Alls bárust 32 umsagnir. Tólf frá sveitarfélögum eða samtökum þeirra, fjórtán frá fyrirtækjum og stofnunum og sex frá einstaklingum. Langflestir umsagnaraðilar lýstu ánægju sinni með tillögurnar. Einstaka ábendingar bárust um þörf á lagfæringum á tillögunum og sumir lögðu fram tillögur um aðgerðir sem mætti bæta við. Framkomnum ábendingum hefur verið komið til viðkomandi ráðuneyta. Leiðréttingar verða gerðar á nokkrum tillögum og uppfærð útgáfa af skýrslu átakshópsins birt í júní. Staðan verður svo metin árlega eftir það.
Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 28.02.2020–08.04.2020.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 08.06.2020.
Átakshópur um úrbætur á innviðum skilaði niðurstöðum sínum 28. febrúar og eru þær birtar á vefnum https://www.innvidir2020.is Áhugasömum gefst kostur á að skila umsögn hér í samráðsgáttinni þar til 8. apríl.
Fárviðri gekk yfir Ísland í desember 2019 og olli miklu tjóni. Samgöngur stöðvuðust og atvinnulífið lamaðist á þeim svæðum sem urðu verst úti. Miklar truflanir urðu í flutnings- og dreifikerfi raforku sem hafði afleidd áhrif á fjarskiptakerfi og leiddi til sambandsleysis við umheiminn á stórum svæðum. Ríkisstjórnin skipaði í kjölfarið átakshóp sex ráðuneyta um úrbætur í innviðum. Hópurinn leitaði til sveitarfélaga, innviðafyrirtækja og stofnana til að fá sýn þeirra á nauðsynlegar úrbætur í innviðum.
Átakshópurinn hefur nú lokið störfum og leggur til fjölmargar aðgerðir til að styrkja innviði landsins í kjölfar óveðursins. Þær snúa meðal annars að úrbótum á varaafli, auknum áreiðanleika raforku- og fjarskiptakerfa, skilgreiningu á hlutverki og mönnun fyrirtækja og stofnana, samræmingu skipulags innviða, eflingu almannavarnakerfisins, fræðslu og upplýsingagjöf til almennings og eflingu rannsókna og vöktunar á náttúruvá.
Meðfylgjandi er umsögn Sveitarfélagsins Skagafjarðar
ViðhengiGóðan dag.
Umsögnin er í meðfylgjandi pdf viðhengi "Umsögn um mál 55-2020.pdf"
Virðingarfyllst,
Ragnar Geir Brynjólfsson
ragnargeir@gmail.com
Baugstjörn 33
Selfossi
ViðhengiÍ viðhengi er umsögn byggðaráðs Dalvíkurbyggðar.
Með bestu kveðjum
Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri.
ViðhengiÍ fárviðrinu í desember 2019 olli rafmagnsleysi miklum vandræðum á Norðurlandi frá Hrútafirði í vestri og austur á Melrakkasléttu. Vandræðin voru vegna dreifikerfis að hluta og flutningskerfis að hluta.
Varðandi flutningskerfið kom í ljós að sjálf byggðalínan stóðst álagið að mestu leyti, en minni línur á 33/66 kV spennu ekki (Sauðárkrókslína, Dalvíkurlína, Kópaskerslína osfrv). Í umögn Landsnets segir í 7 kafla:
"Vakin er athygli á því mestu skemmdirnar eru á landshlutakerfum Landsnet en byggðalínan sjálf stóð af sér mestu hremmingarnar."
Raforkuöryggi er mjög mikilvægt, en til að ná því eru til fleiri en ein leið. Landsnet hefur í lengri tíma lítið komist áleiðis með framkvæmdir til dæmis 220 kV Blöndulínu og 220 kV Suðurnesjalínu.
Ef markmiðið er raforkuöryggi til handa heimilum og atvinnulífi er í mörgum tilvikum hægt að ná því á annan hátt en með því að byggja stórar og mjög umdeildar línur. Þannig mætti til dæmis hringtengja Tröllaskaga með 132 kV línu og auðvitað koma 33/66kV línum í jörðu.
Því er mikilvægt að þetta stóra áfall verði ekki notað til að keyra í gegn mjög umdeildar (og kannski ónauðsynlegar) framkvæmdir. Þess í stað á að horfa á markmiðið um raforkuöryggi og leita til að ná því á skynsaman hátt. Það er ekki gefið að hugmyndir Landsnets um 220 kV línur séu alltaf besta lausnin, heldur verður að skoða mildari leiðir þar sem þess er nokkur kostur.
