Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 12.–27.2.2020

2

Í vinnslu

  • 28.2.2020–1.7.2021

3

Samráði lokið

  • 2.7.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-29/2020

Birt: 12.2.2020

Fjöldi umsagna: 29

Drög að frumvarpi til laga

Innviðaráðuneytið

Sveitarfélög og byggðamál

Frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga

Niðurstöður

Sjá niðurstöðuskjal.

Málsefni

Frumvarpið er það fyrsta sem lagt er fram til að ná markmiðum nýsamþykktrar þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og aðgerðaráætlun fyrir árin 2019-2023.

Nánari upplýsingar

Frumvarpið er það fyrsta sem lagt er fram af hálfu ráðherra sveitarstjórnarmála til að ná fram markmiðum nýsamþykktrar þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga. Með þingsályktuninni var stigið mikilvægt skref í þá átt að efla sveitarstjórnarstigið hér á landi, auka sjálfbærni sveitarfélaga og bæta þjónustu við íbúana. Stefnumörkunin í heild, með þeim 11 aðgerðum sem skilgreindar eru, er heildstæð nálgun að umræddu markmiði. Tilgangurinn með áætluninni er að stíga mikilvægt skref í átt að umbótum á opinberri stjórnsýslu hér á landi.

Þegar hefur farið fram víðtækt samráð um efni frumvarpsins, annars vegar með grænbók, stöðumati um stefnumótun í málefnum sveitarfélaga sem var kynnt öllum sveitarstjórnum um leið og hún var sett til umsagnar í samráðsgátt Stjórnarráðsins, og hins vegar með fyrrgreindri þingsályktunartillögu (sjá meðfylgjandi hlekki).

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (2)

Umsjónaraðili

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

srn@srn.is