Samráð fyrirhugað 26.02.2020—10.03.2020
Til umsagnar 26.02.2020—10.03.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 10.03.2020
Niðurstöður birtar 08.10.2020

Varnarlína milli viðskipta- og fjárfestingarbankastarfsemi

Mál nr. 53/2020 Birt: 26.02.2020 Síðast uppfært: 08.10.2020
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Markaðseftirlit, neytendamál og stjórnsýsla atvinnumála

Niðurstöður birtar

Fjármála- og efnahagsráðherra lagði frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, með síðari breytingum (varnarlína um fjárfestingarbankastarfsemi), fyrir Alþingi í október 2020 (7. þingmál). Í greinargerð með frumvarpinu er fjallað um framkomnar umsagnir og viðbrögð við þeim.

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 26.02.2020–10.03.2020. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 08.10.2020.

Málsefni

Fjármála- og efnahagsráðherra áformar að leggja fram frumvarp um varnarlínu milli viðskipta- og fjárfestingarbankastarfsemi.

Frumvarpinu er ætlað að hrinda í framkvæmd einni af megintillögum hvítbókar um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. Lagt er til að hámark verði sett á stöðutöku kerfislega mikilvægra viðskiptabanka og sparisjóða í fjármálagerningum og hrávörum. Jafnframt er lagt til að Fjármálaeftirlitinu verði heimilað að takmarka viðtöku viðskiptabanka og sparisjóða á innlánum, óháð því hvort þeir teljist kerfislega mikilvægir, ef stöðutaka þeirra í fjármálagerningum og hrávörum fer umfram tilgreind mörk og getur ógnað hagsmunum innlánseigenda.

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Hagsmunasamtök heimilanna - 07.03.2020

Sjá viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Arion banki hf. - 09.03.2020

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Samtök fjármálafyrirtækja - 10.03.2020

Sjá viðhengi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Kvika banki hf. - 11.03.2020

Viðhengi