Virðingarfyllst,
Stefán Georgsson, verkfræðingur
Hafnarfirði
Bent er á að upplýsingar og rannsóknir vanti til að tryggja framtíðarorkuvinnslu úr endurnýjanlegum orkulindum landsins með sem minnstum umhverfisáhrifum.
Lagt er til að hið opinbera hrindi af stað skipulegum langtímarannsóknum á gosbeltum landsins til að leita að hentugum virkjanastöðum jarðhita til raforkuframleiðslu. Þetta verði gert í samstarfi ríkis við orkufyrirtæki landsins.
Þessar rannsóknir felist í nákvæmri jarðfræðikortlagningu og viðnámsmælingum sem framkvæmdar eru á yfirborði til að meta jarðhita djúpt í jarðskorpunni og nýtingar hans að teknu tilliti til náttúruverndar.
Þessar rannsóknir gagnast jafnframt til að kortleggja jarðminjar og innri gerð jarðskorpunnar með tilliti til eldvirkni og náttúruvár.
Um er að ræða langtímaverk sem lauslega metið gæti kostað um 100 m.kr. á ári. Sjá nánar meðfylgjandi skjal
ViðhengiÞað er mjög mikilvægt að rekstraraðilar smávirkjana séu teknir að borðinu þegar fjalla skal um málefni er viðkemur þeim. Í "Skýring - tillaga - staða" við LAN-060 og LAN-19 eru skýringar í engum takti við reynslu og upplifun rekstraraðila smávirkjana um allt land. Sjá nánar í viðhengi.
ViðhengiVinsamlegast sjá umsögn Landverndar í viðhengi.
ViðhengiÍ skýrslu um uppbyggingu innviða, kafla 1.7.2 um raforkuvinnslu eru aðgerðirnar LAN-060 og LAN-109 kynntar. Þar koma fram rangfærslur um smávirkjanir.
Mikilvægt er að rekstaraðilegar smávirkjana fái að taka þátt í vinnslu aðgerðana LAN-060 og LAN-109.
Viðhengiumsögn frá Múlavirkjun hf sjá viðhengi
ViðhengiÍ kafla 1.7.2 um raforkuvinnslu, aðgerðir LAN-060 og LAN-109 koma fram rangfærslur um smávirkjanir.
Mikilvægt er að rekstraraðilar smávirkjana hafi aðkomu að þessum málefnum.
Sjá nánar í viðhengi.
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn Landsvirkjunar um aðgerðir er varða raforkukerfið um uppbyggingu innviða – mál 55/2020 í Samráðsgátt.
ViðhengiMeðfylgjandi eru athugasemdir og ábendingar Íslenskrar Orkuvirkjunar Seyðisfirði ehf. vegna áforma um aðgerðir til að flýta og styrkja framkvæmdir við innviði.
ViðhengiHjálögð er umsögn sveitarstjórnar Húnaþings vestra.
ViðhengiSent inn fyrir hönd Gagnaveitu Reykjavíkur.
Viðhengi ViðhengiHjálögð er umsögn stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
F.h. stjórnar
Unnur Valborg Hilmarsdóttir,
frmakvæmdastjóri.
ViðhengiMeðf. er umsögn Grýtubakkahrepps
ViðhengiÁ 647 fundi bæjarráðs Fjallabyggðar var eftirfarandi fært til bókar.
"Innviðir 2020 - Skýrsla átakshóps sex ráðuneyta í samráðsgátt
Lögð fram skýrsla forsætisráðuneytisins, dags. 28.02.2020 Uppbygging innviða - Aðgerðir vegna fárviðris og önnur innviðauppbygging sem nú er í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar.
Lögð fram drög að umsögn bæjarstjóra vegna skýrslunnar,dags. 07.04.2020.
Bæjarráð samþykkir drögin og felur bæjarstjóra að senda umsögnina áfram í samráðsgátt stjórnvalda."
