Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 12.02.2020–27.02.2020.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 02.07.2021.
Frumvarpið er það fyrsta sem lagt er fram til að ná markmiðum nýsamþykktrar þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og aðgerðaráætlun fyrir árin 2019-2023.
Frumvarpið er það fyrsta sem lagt er fram af hálfu ráðherra sveitarstjórnarmála til að ná fram markmiðum nýsamþykktrar þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga. Með þingsályktuninni var stigið mikilvægt skref í þá átt að efla sveitarstjórnarstigið hér á landi, auka sjálfbærni sveitarfélaga og bæta þjónustu við íbúana. Stefnumörkunin í heild, með þeim 11 aðgerðum sem skilgreindar eru, er heildstæð nálgun að umræddu markmiði. Tilgangurinn með áætluninni er að stíga mikilvægt skref í átt að umbótum á opinberri stjórnsýslu hér á landi.
Þegar hefur farið fram víðtækt samráð um efni frumvarpsins, annars vegar með grænbók, stöðumati um stefnumótun í málefnum sveitarfélaga sem var kynnt öllum sveitarstjórnum um leið og hún var sett til umsagnar í samráðsgátt Stjórnarráðsins, og hins vegar með fyrrgreindri þingsályktunartillögu (sjá meðfylgjandi hlekki).
Þó málin séu óskyld, er kannski rökfræðin skyld. En ég hef þurft að lúta þeim lögum og reglugerð sem tilheyra rekstri og leyfi ferðaskrifstofu, þar sem háar tryggingafjárhæðir þurfa að liggja á borðinu, til að leyfi fáist skráð.
Þessi reglugerð hefur verið litlum ferðaþjónustufyrirtækjum ofviða, og þeim eru sett skilyrði til fullrar ábyrgðar og samvinna við stór fyrirtæki ekki samþykkt, vegna þess að bæði fyrirtækin verða að hafa fulla ábyrgð.
Sömu lög gætu átt við sveitarfélög, sem vilja kaupa sig frá vandamálum, en þá gætu lítil sveitarfélög ekki samið við stórt nágranna sveitarfélag um félagslega þjónustu við íbúa sína og fríað sig ábyrgðar, og neitað að sameinast stærra sveitarfélagi.
Þetta er einfaldlega aðför að landsbyggðinni og lýðræði þeirra sem þar búa. Hef séð hvernig sameiningar hafa farið með samfélögin á norðanverðum Vestfjörðum, það er ekki eftirsóknarvert.
Getum litið á Flateyri og Þingeyri sem dæmi, það eru samfélög í dag sem sitja eftir með litla sem enga þjónustu við íbúa. Blábankinn á Þingeyri er dæmi um tapaða varnarbaráttu ekki sigur, þar hvarf bankinn, pósthúsið, sveitarstjórnarskrifstofan og öll störfin sem þar voru. Þar varð síðan sigurganga einhverra, að heldur sérkennilegum sigri, þar sem í dag er eitt starfsgildi.
Þarna töpuðu samfélögin því miður á misvitrum og illa grunduðum ákvörðunum ráðamanna, því enginn stuðningur né þjónusturammi fylgdi bara loforð sem fólk trúði en voru fljótt svikin, allt í nafni sparnaðar.
Það er nokkuð augljóst að beita á samfélög þvingunum til sameininga sama hvað. Sama þótt íbúar sem n.b. hafa líklegast kosið einhverja þingmenn sem styðja þetta frumvarp en eru víðsfjarri því að styðja slíkar aðgerðir, ekki síst fyrir þær sakir að staðreyndir sýna að mislukkaðar sameiningar skila engu nema eilífum varnarbaráttum og samdrætti.
Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um drög að frumvarpi til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga.
Landssamtökin Þroskahjálp vilja benda á eftirfarandi atriði, sjónarmið og rök sem að þeirra mati hafa þýðingu varðandi frumvarpið og óska eftir að til þeirra verði litið við meðferð þess hjá ráðuneyti og Alþingi.
