Samráð fyrirhugað 24.02.2020—09.03.2020
Til umsagnar 24.02.2020—09.03.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 09.03.2020
Niðurstöður birtar 22.07.2020

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um ársreikninga og lögum um endurskoðendur og endurskoðun (gagnsæi í rekstri stærri óskráðra félaga o.fl.)

Mál nr. 47/2020 Birt: 24.02.2020 Síðast uppfært: 23.07.2020
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Markaðseftirlit, neytendamál og stjórnsýsla atvinnumála

Niðurstöður birtar

Frumvarpsdrögin voru kynnt í samráðsgátt stjórnvalda 24. febrúar – 9. mars 2020. Alls bárust 10 umsagnir um frumvarpsdrögin. Í umsögnum var almennt lýst ánægju með markmið frumvarpsins en umsagnirnar kölluðu þó á breytingar á frumvarpsdrögunum, sbr. umfjöllun í samráðskafla frumvarpsins á vef Alþingis. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi 18. apríl 2020 og var samþykkt sem lög þann 29. júní 2020.

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 24.02.2020–09.03.2020. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 22.07.2020.

Málsefni

Markmið frumvarpsins er að auka traust á og tryggja gagnsæi í upplýsingagjöf fyrirtækja sem almennt má telja að séu þjóðhagslega mikilvæg og varða hagsmuni almennings.

Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á I. kafla laga um ársreikninga, nr. 3/2006 og I. kafla laga um endurskoðendur og endurskoðun, nr. 94/2019, þar sem finna má skilgreiningu á einingu tengdri almannahagsmunum. Einnig eru gerðar breytingar á VI. kafla laga um ársreikninga nr. 3/2006 er lýtur að upplýsingum í skýrslu stjórnar. Þá er í frumvarpinu lögð til breyting á X. kafla laga nr. 3/2006 er lýtur að skyldu ársreikningaskrár til að birta ársreikninga félaga með gjaldfrjálsum hætti.

Frumvarpið er liður í aðgerðum ríkisstjórnarinnar sem miða að því að auka traust á íslensku atvinnulífi, m.a. með því að gera ríkari kröfur um gagnsæi í rekstri stærri óskráðra fyrirtækja. Þær lagabreytingar sem frumvarpið vísar til lúta fyrst og fremst að fyrirtækjum sem varða hagsmuni almennings og geta haft kerfislæg áhrif í íslensku efnahagslífi. Í tengslum við þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa ráðuneyti unnið greiningu á því hvers konar atvinnugreinar og fyrirtæki hér á landi geta talist þjóðhagslega mikilvæg og var sú vinna lögð til grundvallar við gerð frumvarpsins. Með frumvarpinu er einnig brugðist við tilmælum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem hvatt hefur íslensk stjórnvöld til að auka gagnsæi í rekstri stærri fyrirtækja.

Í því skyni að ná framangreindum markmiðum um að auka traust og upplýsingaskyldu félaga sem talin eru varða hagsmuni almennings er í frumvarpinu lagt til að skilgreining á einingu tengdri almannahagsmunum, sem finna má í lögum um ársreikninga og í lögum um endurskoðendur og endurskoðun, verði breytt þannig að hún nái til fleiri félaga en núgildandi lög gera ráð fyrir. Samkvæmt núgildandi lögum eru einingar tengdar almannahagsmunum félög sem skráð eru á skipulegan verðbréfamarkað en einnig lánastofnanir, vátryggingafélög og lífeyrissjóðir. Slík félög eru talin hafa umtalsvert vægi í opinberu tilliti, t.d. vegna þess hvers eðlis reksturinn er, vegna stærðar eða vegna fjölda starfsmanna. Verði frumvarpið að lögum munu tiltekin þjóðhagslega mikilvæg stærri félög bætast þar við á sviði sjávarútvegs, stóriðju, orkumála, fjarskipta, flugsamgangna og millilandaflutninga. Frumvarpið leitast því við að undirstrika þjóðhagslegt mikilvægi slíkra félaga og auka þær kröfur sem gerðar eru til þeirra um gagnsæi í rekstri.

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Félag um innri endurskoðun - 06.03.2020

Meðfylgjandi er umsögn stjórnar Félags um innri endurskoðun um drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um ársreikninga og lögum um endurskoðendur og endurskoðun

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Elín Hanna Pétursdóttir - 08.03.2020

Sjá meðfylgjandi umsögn.

