Samráð fyrirhugað 12.02.2020—26.02.2020
Til umsagnar 12.02.2020—26.02.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 26.02.2020
Niðurstöður birtar

Áform um frumvarp til laga um breytingu á umferðarlögum nr. 77/2019

Mál nr. 30/2020 Birt: 12.02.2020
  • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
  • Áform um lagasetningu
  • Málefnasvið:
  • Samgöngu- og fjarskiptamál

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (12.02.2020–26.02.2020). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra áformar að leggja fram frumvarp til laga um breytingu á umferðarlögum nr. 77/2019.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra áformar að leggja fram frumvarp til laga um breytingu á umferðarlögum nr. 77/2019.

Með frumvarpinu verður lagt til að skráningar- og skoðunarskylda eftirvagna annarra en tjaldvagna, hjólhýsa og fellihýsa, sem gerðir eru fyrir 750 kg að heildarþyngd eða minna verði afnumin. Skyldu til skráningar og skoðunar slíkra tækja var komið á með nýjum umferðarlögum sem öðluðust gildi um1. janúar 2020. Ráðuneytið hefur aflað slysagagna frá Samgöngustofu og bera gögnin ekki með sér að umferðaröryggi verði betur borgið með almennri skráningar- og skoðunarskyldu léttra eftirvagna. Þannig er markmið með lagasetningunni að koma í veg fyrir að aukin byrði og kostnaður leggist á almenning og stjórnsýsluna í ljósi þess að umferðaröryggi virðist ekki betur borgið með umræddum reglum. Þá er áformað að leggja til frekari minniháttar breytingar á ákvæðum laganna til lagfæringa.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Félag íslenskra bifreiðaeigenda - 26.02.2020

Umsögn Félags íslenskra bifreiðaeigenda um áformað frumvarp laga um breytingu á umferðarlögum nr. 77/2019. Meðfylgjandi er umsögn FÍB þar sem lagst er gegn afnámi skráningar- og skoðunarskyldu léttra eftirvagna og varað við því að það stríði gegn umferðaröryggi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Hilmar Karlsson - 26.02.2020

Ég leggst gegn þessum áformum ráðuneytisins og rökstuðning minn er að finna í viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Frumherji hf. - 26.02.2020

Frumherji HF bifreiðaskoðun gerir athugasemdir við drög að frumvarpi þessu.

Tíðnefnt er í matinu að umferðaröryggi hafi ekki verið ógnað vegna eftirvagna 1 þó þeir séu ekki skráningar og skoðunarskyldir.

Það er tilfinning umsagnaraðila að einnig beri að taka tillit til rekjanleika vegna skráningar ökutækja, allir verksmiðjuframleiddir eftirvagnar bera verksmiðjunúmer frá framleiðanda þó þeir séu ekki skráningarskyldir hérlendis. Enginn gagnagrunnur er þó til um tilvist og eignarhald þessara tækja.

Eins eru margir eftirvagnar 1 smíðaðir hér heima og oft úr gömlum íhlutum og má um gæði smíða sumra þeirra vagna segja í fáum orðum að sé oft á tíðum frjálsleg. Slíkir eftirvagnar bera jafnan engin verksmiðjunúmer og eru órekjanlegir með öllu. Með skráningarskyldu yrðu þessum eftirvögnum gefið verksmiðjunúmer hið minnsta, auk eigandaskráningar.

Þess eru dæmi að lögregla fylgi ökutæki með eftirvagn 1 til skoðunar eftirvagnsins, vegna vanbúnaðar. Slíkt er þá yfirleitt vegna ástands hjólabúnaðar, styrkleikamissis, eða ljósabúnaðar. Hendur skoðunarstofanna eru bundnar við slíkar uppákomur. Skoðunarmenn geta eingöngu veitt lögreglu ráðleggingar vegna þessa, en ekki gripið til aðgerða líkt og gert er við öll önnur skráð ökutæki varðandi ‚skoðun að kröfu lögreglu.‘ sbr. 14. gr. reglugerðar nr. 8/2009 um skoðun ökutækja. Eðlilega eru engar skráningar í ökutækjaskrá til um slíkar uppákomur, enda eftirvagnarnir ekki til í ökutækjaskrá. Atvikaskýrslur lögreglu vísa líklega eingöngu til einkennis ökumanns bifreiðar sem dregur slíkan vagn, en ekkert er þá til á skrá um vagninn sjálfan.

Skráningarskylda og skoðunarskylda er oft nefnd í sömu andrá, þó er það svo að skráningarskylda og skoðunarskylda fylgist ekki alltaf að sbr. skráningarskyldu dráttarvéla um langa tíð, þó skoðunarskylda þeirra muni einskorðast við ákveðinn hámarkshraða og notkun.

Sú skoðunarskylda var lögfest 1.1.2020 þó skráningarskylda slíkra tækja ein og sér teygji sig langt aftur á síðustu öld.

Skoðunartíðni er svo skýrð nánar í 4 og 5. gr reglugerðar um skoðun ökutækja nr. 8/2009. Þar er skoðunartíðni 4-2-2-1 almenn, en 4-2-2-2... fyrir ferðavagna, og 1-1-1-1... fyrir þyngri ökutæki svo dæmi séu nefnd. Er einhver fyrirstaða fyrir því að skoðunartíðni eftirvagns 1 fylgi skoðunartíðni ferðavagna? Að auki þætti það furðu sæta ef eftirvagn 1 skyldi skoðaður sjaldnar en ferðavagn, ferðavagn sem notkun er eingöngu og jafnan að hámarki 3 mánuði á sumri, þegar aðstæður til aksturs eru hvað bestar, aukinheldur eru ferðavagnar geymdir inni í skýlum yfir erfiðustu mánuði ársins svo skemmdir á búnaði og burðarvirði þeirra eru fátíð. Meðan eftirvagn 1 er ekki í árstíðabundinni notkun og nær undantekningalaust geymdur úti fyrir veðri og vindum.