Vandséð er að fámenn sveitarfélög hafi burði og aðstæður til að bjóða upp á margbreytilega og stundum mjög sérhæfða þjónustu sem þeim ber að gera samkvæmt lögum og reglum um þjónustu við fatlað fólk.
Mjög mikilvægt er að sveitarfélög hafi yfir að ráða fjölbreyttum þjónustuúrræðum og nauðsynlegri sérþekkingu í málaflokknum til þess að geta sinnt margbreytilegri þjónustu við fatlað fólk. Faglegur viðbúnaður þarf að vera til staðar svo að unnt sé að mæta þeim þjónustuþörfum sem fyrir hendi eru með tiltölulega skömmum fyrirvara, svo sem vegna fæðingar fatlaðs barns eða flutnings fatlaðs einstaklings í sveitarfélag.
Þá er nauðsynlegt að líta til þess að í lögum um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir og í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, eins og þau eru eftir síðustu breytingar sem gerðar voru á þeim, eru mikilvæg nýmæli sem styrkja rök fyrir nauðsyn þess að sveitarfélög séu nægilega fjölmenn og burðug. Þar má nefna ákvæði um skyldur til að hafa starfsfólk með tiltekna fagmenntun. Fullt tilefni til að hafa af því áhyggjur að það kunni að vera erfitt fyrir fámenn sveitarfélög að hafa starfsfólk í þjónustu sinni sem býr yfir fullnægjandi og sérhæfðri menntun og þekkingu sem nauðsynleg er og krafa er gerð um í nefndum lögum.
Þá má í þessu sambandi einnig nefna ákvæði um notendaráð og notendasamráð og um þjónustuteymi með fullnægjandi sérfræðiþekkingu. Augljóst er að til að geta uppfyllt þessi skilyrði og skyldur sem af þeim leiða svo vel sé er afar æskilegt að sveitarfélög séu ekki of fámenn.
Og síðast en ekki síst. Þegar sveitarfélög eru mjög mörg og misburðug verður en örðugra en nú er fyrir ríkið að standa við þá lagalegu skyldu sína að tryggja jafnræði og samræmi milli búsetusvæða fatlaðs fólks. Í því sambandi verður að líta til þess að það er alvarlegt brot gegn mannréttindum ef íbúum landsins er mismunað á grundvelli búsetu hvað varðar þjónustu þar sem í húfi eru mjög miklir hagsmunir og réttindi þeirra sem hlut eiga og mjög oft er þjónustan forsenda þess að þeir sem á henni þurfa að halda fái notið mikilsverðra mannréttinda í skilningi laga. Einnig verður í þessu sambandi að líta til þess að ósamræmi og/eða ójafnræði á milli búsetusvæða að þessu leyti vegur einnig mjög alvarlega að tækifærum fatlaðs fólks til að flytjast á milli svæða og mest að tækifærum þeirra sem hafa miklar þjónustuþarfir vegna fötlunar sinnar og eru því mest háðir þjónustunni. Rétturinn til að ráða búsetu sinni er mannréttindi í skilningi stjórnarskrár og mannréttindasamninga sem íslenska ríkið hefur fullgilt. Eftir því sem „þjónustueiningarnar“ verða fleiri eykst hætta á ósamræmi milli þeirra eðli máls samkvæmt.
Hreppsnefnd Tjörneshrepps leggst eindregið gegn lögfestingu íbúalágmarks í sveitarfélögum enda hafa engin góð rök verið færð fyrir því að þetta sé byggðum landsins fyrir bestu. Ráðherra málaflokksins hefur látið hafa eftir sér að frumvarpið sé sett fram til þess að snúa við íbúaþróun á landsbyggðinni sem hefur verði neikvæði víðast hvar eins og vel er skrásett. Þetta eru líkast til ein verstu rök sem sett hafa verið fram í íslenskum stjórnmálum þar sem nú þegar er búið að sameina mörg sveitarfélög á landsbyggðinni á svæðum þar sem íbúaþróun hefur verið mjög neikvæð. Sameining sveitarfélaganna hefur ekki haft nein áhrif á íbúaþróun þessara svæða og vandséð hvernig það getur breyst einungis vegar þess að ráðherran segir að það muni gerast.
