Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 17.2.–2.3.2020

2

Í vinnslu

  • 3.3.2020–13.9.2021

3

Samráði lokið

  • 14.9.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-42/2020

Birt: 18.2.2020

Fjöldi umsagna: 0

Drög að reglugerð

Matvælaráðuneytið

Landbúnaður

Drög að reglugerð um viðbótartryggingar varðandi salmonellu vegna sendinga af perluhænsna-, gæsa- og andakjöti

Niðurstöður

Engar umsagnir bárust.

Málsefni

Tilgangur reglugerðar þessarar er að koma á viðbótartryggingum (samkvæmt 2. mg. 8. gr. reglugerðar (EB) nr. 853/2004 sem innleidd er með reglugerð nr. 104/2010) vegna salmonellu í sendingum til Íslands af perluhænsna-, gæsa- og andakjöti.

Nánari upplýsingar

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 31. gr. a laga nr. 93/1995, um matvæli og með vísan til breytinga á reglugerðum (EB) nr. 853/2004 um sérstakar reglur um hollustuhætti sem varða matvæli úr dýraríkinu og (EB) nr. 1668/2005 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 853/2004 að því er varðar sérstakar ábyrgðir varðandi salmonellu vegna sendinga af tilteknum tegundum kjöts og eggja til Finnlands og Svíþjóðar, sem teknar voru upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 247/2019, 25. október 2019.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (2)

Umsjónaraðili

Skrifstofa matvæla og landbúnaðar

postur@anr.is