Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 26.2.–10.3.2020

2

Í vinnslu

  • 11.3.–7.10.2020

3

Samráði lokið

  • 8.10.2020

Mál nr. S-53/2020

Birt: 26.2.2020

Fjöldi umsagna: 4

Drög að frumvarpi til laga

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Markaðseftirlit og neytendamál

Varnarlína milli viðskipta- og fjárfestingarbankastarfsemi

Niðurstöður

Fjármála- og efnahagsráðherra lagði frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, með síðari breytingum (varnarlína um fjárfestingarbankastarfsemi), fyrir Alþingi í október 2020 (7. þingmál). Í greinargerð með frumvarpinu er fjallað um framkomnar umsagnir og viðbrögð við þeim.

Málsefni

Fjármála- og efnahagsráðherra áformar að leggja fram frumvarp um varnarlínu milli viðskipta- og fjárfestingarbankastarfsemi.

Nánari upplýsingar

Frumvarpinu er ætlað að hrinda í framkvæmd einni af megintillögum hvítbókar um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. Lagt er til að hámark verði sett á stöðutöku kerfislega mikilvægra viðskiptabanka og sparisjóða í fjármálagerningum og hrávörum. Jafnframt er lagt til að Fjármálaeftirlitinu verði heimilað að takmarka viðtöku viðskiptabanka og sparisjóða á innlánum, óháð því hvort þeir teljist kerfislega mikilvægir, ef stöðutaka þeirra í fjármálagerningum og hrávörum fer umfram tilgreind mörk og getur ógnað hagsmunum innlánseigenda.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa fjármálamarkaðar

gunnlaugur.helgason@fjr.is