Samráð fyrirhugað 07.02.2020—28.02.2020
Til umsagnar 07.02.2020—28.02.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 28.02.2020
Niðurstöður birtar

Tillaga um að færa námslok félagsliða af hæfniþrepi 2 á hæfniþrep 3

Mál nr. 26/2020 Birt: 07.02.2020 Síðast uppfært: 10.02.2020
  • Mennta- og menningarmálaráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Framhaldsskólastig

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 07.02.2020–28.02.2020. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Mennta- og menningarmálaráðuneyti kynnir til umsagnar áform um færa námslok félagsliða af hæfniþrepi 2 á hæfniþrep 3. Ástæða breytingarinnar er að frá árinu 2011 þegar námslokin voru metin á 2. hæfniþrep hafa kröfur aukist til muna, sem gerðar eru til hæfni félagsliða í þjónustu og umönnun við skjólstæðinga sína.

Mennta- og menningarmálaráðuneyti kynnir til umsagnar áform um færa námslok félagsliða af hæfniþrepi 2 á hæfniþrep 3. Ástæða breytingarinnar er að frá árinu 2011 þegar námslokin voru metin á 2. hæfniþrep hafa kröfur sem gerðar eru til hæfni félagsliða í þjónustu og umönnun við skjólstæðinga sína, aukist til muna. Gerð er aukin krafa á dýpkun faglegra þátta og sjálfstæði í starfi og að félagsliði axli meiri ábyrgð á stjórnun, framkvæmd og eftirliti með félagslegri umönnun, geti miðlað flóknari upplýsingum til fjölbreyttari hópa og tekið þátt í faglegri þróunarvinnu.

Starfsgreinaráð félags- og heilbrigðisgreina hefur farið yfir og endurmetið hæfnikröfur og starfalýsingu félagsliða á 3. hæfniþrep. Menntamálastofnun hefur farið yfir tillögurnar með hagsmunaaðilum og leggur til að námslokin verði sett á 3 hæfniþrep.

Ef breytingin verður samþykkt mun ný námsbrautalýsing vera unnin innan framhaldsskólakerfisins. Jafnframt verður unnin starfstengd námskrá innan framhaldsfræðslukerfisins sem mun gilda inn í nám félagsliða í framhaldsskólum. Fulltrúar beggja kerfa munu skoða hvaða hæfniþættir á námsbraut félagsliða falla að hlutverki framhaldsfræðslunnar. Í framhaldi verður gerð yfirlýsing um einingamat milli námsleiða fyrir verðandi félagsliða innan framhaldsfræðslu og í framhaldsskóla.

Ávinningur þess að færa námslok félagsliða upp um eitt þrep í hæfnirammanum er aukin fagmennska og hæfni til að veita félagslegan stuðning til ólíkra hópa um leið og skýrleiki menntunar þeirra er aukinn m.t.t. tengsla við önnur skólastig og stíganda í námi.

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.