Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 19.2.–9.3.2020

2

Í vinnslu

  • 10.3.2020–15.9.2021

3

Samráði lokið

  • 16.9.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-44/2020

Birt: 19.2.2020

Fjöldi umsagna: 6

Drög að frumvarpi til laga

Innviðaráðuneytið

Samgöngu- og fjarskiptamál

Drög að frumvarpi til laga um skip

Niðurstöður

Frumvarp til nýrra laga um skip var samþykkt á Alþingi 31. maí 2021 (lög nr. 66/2021). Umfjöllun um niðurstöður samráðs sem fram fór um frumvarpið er að finna í greinargerð þess.

Málsefni

Með frumvarpi þessu er ætlað að einfalda lagaumhverfi skipa og koma ákvæðum um þau í ein lög. Í lagasafni er að finna marga lagabálka sem varða þetta efni með einum og öðrum hætti auk fjölmargra reglugerða sem byggja á þeim. Er frumvarp þetta fyrsti liður í því að einfalda og uppfæra þetta víðtæka regluverk í heild þannig að það sé aðgengilegra fyrir þá sem starfa eftir þessum reglum.

Nánari upplýsingar

Um skip gilda fjölmargir lagabálkar. Má þar nefna lög um einkenning fiskiskipa, nr. 31/1925, lög um skráningu skipa, nr. 115/1985, lög um skipamælingar, nr. 146/2002, lög um eftirlit með skipum, nr. 47/2003, lög um íslenska alþjóðlega skipaskrá, nr. 38/2003 auk sértækra laga. Markmið laganna er hið sama og átti við um lögin sem frumvarpi þessu er ætlað að leysa af hólmi, þ.e. að tryggja öryggi íslenskra skipa, áhafna þeirra og farþega, efla varnir gegn mengun frá skipum og tryggja skilvirka skráningu, merkingu, mælingu og eftirlit með skipum. Þá er þeim ætlað að veita stjórnvöldum nægilegar heimildir til að innleiða þær kröfur sem leiða af skuldbindingum samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið og öðrum alþjóðlegum skuldbindingum Íslands á sviði sjóréttar er lúta að skipum.

Í frumvarpinu er þannig kveðið á um skráningu skipa í skipaskrá sem Samgöngustofa heldur úti, skyldu til að skrá skip sem eru 6 metrar eða lengri, frumskráningu, þurrleiguskráningu, einkarétt, fána, þjóðernis- og skráningarskírteini, afmáningu skráningar o.fl. Jafnframt er kveðið á um merkingu skipa. Það er skylt að merkja hvert skip með nafni, heimili og einkennisbókstaf. Þá er bannað að leyna merkingar eða nema brott eða merkja skip öðru nafni en það er skráð undir. Jafnframt er fjallað um mælingar skipa. Er mælt fyrir um viðmið við mælingar skipa og skyldu til að upplýsa Samgöngustofu um útreikninga. Nær þetta til þess þegar skip er smíðað eða þegar því er breytt. Mælt er fyrir um eftirlitshlutverk Samgöngustofu með að upplýsingar um skip séu réttar sem og útgáfu mælibréfa. Þá eru ákvæði um eftirlit með skipum. Byggt er áfram á því að skoðanir með skipum verði þrenns konar, þ.e. aðalskoðun, milliskoðun og skyndiskoðun. Reglunum er ætlað að vera í samræmi við ákvæði gerða samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og annarra viðeigandi alþjóðasamninga, s.s. SOLAS alþjóðasamþykktarinnar. Kveðið er á um farbann sem leggja má á skip sem ekki uppfylla kröfur laga.

Loks er fjallað um gjöld og viðurlög fyrir brot gegn lögum þessum og reglugerðum settum með stoð í þeim. Ákvæði um skipagjald er í lögum auk þess sem kveðið er á um þjónustugjöld Samgöngustofu. Viðurlagaákvæði eru annars vegar heimild fyrir Samgöngustofu til að leggja á stjórnvaldssektir og hins vegar að kæra brot til lögreglu. Stjórnvaldssektir sem Samgöngustofa getur lagt á vegna tiltekinna brota gegn ákvæðum þess. Geta sektir sem lagðar eru á einstaklinga geta numið frá 100.000 kr. til 500.000 kr. Sektir sem lagðar eru á lögaðila geta numið frá 500.000 kr. til 2.000.000 kr. Mælt er fyrir um refsingar sem skuli vera sektir eða fangelsi allt að tveim árum.

Verði frumvarp þetta að lögum er lagt til að það taki gildi 1. janúar 2022.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa samgangna

srn@srn.is