Samráð fyrirhugað 12.02.2020—26.02.2020
Til umsagnar 12.02.2020—26.02.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 26.02.2020
Niðurstöður birtar

Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004

Mál nr. 31/2020 Birt: 12.02.2020
  • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Samgöngu- og fjarskiptamál

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 12.02.2020–26.02.2020. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið birtir til umsagnar drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið birtir til umsagnar drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja.

Með drögunum er lagt til að í stað þess að óheimilt sé að notast við keðjur og neglda hjólbarða á tímabilinu frá og með 15. apríl til og með 31. október verði miðað við tímabilið frá og með 1. maí til og með 15. október. Þannig verði tímabilið sem almennt er heimilt að nota keðjur og neglda hjólbarða við akstur lengt um u.þ.b. mánuð. Áfram verði heimilt að notast við keðjur og neglda hjólbarða þegar þess er þörf vegna akstursaðstæðna, þrátt fyrir að akstur fari fram innan þess tímabils þegar slíkt er annars almennt óheimilt.

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.