Samráð fyrirhugað 14.02.2020—28.02.2020
Til umsagnar 14.02.2020—28.02.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 28.02.2020
Niðurstöður birtar

Reglugerð um vernd landbúnaðarlands

Mál nr. 39/2020 Birt: 14.02.2020
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Landbúnaður
  • Sveitarfélög og byggðamál
  • Umhverfismál

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 14.02.2020–28.02.2020. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Meðfylgjandi eru drög að reglugerð um um vernd landbúnaðarlands (landskipti, lausn úr landbúnaðarnotum og flokkun landbúnaðarlands m.t.t. ræktunar).

Samkvæmt jarðalögum nr. 81/2004 skal tryggja svo sem kostur er að land sem vel er fallið til búvöruframleiðslu verði varðveitt til slíkra nota og er óheimilt að taka land sem skipulagt er sem landbúnaðarsvæði eða land sem nýtanlegt er eða nýtt til landbúnaðar, þ.m.t. afrétti, til annarra nota (breyta landnotkun) nema aflað sé leyfis ráðherra. Vegna þessa gera lögin ráð fyrir því að landbúnaðarland sé flokkað í aðalskipulagi og að fyrir liggi stefna stjórnvalda um um flokkun landbúnaðarlands. Með reglugerðinni eru gefin fyrirmæli um nánari framkvæmd þessara greina auk þess að lýst er hvernig mögulegt er að flokka landbúnaðarland m.t.t. ræktunar, sem hluta af forsendugreiningu fyrir aðalskipulagsgerð.

Reglugerðardrögin voru samin að höfðu samráði við umhverfisráðuneytið. Fyrir liggur að vinna þarf drögin betur í framhaldi m.a. athugasemda sem berast munu í samráðsferli.

Meðal helstu álitaefna við samningu draga þessara er hvert skuli vera gildissvið þeirra hvað snertir flokkun landbúnaðarlands. Lagt er til með drögunum að aðeins skuli flokka slíkt land á skipulögðum landbúnaðarsvæðum skv. aðalskipulagi.

Til umræðu kom að hafa flokkun landbúnaðarlands enn víðari m.t.t. eiginleika lands til mismunandi nota og nýtingar en ákveðið var, m.a. með vísan til valdheimilda jarðalaga, að hafa viðfang flokkunar samkvæmt reglugerðinni bundið við mat á ræktunarskilyrðum eða ræktunareiginleikum lands. Við þá flokkun var stuðst við vinnu sem tiltekin sveitarfélög hafa ráðist í á undanförnum árum, en rætt var um kosti og galla þeirrar flokkunar.

Þá er jafnframt vakin athygli á tillögu að nýrri 4. gr. þessara leiðbeininga þar sem aukin skylda er lögð á sveitarfélög og landeigendur um rökstudda ákvarðanatöku þegar um landskipti og lausn úr landbúnaðarnotum samkvæmt jarðalögum er að ræða, en sú skylda er nauðsynleg til að tryggja virkni þessara heimilda.

Loks er vakin athygli á því að með reglugerðinni er lagt til að tillaga að landskiptum skuli vera í samræmi við gildandi skipulagsáætlun, en með því er tryggt að skipulagsákvörðun liggi fyrir samhliða eða áður en beiðni um landskipti eða sameiningu jarða er afgreidd af ráðherra.

Að öðru leyti vísast til skýringa með reglugerðinni sem eru í sérstöku skjali.

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.