Fjármála- og efnahagsráðherra lagði frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, með síðari breytingum (varnarlína um fjárfestingarbankastarfsemi), fyrir Alþingi í október 2020 (7. þingmál). Í greinargerð með frumvarpinu er fjallað um framkomnar umsagnir og viðbrögð við þeim.
Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 26.02.2020–10.03.2020.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 08.10.2020.
Fjármála- og efnahagsráðherra áformar að leggja fram frumvarp um varnarlínu milli viðskipta- og fjárfestingarbankastarfsemi.
Frumvarpinu er ætlað að hrinda í framkvæmd einni af megintillögum hvítbókar um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. Lagt er til að hámark verði sett á stöðutöku kerfislega mikilvægra viðskiptabanka og sparisjóða í fjármálagerningum og hrávörum. Jafnframt er lagt til að Fjármálaeftirlitinu verði heimilað að takmarka viðtöku viðskiptabanka og sparisjóða á innlánum, óháð því hvort þeir teljist kerfislega mikilvægir, ef stöðutaka þeirra í fjármálagerningum og hrávörum fer umfram tilgreind mörk og getur ógnað hagsmunum innlánseigenda.