Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 26.2.–11.3.2020

2

Í vinnslu

  • 12.3.–3.9.2020

3

Samráði lokið

  • 4.9.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-54/2020

Birt: 26.2.2020

Fjöldi umsagna: 1

Drög að frumvarpi til laga

Forsætisráðuneytið

Almanna- og réttaröryggi

Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 47/2010, um bætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum sem falla undir lög nr. 26/2007 (lokauppgjör)

Niðurstöður

Ein umsögn barst vegna málsins og leiddi hún ekki til breytinga á frumvarpsdrögunum. Fyrirhugað er að frumvarpið verði lagt fram á Alþingi á haustþingi 2020.

Málsefni

Fyrirhugað er að leggja fram meðfylgjandi drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 47/2010, um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum sem falla undir lög nr. 26/2007 (lokauppgjör).

Nánari upplýsingar

Hér eru birt til samráðs drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 47/2010 sem geri kleift að taka á málum fatlaðra barna sem vistuð voru á stofnunum sem ekki hafa þegar sætt könnun vistheimilanefndar samkvæmt lögum nr. 26/2007. Þannig sé lokið samfélagslegu uppgjöri vegna vistunar barna á stofnunum á vegum hins opinbera á árum áður og er jafnframt áformað að leggja til að felld verði brott lög nr. 26/2007, um skipan nefndar til að kanna starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn.

Í gildandi lögum er skilyrði þess að unnt sé að leggja fram kröfu um sanngirnisbætur að fyrir liggi skýrsla nefndar samkvæmt lögum nr. 26/2007 (vistheimilanefndar) eða önnur skýrsla sem ráðherra hefur heimilað að lögð verði til grundvallar kröfu um sanngirnisbætur, að áður fenginni umsögn vistheimilanefndar. Ekki er talin ástæða til að leggja í jafn ítarlegar og tímafrekar úttektir á þeim stofnunum og heimilum sem út af standa og í fyrri málum. Litið er svo á að nægjanleg vitneskja sé fyrir hendi um tíðaranda, viðhorf, uppbyggingu og starfsemi stofnana og því sem fór úrskeiðis eða betur mátti fara. Með skýrslum vistheimilanefndar hafi farið fram ákveðið uppgjör við fortíðina og skapast grundvöllur til að taka með aðgengilegri og einfaldari hætti en áður afstöðu til erinda frá þeim sem voru vistuð á barnsaldri á stofnunum fyrir fatlaða einstaklinga og telja sig hafa orðið fyrir illri meðferð og ofbeldi í þeirri vistun.

Stefnt er að því að ljúka megi samfélagslegu uppgjöri vegna þeirra stofnana þar sem fötluð börn voru vistuð á árum áður með aðgengilegri og einfaldari hætti en gert hefur verið, sem gæti orðið til verulegra hagsbóta fyrir þessa einstaklinga þar sem unnt yrði að skoða og afgreiða mál þeirra á mun skemmri tíma en til þessa.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Una Björk Ómarsdóttir

una.bjork.omarsdottir@for.is