Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 13.2.–13.3.2020

2

Í vinnslu

  • 14.3.2020–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-32/2020

Birt: 13.2.2020

Fjöldi umsagna: 12

Drög að reglugerð

Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Menning, listir, íþrótta- og æskulýðsmál

Reglugerð um rekstur héraðsskjalasafns

Málsefni

Mennta- og menningarmálaráðuneyti óskar eftir umsögnum um drög að reglugerð um rekstur héraðsskjalasafns í samræmi við lög um opinber skjalasöfn. Markmið reglugerðarinnar er að setja nánari ákvæði um héraðsskjalasöfn.

Nánari upplýsingar

Samkvæmt 9. og 11. gr. laga um opinber skjalasöfn, nr. 77/2014 er kveðið á um að ráðherra skuli setja nánari ákvæði um héraðsskjalasöfn í reglugerð. Lögin leystu af hólmi lög um Þjóðskjalasafn Íslands, nr. 66/1985 og þar með var lagagrunnur eldri reglugerðar um héraðsskjalasöfn nr. 283/1994 fallinn brott. Í reglugerðinni er kveðið á um rekstrarleyfi héraðsskjalasafna, skilyrði rekstrarleyfis, umdæmi héraðsskjalasafna og umsögn um förgun og ónýtingu.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

mvf@mvf.is