Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 13.–20.2.2020

2

Í vinnslu

  • 21.2.2020–13.9.2021

3

Samráði lokið

  • 14.9.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-28/2020

Birt: 13.2.2020

Fjöldi umsagna: 1

Drög að reglugerð

Matvælaráðuneytið

Landbúnaður

Drög að reglugerð um einangrun og einangrunarstöðvar fyrir gæludýr

Niðurstöður

Litið var til hluta af ábendingum í umsögn.

Málsefni

Með reglugerðinni er lagt til að gerðar verði breytingar á regluverki sem gildir um einangrun og einangrunarstöðvar fyrir hunda, ketti og önnur gæludýr til samræmis við nýja reglugerð um innflutning hunda og katta sem fyrirhugað er að taki gildi 1. mars nk.

Nánari upplýsingar

Ráðuneytið óskaði eftir áhættumati frá Preben Willeberg, fyrrum yfirdýralækni Danmerkur, vegna innflutnings hunda og katta til landsins með sérstakri áherslu á hjálparhunda. Í kjölfarið óskaði ráðuneytið eftir því að Matvælastofnun tæki afstöðu til matsins auk þess að leggja mat á hvort almennt væri mögulegt að stytta almenna einangrun fyrir alla hunda og eftir atvikum ketti. Þá óskaði ráðuneytið eftir því að stofnunin tæki til skoðunar að slaka á kröfum um einangrun fyrir leiðsögu- og hjálparhunda.

Með vísan til álits framangreindra sérfræðinga og til samræmis við þær breytingar sem eru væntanlegar á regluverki sem gildir um innflutning á hundum og köttum til landsins, eru gerðar tillögur um breytingar á regluverki sem gildir um einangrun og einangrunarstöðvar fyrir hunda, ketti og önnur gæludýr. Meginbreytingarnar eru eftirfarandi:

1. Lágmarks dvalartími hunda og katta í einangrunarstöð verður 14 sólarhringar frá upphafsdegi einangrunar í stað fjögurra vikna.

2. Heimaeinangrun á hjálparhundum mun geta farið fram undir eftirliti Matvælastofnunar að því gefna að hjálparhundurinn uppfylli innflutningsskilyrði sem fram koma í nýrri reglugerð um innflutning hunda og katta og aðstaða til heimaeinangrunar uppfylli nýtt ákvæði í reglugerð um einangrun og einangrunarstöðvar fyrir hunda, ketti og önnur gæludýr.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa matvæla og landbúnaðar

postur@anr.is