Umsögn er í viðhengi
ViðhengiEFNI: UPPBYGGING INNVIÐA Í SAMRÁÐSGÁTT
Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps þakkar átakshópi sex ráðuneyta um úrbætur í innviðum, þá yfirgripsmiklu vinnu sem hópurinn hefur skilað á þeim stutta tíma sem liðinn er frá óveðrinu í desember 2019. Átakshópurinn leggur fram fjölda aðgerða til að styrkja innviði landsins og landshlutans enda komu alvarlegir misbrestir í ljós og aðkallandi þörf er á úrbótum víða um land.
Þær tillögur til aðgerða sem koma fram á innvidir2020.is eru mjög góðar og mikilvægt að hraða þeim sem kostur er.
Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps vill leggja ríka áherslu á að þeir misbrestir sem komu í ljós hafi verið viðbúnir, sveitarfélög, fyrirtæki og stofnanir hafi bent á og óskað eftir úrbótum undanfarin ár.
Að þessu sögðu vill sveitarstjórn benda á mikilvægi þess að hraða enn frekar aðgerðum sem felast í jarðstrengjavæðingu dreifikerfis raforku og þrífösun því samfara. Eyfirðingum er mikið kapps mál að liðkað verði fyrir því að 220kv Blöndulína komist í framkvæmd. Mikilvægt er að rafmagnsöryggi og rafmagnsgæði séu tryggð inn á svæðið og innan svæðis. Það er Eyfirðingum mikið hagsmunamál fyrir framtíðar uppbyggingu og styrkingu byggðar að tengingar innan svæðis séu tryggar um leið og tenging inn á svæðið sé trygg. Sveitarfélög við Eyjafjörð hafa kallað eftir bættu aðgengi að raforku og ófært að umsagnar og kynningarferli línulagna geti tekið áratugi og hamlað öryggi og uppbyggingu svæðisins(NOE-10, NOE-40, NOE-15, NOE-18, NOE-74).
Sveitarstjórn tekur undir nauðsyn þess að yfirfara þurfi skilgreiningar á því hvað fellur undir opinberar áfallatryggingar (LAN-110) og skýrt sé hvernig tjón vegna afurðamissis á kúabúum, gripatjón og tjón á girðingum verði bætt. Þá tekur sveitarstjórn undir mikilvægi þess að unnin sé stefnumótun um neyðarfjarskiptakerfi fyrir almenning og viðbragðsaðila.
Akureyrarflugvöllur og uppbygging á aðstöðu og tækni er fjórðungnum öllum mjög mikilvæg (NOE-61). Mikilvægt er að uppbygging flughlaðs og flugstöðvar verði hraðað eins og kostur er og öryggi flugs sé tryggt, lagning rafmagns í jörð sunnan flugvallar (Hólasandslínu 3 og Kröflulínu 1). Aðflugstæki og lendingargæði flugvallarins verði tryggð.
Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps fagnar mjög áætlunum um fyrirkomulag stuðnings ríkis við sveitarfélög vegna fráveituframkvæmda (NOE-78). Stuðningur við framkvæmdir við fráveitur er forsenda þess að hægt sé að hefja framkvæmdir vegna hreinsivirkis og útrásar frá þéttbýlinu á Svalbarðseyri. Þá fagnar sveitarstjórn áætlunum um lagfæringar sjóvarna (NOE-59) sem fóru illa í óveðrinu í desember og mikið hefur mætt á þennan vetur.
Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps ítrekar þakkir til átakshópsins fyrir góða vinnu.
ViðhengiUmsögn Mílu um tillögur átakshóps um úrbætur í innviðum.
ViðhengiHjálögð er umsögn Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra.
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn Samorku um málið.
ViðhengiSjá meðfylgjandi umsögn Landhelgisgæslu Íslands.
ViðhengiAthugasemdir v/ Uppbygging innviða – Aðgerðir vegna fárviðrisinns og önnur …. Verkís.
Formáli
Það sem virkilega var sláandi og vakti athygli undirritaðs við lestur „Uppbyggingu innviða“ er hversu margar stofnanir ásamt Landsneti hafa sofið á verðinum síðustu áratugina og það sama virðist eiga við um Alþingi.
Undirritaður vill taka fram að eftirfarandi athugasemdir eru byggðar á reynslu síðustu 55 ára, í vinnu við uppbyggingu raforkukerfisins frá hjá Jóhanni Rönning, Ljósvirkjanum, Landsvirkjun og síðar Landsneti.
