Samráð fyrirhugað 12.02.2020—26.02.2020
Til umsagnar 12.02.2020—26.02.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 26.02.2020
Niðurstöður birtar

Áform um frumvarp til laga um breytingu á umferðarlögum nr. 77/2019

Mál nr. 30/2020 Birt: 12.02.2020
  • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
  • Áform um lagasetningu
  • Málefnasvið:
  • Samgöngu- og fjarskiptamál

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 12.02.2020–26.02.2020. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra áformar að leggja fram frumvarp til laga um breytingu á umferðarlögum nr. 77/2019.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra áformar að leggja fram frumvarp til laga um breytingu á umferðarlögum nr. 77/2019.

Með frumvarpinu verður lagt til að skráningar- og skoðunarskylda eftirvagna annarra en tjaldvagna, hjólhýsa og fellihýsa, sem gerðir eru fyrir 750 kg að heildarþyngd eða minna verði afnumin. Skyldu til skráningar og skoðunar slíkra tækja var komið á með nýjum umferðarlögum sem öðluðust gildi um1. janúar 2020. Ráðuneytið hefur aflað slysagagna frá Samgöngustofu og bera gögnin ekki með sér að umferðaröryggi verði betur borgið með almennri skráningar- og skoðunarskyldu léttra eftirvagna. Þannig er markmið með lagasetningunni að koma í veg fyrir að aukin byrði og kostnaður leggist á almenning og stjórnsýsluna í ljósi þess að umferðaröryggi virðist ekki betur borgið með umræddum reglum. Þá er áformað að leggja til frekari minniháttar breytingar á ákvæðum laganna til lagfæringa.

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.