Samráð fyrirhugað 14.02.2020—28.02.2020
Til umsagnar 14.02.2020—28.02.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 28.02.2020
Niðurstöður birtar

Drög að frumvarpi um breytingar á ýmsum lögum á málefnasviði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna einföldunar regluverks og stjórnsýslu (lög á sviði landbúnaðar og matvæla)

Mál nr. 38/2020 Birt: 14.02.2020 Síðast uppfært: 18.02.2020
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Landbúnaður

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (14.02.2020–28.02.2020). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynnir til umsagnar drög að frumvarpi um breytingar á ýmsum lögum á málefnasviði ráðherra vegna einföldunar regluverks.

Frumvarpið er á meðal verkefna í öðrum áfanga af þremur í aðgerðaáætlun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um einföldun regluverks á málefnasviðum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Markmið frumvarpsins er að einfalda regluverk í þágu atvinnulífs og almennings og auka skilvirkni stjórnsýslunnar. Með frumvarpinu er lagt til að verkefni eru ýmist flutt til innan stjórnsýslunnar, einfölduð eða felld niður þannig að stjórnsýslan verður skilvirkari og marvissari. Þá er álögum létt af atvinnulífinu með einföldun á regluverki í starfsumhverfinu og með niðurfellingu skráningar- og tilkynningarskyldu í ákveðnum tilfellum.

Meginefni frumvarpsins er eftirfarandi:

- 13 lög verða felld brott í heild sinni.

- Afnema milligöngu ráðuneytisins og staðfestingar ráðherra með það að leiðarljósi að gera stjórnsýslu skilvirkari.

- Einfalda stjórnsýslu við merkingar sauðfjár.

- Fella brott lögbundið kerfi um flokkun og mat á gærum og ull.

- Fella brott lögbundið kerfi um gæðamat á æðardúni.

- Fella brott markanefnd, yrkisréttarnefnd, ullarmatsnefnd og gærumatsnefnd.

- Lengja skipunartíma verðlagsnefndar í því skyni að gera störf nefndarinnar markvissari og spara tíma við umsýslu vegna tilnefninga og skipunar nefndarinnar.

- Fella brott starfsleyfisskyldu matvælafyrirtækja sem starfrækja fiskeldisstöðvar og eru með gilt rekstrarleyfi, samkvæmt lögum um fiskeldi, vegna frumframleiðslu.

- Fella brott tilkynningarskyldu innflytjenda og framleiðenda fóðurs innan EES-svæðisins, að undanskildu lyfjablönduðu fóðri, fóðuraukaefnum og forblöndum þeirra.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Bændasamtök Íslands - 28.02.2020

Hjálögð er umsögn Bændasamtaka Íslands ásamt fylgiskjali.

Viðhengi Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Sigurður Sævar Gunnarsson - 28.02.2020

Umsögn um Lög nr. 57/1990, um flokkun og mat á gærum og ull

Umsagnaraðili er framkvæmdastjóri Ístex sem kaupir um 99% af allri íslenskri ull. Þá snýr þessi umsögn aðeins að ullarhluta laganna.

Umsagnaraðili fagnar þeirri viðleitni stjórnvalda að einfalda lög og reglugerðir. Hins vegar eru nokkur atriði í Lögum nr. 57/1990, um flokkun og mat á gærum og ull sem þarf að finna farveg áður lögin verða felld niður. Undirritaður leggur til að lögin verði einfölduð og ,Reglugerð 856/2003 um ullarmat" verði felld niður.

Styrkur núverandi laga er ullarmatsnefnd og löggiltir ullarmatsmenn sem lýst eru í lögunum. Þetta eru lykilatriði í trúverðuleika kerfisins og þess árangurs sem náðst hefur.

Þá er lagt til að ,,Reglugerð 856/2003 um ullarmat" verði felld niður. Í staðinn komi staðall sem kaupendur og seljendur komi sér upp. Þetta gefi einfaldara regluverk og skilverkara kerfi sem er betur til þess fallið að ná sem mestum verðmætum úr íslenskri ull. Undanfarin ár hefur verið lagt í talsverða fjárfestingu í kynningar og samtal til bænda um hvernig megi ná mestum verðmætum úr íslenskri ull. Í því sambandi má nefna síðuna www.ullarmat.is og bændafundi. Allt hlutir sem hægt er að styðjast við og nota sem grunn að staðli í ullarviðskiptum, líkt og í mörgum öðrum löndum.

Í viðhengi eru hugmynd/drög að nýjum lögum í anda þess að kaupendur og seljendur gera með sér samkomulag um flokka og mat. Ullarmatsnefndin muni halda sínum faglega tilgangi ásamt því að hafa úrskorunarvaldi í ósamkomulagsmálum á milli kaupenda og seljanda. Þá muni löggildingu ullarmatsmann halda sér.

Þannig að það er mat mitt að lögin um ull eru í notkun og skipta máli, en hins vegar má einfalda þau og skýra. Sér í lagi losna við gæruhlutann. Þá væri hægt að fella niður reglugerð um ullarmat.

Ef eitthvað er óljóst ekki hika við að hafa samband.

Ull er gull!

Sigurður Sævar Gunnarsson

Framkvæmdastjóri Ístex"

Viðhengi