Samráð fyrirhugað 13.02.2020—19.02.2020
Til umsagnar 13.02.2020—19.02.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 19.02.2020
Niðurstöður birtar

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fasteignalán til neytenda, nr. 118/2016.

Mál nr. 33/2020 Birt: 13.02.2020 Síðast uppfært: 20.02.2020
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Markaðseftirlit, neytendamál og stjórnsýsla atvinnumála

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (13.02.2020–19.02.2020). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Fjármála- og efnahagsráðherra birtir til umsagnar drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um fasteignalán til neytenda, nr. 118/2016.

Frumvarpið miðar að því að gera breytingar á lögum um fasteignalán til neytenda með það að markmiði að ljúka að fullu innleiðingu tilskipunar 2014/17/ESB um lánssamninga fyrir neytendur í tengslum við íbúðarhúsnæði og um breytingu á tilskipun 2008/48/EB og 2013/36/ESB og reglugerð (ESB) nr. 1093/2010 (fasteignalánatilskipunin) um heimildir lánamiðlara til að stunda viðskipti yfir landamæri verði tekin upp í íslenskan rétt. Markmið frumvarpsins er einnig að breyta ákvæðum laga um fasteignalán til neytenda, nr. 118/2016, um lán sem tengjast erlendum gjaldmiðlum í þeim tilgangi að neytendum standi til boða að taka lán til kaupa á fasteign hér á landi þó svo að tekjur þeirra séu í öðrum gjaldmiðli en íslenskri krónu. Að lokum er það markmið frumvarpsins að breyta lögum um neytendalán, nr. 33/2013, til að gera neytendum kleift að taka neytendalán í íslenskum krónum hér á landi þó svo þeir séu með tekjur í erlendum gjaldmiðli eða búsettir erlendis, t.d. námsmenn.

Frumvarpsdrögin voru birt í samráðsgáttinni í ágúst 2018 án fyrrgreindra tillagna um breytingar á ákvæðum fasteigna- og neytendalánalaga um lán sem tengjast erlendum gjaldmiðlum.

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Neytendastofa - 19.02.2020

Góðan dag, meðfylgjandi er umsögn Neytendastofu um frumvarpið.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Hagsmunasamtök heimilanna - 19.02.2020

Hagsmunasamtök heimilanna leggjast ekki gegn markmiðum frumvarps þessa, en taka þó undir athugasemdir í umsögn Neytendastofu um lagfæringar á tæknilegri útfærslu lagatexta. Vegna þess stutta tíma sem veittur var til umsagna gafst samtökunum ekki svigrúm til að vinna efnislega umsögn um málið en þess er vænst að hægt verði að koma nánari athugasemdum á framfæri á síðari stigum. Athugasemdir í umsögn samtakanna um fyrra mál þessu tengt nr. S-103/2018 eru jafnframt ítrekaðar.