Eitt af af stóru markmiðum með þessu framlagða frumvarpi er hagræðing í rekstri sveitarfélaga. Þannig hafa verið nefndar til sögunnar upphæðir sem sparist muni ekkert sveitarfélag verða fámennara en 1000 manns. Þetta er í nokkru ósamræmi við reynsluna en svo virðist sem útgjöld hafi hlutfallslega aukist hjá þeim sveitarfélögum sem hafa sameinast.
Bætt þjónusta er líka nefnd til sögunnar. Ekki hefur þó verið sýnt fram á að þjónusta hafi batnað hjá þeim sveitarfélögum sem hafa orðið til eftir sameiningar. Talað hefur verið um aukin verkefni fyrir sveitarstjórnarstigið auk annarra bittlinga sem sveitarfélög sem sameinist fái muni verða af sameiningu. Allt þetta á það þó sammerkt að vera ótímasett, engar upphæðir á fjárlögum merktar þessum verkefnum og bittlingum og er í flestum tilfellum gömul loforð sem búið er að dusta rykið af enn einn ganginn eftir að hafa verið marglofað af ríkisvaldinu í gegnum tíðina án þess að vera nokkurn tíman efnt.
Það væri hægt að skrifa mikið um þetta í viðbót en Hreppsnefnd Tjörneshrepps lætur staðar numið að svo stöddu og vísar þá frekar í umsögn sveitarstjórnar Grýtubakkahrepps um mörg önnur atriði sem ganga engan vegin upp í þessari umræðu allri. Þó verður að setja fram það álit Hreppsnefndar að okkar tilfinning er að ekki sé sagan öll sögð í þessum gjörningi ráðherrans og raunveruleg ástæða fyrir þessu frumvarpi sé aldrei sett fram. Málið er ótrúverðugt að öllu leyti.
Sveitarfélagið Hornafjörður ítrekar fyrri umsögn við frumvarpinu að við sameiningu sveitarfélaga komi til sér fjárframlög úr ríkissjóði í stað þess að skerða það fjármagn sem Jöfnunarsjóður hefur til úthlutunar til sveitarfélaga sbr. 12. gr.
12. gr.
Jöfnunarsjóði sveitarfélaga er heimilt að halda eftir allt að 1.000 millj. kr. af tekjum
sjóðsins á hverju ári á tímabilinu 2020–2035 skv. a-lið, utan þeirrar fjárhæðar sem skal renna til málefna fatlaðs fólks, b-lið og d-lið 8. gr. a laganna, til að mæta greiðslu á sérstökum framlögum úr sjóðnum sem koma til vegna sameiningar sveitarfélaga, sbr. a-lið 1. mgr. 11. gr. Laganna.
Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri
Sveitarfélaginu Hornafirði
Drög að frumvarpi til breytinga á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga
Bæjarráð Fljótsdalshéraðs lýsir sig fylgjandi þeim áherslum í frumvarpinu er lúta að breytingum á sveitarstjórnarlögum er hafa þann tilgang að stuðla að hvötum til frjálsra sameininga sveitarfélaga. Má þar sérstaklega nefna þá áherslu að Jöfnunarsjóði sveitarfélaga verði gert mögulegt að veita aðstoð vegna sameininga í sjö ár í stað fimm sem og að heimildir sveitarfélaga til að halda fjarfundi verði víkkaðar frá því sem nú er.
