Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 14.–28.2.2020

2

Í vinnslu

  • 29.2.–30.11.2020

3

Samráði lokið

  • 1.12.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-38/2020

Birt: 14.2.2020

Fjöldi umsagna: 2

Drög að frumvarpi til laga

Matvælaráðuneytið

Landbúnaður

Drög að frumvarpi um breytingar á ýmsum lögum á málefnasviði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna einföldunar regluverks og stjórnsýslu (lög á sviði landbúnaðar og matvæla)

Niðurstöður

Frv. var lagt fram með nokkrum breytingum á 150. löggjþ. og varð síðan að lögum með enn öðrum breytingum. Um samráð við undirbúning frv. er fjallað í almennum athugasemdum með því og vísast til þess sem þar segir.

Málsefni

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynnir til umsagnar drög að frumvarpi um breytingar á ýmsum lögum á málefnasviði ráðherra vegna einföldunar regluverks.

Nánari upplýsingar

Frumvarpið er á meðal verkefna í öðrum áfanga af þremur í aðgerðaáætlun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um einföldun regluverks á málefnasviðum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Markmið frumvarpsins er að einfalda regluverk í þágu atvinnulífs og almennings og auka skilvirkni stjórnsýslunnar. Með frumvarpinu er lagt til að verkefni eru ýmist flutt til innan stjórnsýslunnar, einfölduð eða felld niður þannig að stjórnsýslan verður skilvirkari og marvissari. Þá er álögum létt af atvinnulífinu með einföldun á regluverki í starfsumhverfinu og með niðurfellingu skráningar- og tilkynningarskyldu í ákveðnum tilfellum.

Meginefni frumvarpsins er eftirfarandi:

- 13 lög verða felld brott í heild sinni.

- Afnema milligöngu ráðuneytisins og staðfestingar ráðherra með það að leiðarljósi að gera stjórnsýslu skilvirkari.

- Einfalda stjórnsýslu við merkingar sauðfjár.

- Fella brott lögbundið kerfi um flokkun og mat á gærum og ull.

- Fella brott lögbundið kerfi um gæðamat á æðardúni.

- Fella brott markanefnd, yrkisréttarnefnd, ullarmatsnefnd og gærumatsnefnd.

- Lengja skipunartíma verðlagsnefndar í því skyni að gera störf nefndarinnar markvissari og spara tíma við umsýslu vegna tilnefninga og skipunar nefndarinnar.

- Fella brott starfsleyfisskyldu matvælafyrirtækja sem starfrækja fiskeldisstöðvar og eru með gilt rekstrarleyfi, samkvæmt lögum um fiskeldi, vegna frumframleiðslu.

- Fella brott tilkynningarskyldu innflytjenda og framleiðenda fóðurs innan EES-svæðisins, að undanskildu lyfjablönduðu fóðri, fóðuraukaefnum og forblöndum þeirra.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa matvæla og landbúnaðar

postur@anr.is