Athugasemdir
Bls. 30 Orkukerfi LAN-056 – Ferli leyfisveitinga vegna framkvæmda í flutningskerfi raforku Endurhönnun á leyfisveitingaferli vegna framkvæmda í flutningskerfi raforku. Samræming ferla, einföldun, skilvirkni.
ATHUGASEMD: Undirritaður tekur undir að skilvirkni vanti í ferlinu.
Sérstaklega sé aðgangur almennings að upplýsingum um raforkukerfi Landsnets haldið leyndum, tæknilegum, teikningum og raforkuflutningur á einstökum línum í flutningskerfinu. Svo almenningur sé fær um gagnrýna Kerfisáætlun Landsnets og koma með hugmyndir. Einnig þarf Landsnet að hlusta, svara spurningum viðkomandi og mögulega nýta, við framtíðar uppbyggingu kerfisins. Undirritaður vann sem rafvirki hjá Landsvirkjun og Landsneti og þekkir þessa hluti vel, hann hefur gert athugasemdir og spurt Landsnet margra spurninga en sjaldnast fengið svör frá Landsneti, utan viðbragða sem komu eftir að ítrekað var kallað eftir þeim, þar sem sagt var „Landsnet hefur ekki mannskap til að svara þínum spurningum“. Undirritaður er ekki rithöfundur því tók það hann í upphafi um 1 - 2 mánuði að gera fyrstu athugasemdirnar við kerfisáætlunina!
Nú hefur Landsnet sett saman HAGSMUNAHÓP, þar sem Landsnet hefur valið úr samtök og einstaklinga tengda umhverfismálum sem m. a. hafa gagnrýnnt Kerfisáætlunina. Hver tilgangurinn er veit undirritaður ekki, en telur þetta vera sýndaraðgerð.
Gott væri við gerð kerfisáætlunarinnar þegar áform eru gerð um uppbyggingu kerfisins og viðhald þess, að hafa þá starfsmenn Landsnets sem vinna við bæði línurnar og tengivirkin með í ráðum, nýta reynslu þeirra.
Nei það kemur ekki til greina að hlusta á hugmyndir starfsmanna varðandi þetta, ef eitthvað er þá er sett ofan í við þá. Raunverulegt dæmi er um mann með tæknilega yfirburða og reynslu, sem hafi þurft að gjalda fyrir hugmyndir sínar, og verið jafnvel lagður í einelti, sem svo lauk með ótímabærum starfslokum viðkomandi! Starfsmenn Landsnets eru látnir skrifa undir trúnaðaryfirlýsingu við ráðningu, um að tjá sig ekki um starfsemina, sem flestir starfsmennirnir fara eftir.
Hugmyndirnar koma frá yfirstjórn fyrirtækisinns að mestum líkindum frá forstjórum, hugmyndir erfast svo milli forstjóra og pólitískt valinna stjórnarmanna. Komið hefur fyrir að óreyndir starfsmenn, verkfræðingar séu settir yfir deildir við hönnun kerfa og séu þar alsráðandi. Hugmyndirnar um uppbyggingu raforkukerfisins til stóriðju sem síðar reynast vera óraunhæfar, hanga inni í áætluninni og ráða ferðinni, þar sem öryggi (N- 1) til hins almenna neytandi á Íslandi gleymast algjörlega. Dæmin í desember síðastliðinn sýndu þetta, þegar varalínur til bæjanna á Norðurlandi vantaði og voru ekki einu sinni á dagskrá samkvæmt kerfisáætluninni, eins og lög þó mæla fyrir um. Ekki hafði heldur verið hugsað fyrir Varaafli hjá Landsneti.
Kerfisáætlun og slíkir verkferlar, kalla svo á athugasemdir eftir athugasemdir við Kerfisáætlun eftir Kerfisáætlun, þar sem Landsnet þráast við að breyta hlutunum og dómstólarnir virðast ekki einusinni duga til!
Allt þetta mislukkaða ferli, kemur svo niður á náttúru Íslands með stórum og óþörfum línum sem jafvel eru reknar á 12% af flutningsgetu sinni svo áratugum skiptir, ásamt því að koma niður á fjárhag Landsnets svo miljörðum skiptir!
Undirritaður telur Kerfisáætlunina ekki virka eins og löggjafinn ætlast til, og vill hvetja til þess að farið sé að lögum við uppbyggingu raforkukerfisins, með þeirri aðferðafræði sem upprunalega var hugsað, almenningi og landinu til heilla!