Umsögnin hefur sem jafnhliða hefur verið birt á heimasíðu ráðsins, www.reikningsskilarad.is

Fyrir hönd reikningsskilaráðs,

Aðalsteinn Hákonarson

Elín Hanna Pétursdóttir

Signý Magnúsdóttir

Sigurjón G. Geirsson

Unnar Friðrik Pálsson

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Orkusalan ehf. - 09.03.2020

Orkusalan hefur tekið saman umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um ársreikninga og lögum um endurskoðendur og endurskoðun sem birtist inn á samráðsgáttinni þann 24. febrúar sl. Sjá viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Alda-félag um sjálfbærni og lýðræði - 09.03.2020

Sjá umsögn Öldu í viðhengjum.

Viðhengi Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Viðskiptaráð Íslands - 09.03.2020

Meðfylgjandi er umsögn Viðskiptaráðs Íslands um breytingu á lögum um ársreikninga og lögum um endurskoðendur og endurskoðun, mál nr. 47/2020.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Samtök atvinnulífsins - 09.03.2020

Í viðhengi má finna sameiginlega umsögn Samtaka atvinnulífsins, Samorku, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins og SVÞ-Samtaka verslunar og þjónustu.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Smári Ríkarðsson - 09.03.2020

Því ber að fagna að áformuð breyting á lögum um ársreikninga hafi verið kynnt á samráðsgátt stjórnvalda. Í greinargerð kemur fram að frumvarpið sé liður í aðgerðum ríkisstjórnarinnar sem miða að því að auka traust á íslensku atvinnulífi.

Í frumvarpinu er m.a. að finna breytingar á I og X kafla laga um ársreikninga nr. 3/2006. Einnig er að finna breytingu á ákvæðum VI. kafla laganna þar sem fjallað er um upplýsingar sem veita skal í skýrslu stjórnar. Er þeim ætlað að tryggja að lög hér á landi endurspegli betur ákvæði þeirra tilskipunarákvæða ESB sem þær byggja á, eins og fram kemur í greinargerð með frumvarpinu.

Í umsögn sem ég sendi inn um breytingar á ársreikningalögum sem kynntar voru síðastliðið sumar var einmitt bent á mikilvægi þess að bæta framsetningu þessarar tilteknu ákvæða laganna í samræmi við samevrópskar reglur á þessu sviði. Ég er framkvæmdastjóri vátryggingamiðlunar þar sem áhættugreining er í forgrunni þjónustu okkar gagnvart fyrirtækjum. Í starfi mínu hef ég því rekið mig á óskýrar lagakröfur hér á landi um þessar upplýsingar sem fyrirtæki eiga að birta í reikningsskilum sínum um megin óvissu- og áhættuþætti rekstrarins. Lagaákvæðin þurfa að vera skýr. Til staðar eru skýr ákvæði í samevrópskum reglum á þessu sviði og ekki þarf innri endurskoðun til að svara þessum kröfum heldur er um verkefni og skráningu þessa sem vinna á með skilvirkum hætti af sem flestum innan fyrirtækja eins og gert er erlendis og kennt í háskólum. Mikilvægt að það sé ekki verið auka á kostnað í fyrirtækjum umfram það sem nauðsynlegt er til að uppfylla þessar kröfur samevrópskra reglna. Nái þetta fram að ganga, eru einnig áföll, sem dæmi, á borð við fall WOW air, ólíklegri að komi okkur í opna skjöldu. Upplýsingarnar eru til þess fallnar að setja alla í þá stöðu að geta metið fyrirtækið ekki bara út frá fortíð heldur sýn þess í framtíð líka og þeim áhættum sem framkvæmdastjórnin telur steðja að því.

Hingað til hefur þessi hluti ófjárhagslegra reikningsskila fyrirtækja fengið afar litla athygli hérlendis. Óljós texti laga virðist hafa vera vandamál. Úrbóta var því þörf. Því eru þessar breytingar mikilvægar.

Smári Ríkarðsson Hagfræðingur

Afrita slóð á umsögn

#8 Deloitte ehf. - 09.03.2020

Meðfylgjandi er umsögn Deloitte ehf. vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum ársreikninga og lögum um endurskoðendur og endurskoðun (gagnsæi í rekstri stærri óskráðra félaga o.fl.).

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#9 KPMG ehf. - 09.03.2020

Sjá viðhengi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#10 Félag löggiltra endurskoðenda - 11.03.2020

Sjá viðhengi.

Viðhengi