Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 14.–27.2.2020

2

Í vinnslu

  • 28.2.2020–23.11.2021

3

Samráði lokið

  • 24.11.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-41/2020

Birt: 14.2.2020

Fjöldi umsagna: 3

Drög að frumvarpi til laga

Matvælaráðuneytið

Sjávarútvegur og fiskeldi

Drög að frumvarpi um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (tengdir aðilar)

Niðurstöður

Þrjár umsagnir bárust um frumvarpsdrögin. Efnisatriði frumvarpsdraganna voru unnin áfram í öðrum drögum að frumvarpi til laga, sjá mál í samráðsgátt nr. 62/2021, þar sem var fjallað um heimildir til rafræns eftirlits og stjórnvaldssektir auk ákvæða um tengda aðila og hámarksaflahlutdeild.

Málsefni

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynnir til umsagnar drög að frumvarpi um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (tengdir aðilar).

Nánari upplýsingar

Í desember 2018 skilaði Ríkisendurskoðun skýrslu til Alþingis um eftirlit Fiskistofu. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar var m.a. farið yfir starfsemi stofnunarinnar og eftirlit með nokkrum þáttum skoðað sérstaklega (vigtun sjávarafla, eftirlit með brottkasti og samþjöppun aflaheimilda). Fram kom í skýrslu Ríkisendurskoðunar að ráðast þyrfti í ýmsar úrbætur til að Fiskistofa gæti sinnt eftirliti með skilvirkum og árangursríkum hætti. Til að bregðast við skýrslu Ríkisendurskoðunar skipaði sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra verkefnastjórn um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni. Í verkefnastjórninni undir forystu Sigurðar Þórðarson fyrrverandi Ríkisendurskoðanda. Til að styðja við starf verkefnastjórnarinnar skipaði ráðherra einnig samráðshóp með fulltrúum allra þingflokka á Alþingi, stofnana og helstu hagaðila í sjávarútvegi til ráðgjafar um hvernig bæta megi eftirliti með nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar.

Eitt af hlutverkum verkefnastjórnarinnar samkvæmt skipunarbréfi er að fara yfir hvort eftirlit með ákvæðum laga um stjórn fiskveiða um yfirráð lögaðila, einstaklinga eða annarra einstakra aðila yfir hámarksaflahlutdeild sé fullnægjandi. Í tilefni af aðgerðum ríkistjórnarinnar til að efla traust á íslensku atvinnulífi óskaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra svo sérstaklega eftir því að verkefnastjórnin skilaði af sér tillögum að endurskoðun á reglum um tengda aðila fyrir 1. janúar 2020. Verkefnastjórnin skilaði tillögum til ráðherra með bréfi dags. 30. desember 2019 og voru þær kynntar á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.

Frumvarpið sem hér er kynnt byggir á framangreindum tillögum verkefnastjórnarinnar. Markmið frumvarpsins er að skýra betur skilgreiningu á því hvað teljast tengdir aðilar í sjávarútveg og koma á fót skilvirkara eftirliti með hámarskaflahlutdeild.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

postur@anr.is