Bls. 32 LAN – 064 Varaafl – Skipulag – Uppbygging - Flutningskerfið Lýsing Yfirferð á stöðu og skipulagi færanlegra og staðbundinna varaaflstöðva flutningskerfis Landsnets.
ATHUGASEMD: Undirritaður telur færanlegt varaafl, í eigu Landsnets sé vel við hæfi. En mest er um vert að drífa línur í jörð, sérstaklega til þeirra Þéttbýlisstaða á Noðurlandi sem verst urðu úti í óveðrinu.
Bls. 34 LAN-054 Flýting á langtímaáætlun. N-1 (tvær flutningsleiðir að afhendingarstað) í svæðisflutningskerfi raforku á Snæfellsnesi, Vestmannaeyjum, Húsavík og Prestbakka (flutningskerfið) Áætlaður framkvæmdatími 2020-2030 Flýtt Í samræmi við þingsályktun um uppbyggingu flutningskerfis raforku (flýting um 10 ár). Eftirtaldar framkvæmdir eru allar á langtímaáætlun Landsnets eftir 2030 (2030 til 2040) til samræmis við stefnu stjórnvalda um N-1 í landshlutakerfum fyrir 2040. Mögulegt er að flýta öllum þessum framkvæmdum, eða hluta þeirra þannig að hægt sé að tvítengja þessa staði fyrir 2030
ATHUGASEMD: Undirritaður telur þetta vera löngu tímabært, eins og dæmin sýndu í óveðrinu í des. Að auki þarf að leggja jarðstrengi til Sauðárkróks, Dalvíkur og Kópaskers, ásamt Hvammstanga (sem er RARIKS). Til Kópaskers þó ekki væri nema á versta veður svæðinu og yfir í Öxarfjörð til að byrja með! Í framhaldinu á að endurbyggja allar þessar gömlu línur fyrst sem jarðstreng og svo tvöfalda þá stálstauralínum (ef ekki er hringtenging á svæðinu)!
Bls. 35 LAN-061 Tengivirki og spennistöðvar flutningskerfis, yfirbygging tengivirkja og spennistöðva í flutningskerfi raforku.
ATHUGASEMD: Undirritaður telur að ný tengivirki eigi að vera yfirbyggð og unnið sé að áætlun um yfirbyggingu eldri mannvirkja sé við hæfi, en það eigi alls ekki við um öll 27 tengivirkin. Forgangsröðun er algjört lykil atriði, þar sem ástand búnaðar, aldur, ásamt rekstrarlegum áreiðanleika þeirra séu höfð að leiðarljósi!
Bls. 35 LAN-132 – Bæting á málshraða hjá Skipulagsstofnun og forgangur mála í stjórnsýslu vegna framkvæmda í flutningskerfi raforku (mat á umhverfisáhrifum og skipulagsbreytingar) Annars vegar að bæta málsmeðferðarhraða hjá Skipulagsstofnun vegna stjórnsýslu, mats á umhverfisáhrifum og skipulagsbreytingum, með fjölgun stöðugilda hjá stofnuninni. Hins vegar forgangur mála er varða mat á umhverfisáhrifum og skipulagsbreytingum vegna framkvæmda
ATHUGASEMD: Undirritaður telur að hraðinn skipti ekki mestu máli, heldur markviss og vönduð vinnubrögð. Á síðasta áratugum hefur Landsnet lagt áherslu á stóriðjulínur, en trassað rekstraröryggi (N- 1) til bæjarfélaga eins og dæmin sönnuðu nýlega á Norðurlandi (og eru ástæða „Uppbyggingu innviða“ nú frá yfirvöldum).
Bls. 39 LAN-086 Yfirferð á mönnun viðbragðsflokka m.t.t. nauðsynlegra viðbragða í veðurvá, Drög að orkustefnu vegna viðbragða við náttúruvá og tengingu við almannavarnir. Fyrir fárviðrið undirbjuggu fyrirtækin aðgerðir með því að flytja efni og mannafla milli svæða. Vegna viðbragða á vettvangi er mikilvægt er að farið sé yfir mönnun viðbragðsflokka í flutnings- og dreifikerfi, staðsetningu og mönnun starfsstöðva.
