Samráð fyrirhugað 12.02.2020—27.02.2020
Til umsagnar 12.02.2020—27.02.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 27.02.2020
Niðurstöður birtar

Frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga

Mál nr. 29/2020 Birt: 12.02.2020
  • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Sveitarfélög og byggðamál

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 12.02.2020–27.02.2020. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Frumvarpið er það fyrsta sem lagt er fram til að ná markmiðum nýsamþykktrar þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og aðgerðaráætlun fyrir árin 2019-2023.

Frumvarpið er það fyrsta sem lagt er fram af hálfu ráðherra sveitarstjórnarmála til að ná fram markmiðum nýsamþykktrar þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga. Með þingsályktuninni var stigið mikilvægt skref í þá átt að efla sveitarstjórnarstigið hér á landi, auka sjálfbærni sveitarfélaga og bæta þjónustu við íbúana. Stefnumörkunin í heild, með þeim 11 aðgerðum sem skilgreindar eru, er heildstæð nálgun að umræddu markmiði. Tilgangurinn með áætluninni er að stíga mikilvægt skref í átt að umbótum á opinberri stjórnsýslu hér á landi.

Þegar hefur farið fram víðtækt samráð um efni frumvarpsins, annars vegar með grænbók, stöðumati um stefnumótun í málefnum sveitarfélaga sem var kynnt öllum sveitarstjórnum um leið og hún var sett til umsagnar í samráðsgátt Stjórnarráðsins, og hins vegar með fyrrgreindri þingsályktunartillögu (sjá meðfylgjandi hlekki).

Tengd mál

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.