Samráð fyrirhugað 13.02.2020—13.03.2020
Til umsagnar 13.02.2020—13.03.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 13.03.2020
Niðurstöður birtar

Reglugerð um rekstur héraðsskjalasafns

Mál nr. 32/2020 Birt: 13.02.2020 Síðast uppfært: 18.02.2020
  • Mennta- og menningarmálaráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Menning, listir, íþrótta- og æskulýðsmál

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 13.02.2020–13.03.2020. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Mennta- og menningarmálaráðuneyti óskar eftir umsögnum um drög að reglugerð um rekstur héraðsskjalasafns í samræmi við lög um opinber skjalasöfn. Markmið reglugerðarinnar er að setja nánari ákvæði um héraðsskjalasöfn.

Samkvæmt 9. og 11. gr. laga um opinber skjalasöfn, nr. 77/2014 er kveðið á um að ráðherra skuli setja nánari ákvæði um héraðsskjalasöfn í reglugerð. Lögin leystu af hólmi lög um Þjóðskjalasafn Íslands, nr. 66/1985 og þar með var lagagrunnur eldri reglugerðar um héraðsskjalasöfn nr. 283/1994 fallinn brott. Í reglugerðinni er kveðið á um rekstrarleyfi héraðsskjalasafna, skilyrði rekstrarleyfis, umdæmi héraðsskjalasafna og umsögn um förgun og ónýtingu.

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.