Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 12.–26.2.2020

2

Í vinnslu

  • 27.2.2020–15.9.2021

3

Samráði lokið

  • 16.9.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-30/2020

Birt: 12.2.2020

Fjöldi umsagna: 3

Áform um lagasetningu

Innviðaráðuneytið

Samgöngu- og fjarskiptamál

Áform um frumvarp til laga um breytingu á umferðarlögum nr. 77/2019

Niðurstöður

Í samráðsgáttina bárust 3 umsagnir. Ákveðið var að gera ráð fyrir fleiri breytingum í frumvarpi en áformaskjalið gerði ráð fyrir og var því nýtt uppfært áformaskjal birt í samráðsgáttinni 28. ágúst 2020, sjá mál 163/2020.

Málsefni

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra áformar að leggja fram frumvarp til laga um breytingu á umferðarlögum nr. 77/2019.

Nánari upplýsingar

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra áformar að leggja fram frumvarp til laga um breytingu á umferðarlögum nr. 77/2019.

Með frumvarpinu verður lagt til að skráningar- og skoðunarskylda eftirvagna annarra en tjaldvagna, hjólhýsa og fellihýsa, sem gerðir eru fyrir 750 kg að heildarþyngd eða minna verði afnumin. Skyldu til skráningar og skoðunar slíkra tækja var komið á með nýjum umferðarlögum sem öðluðust gildi um1. janúar 2020. Ráðuneytið hefur aflað slysagagna frá Samgöngustofu og bera gögnin ekki með sér að umferðaröryggi verði betur borgið með almennri skráningar- og skoðunarskyldu léttra eftirvagna. Þannig er markmið með lagasetningunni að koma í veg fyrir að aukin byrði og kostnaður leggist á almenning og stjórnsýsluna í ljósi þess að umferðaröryggi virðist ekki betur borgið með umræddum reglum. Þá er áformað að leggja til frekari minniháttar breytingar á ákvæðum laganna til lagfæringa.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa samgangna

postur@srn.is