjúkrunarfræðinga og eru mikilvægur hluti af starfsmannahópnum. Aukin menntun þeirra mun því nýtast bæði þeim og okkur í starfi þeirra.

Afrita slóð á umsögn

#19 Alþýðusamband Íslands - 28.02.2020

Meðfylgjandi er umsögn ASÍ um tillögu um að færa námslok félagsliða af hæfniþrepi 2 á hæfniþrep 3

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#20 Starfsgreinasamband Íslands - 28.02.2020

Starfsgreinasamband Íslands styður fyrirliggjandi tillögu um að námslok félagsliða verði færð af hæfniþrepi 2 á hæfniþrep 3, sbr. viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#21 BSRB - 28.02.2020

Í viðhengi er umsögn BSRB.

Virðingarfyllst,

Dagný Aradóttir Pind

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#22 Þóra Leósdóttir - 28.02.2020

Það er mikið framfaraskref að færa eigi nám félagsliða á hæfniþrep 3. Velferðarþjónusta mun halda áfram að breytast í takt við þróun í aldurssamsetningu þjóðarinnar auk þess sem nútímanálgun í þjónustu við fólk sem hefur stuðningsþarfir gerir aðrar kröfur en áður. Umönnun, stuðningur og þjálfun þarf að vera einstaklingsmiðuð og hafa það markmið að efla heilsu, færni, þátttöku og lífsgæði. Mikilvægt er að þjónustuþegarnir sjálfir skilgreini eigin þarfir með góðum og faglegum stuðningi og viðurkenndum matsleiðum. Í ljósi þessa er brýnt að hækka menntunarstig starfsfólks sem vinnur í nánasta umhverfi þjónustuþegans og veitir honum stuðning við athafnir daglegs lífs og þátttöku. Á hinn bóginn er mikilvægt að hafa hugfast að þarfir markhópsins sem nefndur er í tillögunni eru oft býsna flóknar og margþættar. Í því ljósi er mikilvægt að félagsliðar starfi náið með háskólmenntuðum heilbrigðisstéttum í þverfaglegum teymum. Þannig er betur hægt að tryggja þeim nauðsynlega handleiðslu, þjálfun og stuðning í þessu flókna starfsumhverfi. Félagsliðar eru lykilstarfsmenn þegar fylgja þarf eftir áætlunum er byggja á greiningu á þörfum þjónustuþega og taka mið af gagnreyndri þekkingu og viðurkenndu verklagi (e. best practice). Því er brýnt að verkefnin og þjónustan sé leidd af háskólamenntuðu fagfólki á heilbrigðis- og félagssviði.

Þóra Leósdóttir, sjúkraliði og iðjuþjálfi MPM

formaður Iðjuþjálfafélags íslands

Afrita slóð á umsögn

#23 Arna Jakobína Björnsdóttir - 28.02.2020

Nám til félagsliða á þriðja hæfniþrepi er nauðsynlegt eins og starfið hefur þróast og hver staða og markmið eru með þjónustu við hóp þeirra sem félagsliðar sinna.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#24 Marín Björk Jónasdóttir - 28.02.2020

Borgarholtsskóli fagnar því að félagsliðanám sé skilgreint á þriðja hæfniþrepi og telur það löngu tímabært.

Kröfur á starfandi félagsliða hafa breyst töluvert síðan Borgarholtsskóli hóf að kenna þetta nám í lok síðustu aldar, enda samfélagið tekið miklum breytingum. Fjölgun eldri borgara og öryrkja hefur t.d verið mikil á síðustu áratugum og um leið hafa kröfur til velferðarþjónustu aukist til muna og mun fleiri þurfa sértæka aðstoð en áður.

Hæfnikröfur félagsliða hafa því verið endurskoðaðar með þessar staðreyndir að leiðarljósi. Eftir að ljóst var að kröfur til félagsliða voru sífellt að aukast á vettvangi kölluðu starfandi félagsliðar eftir aukinni menntun sem myndi efla hæfni þeirra til að starfa sjálfstætt og bregðast við fjölbreyttari þörfum þjónustuþega af meiri fagmennsku. Borgarholtsskóli svaraði kallinu með því að setja af stað viðbótarnám fyrir menntaða félagsliða sem fór af stað árið 2012. Fljótlega varð ljóst af samtölum við stjórnendur og starfandi félagsliða mikilvægi þess að námið yrði allt fært á þriðja hæfniþrep sem heildstætt nám. Nám sem gæfi félagsliðum aukna hæfni til að sinna þjónustuþegum af fagmennsku og takast á við þá auknu kröfu um sjálfstæði og ábyrgð sem farið er að gera til félagsliða.

Kröfur til félagsliða um sjálfstæði í starfi hafa orðið æ sterkari t.d. vegna aukinnar áherslu umönnunarkerfisins á notendastýrða, persónulega aðstoð. Félagsliðar vinna töluvert að endurhæfingu fólks sem vegna ýmiskonar áfalla, veikinda, félagslegra aðstæðna, öldrunar og/eða þroskaraskana þurfa á sérstökum stuðningi að halda. Vel menntað og hæft starfsfólk ræður miklu um góðan árangur velferðar- og heilbrigðisþjónustunnar og því er mikilvægt að nám félagsliða sé fært upp á þriðja hæfniþrep sem er í takt við þær hæfnikröfur sem gerðar eru í störfum félagsliða í dag. Það ekkert sem bendir til annars en að félagsleg þjónusta í íslensku samfélagi muni þurfa enn fleiri hæfa starfsmenn í framtíðinni, sem geta tekið faglegar ákvarðanir í erfiðum aðstæðum.

Borgarholtsskóli hefur menntað ungt fólk til félagsliðastarfa sem tryggir ungliðun í starfsstéttinni en einnig lagt sig fram um að mæta þörfum fullorðinna námsmanna sem eru á vinnumarkaði. Í upphafi var um síðdegisnám meðfram vinnu að ræða fyrir fullorðna en fyrir nokkrum árum var því breytt í dreifnám fyrir fullorðið fólk m.a. til að mæta þörfum fólks um land allt. Námið fer fram á netinu og í staðbundnum lotum. Nemendur hittast vikulega í gegnum netið og hittast svo í raunheimum 3x á önn og þá eru oft búnar að myndast faglegar og félagslegar tengingar meðal hópsins. Kennslufræðilega er dreifnámið aðlagað að þörfum fullorðins fólks sem tekur námið samhliða vinnu . Kennarar skólans búa yfir mikilli reynslu og hæfni kennslufræðilega til að kenna nemendum á öllum aldri.

Þegar skólinn tekur á móti fullorðnu fólki í námið er tekið mið af starfsreynslu og fyrra námi og það metið til eininga. Einnig hafa margir farið í gegnum raunfærni mat hjá símenntunarmiðstöðvunum og eru þær einingar metnar inn í námið.

Megin áherslan í Borgarholtsskóla hefur snúist um að námið taka mið af þeirri hæfni sem félagsliðastarfið gerir til þeirra sem það velja og þá eru þarfir þjónustuþega settar í fyrsta sæti.