Hvað varðar bráðabirgðaákvæði í lögum um tekjustofna sveitarfélaga, sem hefur þann tilgang að veita Jöfnunarsjóði sveitarfélaga heimild til að halda eftir einum milljarði árlega og safna í sjóð til að styðja við sameiningu sveitarfélaga, leggur bæjarráð Fljótsdalshéraðs til að árleg framlög til Jöfnunarsjóðs verði aukin sem þessu nemur svo þessi aðgerð leiði ekki til skertra almennra framlaga úr Jöfnunarsjóði til sveitarfélaga.
Meðf. er umsögn Grýtubakkahrepps.
ViðhengiHjálagt er umsögn Hvalfjarðarsveitar.
F.h. sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar
Linda Björk Pálsdóttir, sveitarstjóri
ViðhengiBæjarráð Bolungarvíkur gerir alvarlegar athugasemdir við framkomið „Frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga“. Frumvarpið er alvarleg atlaga að sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélaga og hin lögþvinguðu sameiningáform sem boðuð eru í frumvarpinu fara gegn skýrum vilja íbúa Bolungarvíkur. Jafnframt gerir bæjarráð Bolungarvíkur alvarlegar athugasemdir við hvernig Jöfnunarsjóði sveitarfélaga er beitt gegn sveitarfélögum með markvissum hætti til að ná fram markmiðum stjórnvalda um sameiningar sveitarfélaga.
ViðhengiHjálögð er umsögn sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagastrandar.
Alexandra Jóhannesdóttir, sveitarstjóri.
ViðhengiHér meðfylgjandi er umsögn bæjarráðs Hveragerðisbæjar.
ViðhengiHjálögð er umsögn sveitarfélagsins Húnaþings vestra.
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.
ViðhengiHjálögð er umsögn stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra um frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga, mál nr. 29/2020.
F.h. stjórnar,
Unnur Valborg Hilmarsdóttir
Framkvæmdastjóri
ViðhengiSúðavíkurhreppur leggst alfarið gegn lögþvingaðri sameiningu sveitarfélaga með vísan til lágmarksfjölda íbúa á bak við hvert sveitarfélag. Í greinargerð/umsögn er gerð grein fyrir því hver sjónarmið eru að baki afstöðu Súðavíkurhrepps, einkum hvað varðar málatilbúnað og kynningu málsin og málsmeðferð alla. Er lagt til að frumvarpið verði afturkallað og endurskoðað. Súðavíkurhreppur telur vandséð að vinna grænbókar, þingsályktun um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga, breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og málsmeðferð öll fái staðist skoðun í skilningi Evrópusáttmála um sjálfsstjórn sveitarfélaga og gildandi landsrétt. Frumvarp sem hér er í samráðsgátt byggir á þeirri vinnu og er það mat Súðavíkurhrepps að sú vinna sé öll því marki brennd að andmælaréttur og sjálfsstjórn sveitarfélaga hafi verið vitur að vettugi og þar með réttur íbúa í viðkomandi sveitarfélögum um leið. Slíkur ágalli á málatilbúnaði og undirbúningi frumvarps til breytinga á lögum leiðir til þess að málið allt ætti að falla um sjálft sig og því einsýnt að best sé að draga til baka það sem þegar hefur verið birt og hefja þessa vinnu að nýju þannig að leikreglum sé fylgt.
Sveitarstjóra var falið að birta afstöðu Súðavíkurhrepps og standa kjörnir fulltrúar að baki þessari greinargerð.
Greinargerð Súðavíkurhrepps með umsögn.
ViðhengiHjálagt sendist sameiginleg umsögn sveitarstjórna Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar sem eru einu sveitarfélögin sem eiga í lögformlegum sameiningaviðræðum í dag.
