Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 13.–27.2.2020

2

Í vinnslu

  • 28.2020–8.2.2021

3

Samráði lokið

  • 9.2.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-36/2020

Birt: 13.2.2020

Fjöldi umsagna: 4

Drög að frumvarpi til laga

Heilbrigðisráðuneytið

Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um slysatryggingar almannatrygginga nr. 45/2015

Niðurstöður

Frumvarp lagt fram á þingi í janúar 2021.

Málsefni

Í frumvarpi þessu sem samið er í heilbrigðisráðuneytinu eru lagðar til breytingar á lögum, nr. 45/2015, um slysatryggingar almannatrygginga. Forsaga frumvarpsins er sú að þann 9. september 2019 skipaði heilbrigðisráðherra starfshóp og fól honum að endurskoða lögin og móta tillögur að nýju frumvarpi.

Nánari upplýsingar

Frumvarpið er byggt á tillögum starfshóps en þær breytingar sem lagðar eru til er ætlað að skýra réttarstöðu slysatryggðra samkvæmt lögunum sem og að einfalda þau. Helstu breytingar sem lagðar eru til í frumvarpinu eru eftirfarandi:

1. Breyting á slysahugtaki laganna.

2. Breyting á ákvæði laganna um ferðir til og frá vinnu.

3. Sérstakri heimild bætt við lögin til að takmarka bótarétt vegna eigin sakar slasaða.

4. Breytingar á markmiðs- og gildisákvæðum laganna svo skýrt komi fram að tryggingavernd þeirra nái jafnframt til bótaskyldra atvinnusjúkdóma.

5. Breyting á ákvæði um tilkynningu slysa.

6. Breytingar sem ætlað er að skýra ákvæði laganna um örorku.

7. Aðskilnaður bótagreiðslna frá Sjúkratryggingum Íslands og Tryggingastofnun.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa heilbrigðisþjónustu

hrn@hrn.is