Í umsögninni segir m.a.:
"Veigamesta hindrunin fyrir því að stefna Alþingis nái fram að ganga er að ekki er gert ráð fyrir sérstökum framlögum ríkissjóðs til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að standa undir kostnaði vegna sameiningar sveitarfélaga, sbr. 12. gr. frumvarpsins. Sveitarstjórnirnar leggja þunga áherslu á að ríkissjóður taki þátt í því þjóðhagslega mikilvæga verkefni að stuðla að endurskipulagningu íslenska sveitarstjórnarkerfisins með sérstökum framlögum í Jöfnunarsjóð. Óásættanlegt er að fjármagn til stuðnings við sameiningar sveitarfélaga sé tekið af fjármagni til annarra verkefna sem Jöfnunarsjóði er ætlað að fjármagna. "
Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps
Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri Þingeyjarsveitar
ViðhengiUmsög Eyja- og Miklaholtshrepps
ViðhengiHjálagt er umsögn byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
F.h. byggðarráðs,
Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri
ViðhengiÍ viðhengi er umsögn byggðaráðs Dalvíkurbyggðar.
Virðingarfyllst,
Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri.
ViðhengiÍ viðhengi er umsögn Kjósarhrepps um frumvarpsdrög varðandi sameiningu sveitarfélaga.
Karl Magnús Kristjánsson
oddviti og sveitarstjóri Kjósarhrepps
ViðhengiÉg tel mikilvægt að fulltrúar í nefndum sem sveitarfélag hefur skipað í sé gert kleift að starfa og taka þátt í fundum þó svo að viðkomandi sé tímabundið staðsettur fjarri heimahögum svo lengi sem viðkomandi er enn með lögheimili í sveitarfélaginu. Þetta á ekki síst við á landsbyggðinni enda ekki óalgengt að fólk þurfi að sækja vinnu í nærliggjandi sveitarfélög daglega, einnig gætu sveitarstjórnarmenn þurft að sækja vinnu tímabundið enn fjarri heimahögum eða hugsanlega sækja sér menntunar í menntastofnanir sem ekki eru staðsettar innan sveitarfélagsins, svo sem framhaldsnám/fjarnám eða háskólanám. Til að tryggja fjölbreytni í sveitarstjórnum er mikilvægt að íbúar sveitarfélags geti tekið þátt í sveitarstjórn óháð því hvernig atvinnu þess eða námi er háttað svo lengi sem kjörinn fulltrúi er með lögheimili í sveitarfélaginu.
Er því lagt til að 2. gr. frumvarps til laga um breytingu á verði svohljóðandi
2.grein.
Í stað 3. mgr. 17. gr. laganna koma tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi: Heimilt er að nota fjarfundarbúnað á sveitarstjórnarfundum og öðrum fundum nefnda sveitarfélagsins, ef aðstæður mæla með því að slíkur búnaður sé notaður og sveitarstjórnarmaður er staddur í sveitarfélaginu eða í erindagjörðum innanlands [….]. Skal þá mælt fyrir um notkun slíks búnaðar í samþykkt um stjórn sveitarfélagsins. Þegar fjarfundarbúnaðar er notaður skal tryggja jafna möguleika allra fundarmanna til þátttöku í fundi og atkvæðagreiðslu, óskerta möguleika þeirra sem viðstaddir eru fund til að fylgjast með því sem þar fer fram, sbr. 1. mgr. 16. gr., og öryggi samskipta milli fundarmanna.
Sendi inn hjál. skjal f.h. sveitarstjórnar Langanesbyggðar
ViðhengiHjálögð er umsögn Skorradalshrepps.
ViðhengiMeðfylgjandi eru í viðhengjum umsögn Grímsnes- og Grafningshrepps send vegna Óskars Sigurðssonar hrl. ásamt umboði sveitarfélagsins.
Viðhengi ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn Rangárþings eystra .
Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri
ViðhengiSjá meðfylgjandi skjal.
ViðhengiHjálagt sendist umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarpsdrögin.
F.h. sambandsins
Guðjón Bragason
Viðhengi