ATHUGASEMD: Undirritaður man síðast eftir mönnun starfstöðva um aldamótin 2000 hjá Landsneti. Árið 2012 í slæmu óveðri sem gekk yfir landið þegar Brennimelstengivirkið fór út og varð straumlaust, var tengivirkið þar ekki mannað. Það tók starfsmenn Landsnet 1,5 tíma að komast á staðinn, því bílar fyrirtækisinns voru frosnir í porti Landsnets að Gylfaflötinni. Straumleysið varaði í 3,5 tíma, svo munaði 30 mínútum að álverið á Grundartanga yrði ónýtt. Grunn ástæðan voru mannleg mistök í stjórnstöð Landsnets, ásamt ónógu fyrirbyggjandi viðhaldi á tengivirkinu ásamt skorti á yfirbyggingu þéttavirkis hlutans þar. Um þetta kom ekkert fram í fjölmiðlum. Undirritaður kallaði eftir úrbótum sem ekki bólar enn á, nema ef vera kynni hér í „Um uppbyggingu innviða VEL- 08“. um að flytja eigi allan 220 kV hluta Brennimelstengivirkisins að Klafastöðum, og byggja yfir 132kV hlutann á Brennimel. Undirritaður telur þetta vera fáránleikann í sinni skírustu mynd, hvort sem um sé að ræða 220kV eða 132kV hlutana, en vill taka fram að rétti staðurinn fyrir þéttavirkishluta Brennimels sé á Klafsstöðum
Tengt því að vera á staðnum og vera þar sem búnaðurinn og mannvirkin eru, þá vill undirritaður nefna. Fyrir nokkrum árum stóð til að koma upp starfstöð Landsnets á Akureyri, sem ekkert varð af þá. Undirritaður leggur til að það verði gert, hið fyrsta.
Bls. 39 LAN-058 Efling NSR samstarfsins, uppbygging gagnagrunns, fræðsla, æfingar, samræming viðbragða og fjármögnun. Í samræmi við drög að orkustefnu vegna viðbragða við náttúruvá og tengingu við almannavarnir. Neyðarsamstarf raforkukerfisins hefur síðan 2006 styrkt samstarf og viðbragðsgetu í raforkukerfinu í vá. Samstarfið er ekki viðbragðsaðili, en styður þátttakendur sína í forvörnum og undirbúningi viðbragða við vá m.a. með fræðslu, samhæfingu í undirbúningi, Samstarfið hefur fram að þessu verið rekið innan tekjumarka Landsnet og hefur það staðið stærri verkefnum fyrir þrifum. Þörf er á uppbyggingu gagnagrunns yfir neyðar- og öryggisbúnað sem þáttakendur geta deilt með sér í vá.
ATHUGASEMD: Undirritaður telur að vera innan tekjumarka Landsnets geti ekki staðið samstarfinu fyrir þrifum, þar sem Landsnet hefur haft 5,6 milljarða í afgang síðustu tvö árin. Ástæðan hlítur því að liggja í áherslu á aðra þætti í starfsemi Landsnets, eins og að draga úr kostnaði.
Bls. 43 LAN-104 Samráð aðila þannig að tryggt verði að gert sé ráð fyrir svæði til lagningar strengja meðfram þjóðvegum í hönnun vegaframkvæmda, sjá LAN-090, LAN-020 Vegagerðin í samvinnu við raforkufyrirtæki Á bæði við um strenglagnir svæðisbundnum flutningskerfum (66kV) og strenglagnir dreifikerfis. RARIK hefur sent Vegagerðinni formlegt erindi og Vegagerðin hefur útnefnt tvo aðila í vinnuhóp til að ræða málið. RARIK leggur til verkefnisstjóra og fulltrúa í hópinn. Góð samvinna er milli Vegagerðar, fjarskipta og veitufyrirtækja í þéttbýli um strenglagningar meðfram götum.
ATHUGASEMD: Undirritaður bendir á að einnig megi leggja jarðstrengi með línu vegum Landsnets vítt og breitt um landið.
Bls. 57 VEL-03 Flutningskerfi Akraneslína 2 - nýr jarðstrengur.
Bls. 57 VEL-04 Flutningskerfi Lýsing Vegamót - nýtt yfirbyggt tengivirki, Mikilvægur tengipunktur á Snæfellsnesi. Endurnýjun tengivirkis (nýtt yfirbyggt virki)
Bls. 58 VEL-06 Flutningskerfi Lýsing Hvalfjörður-Hrútafjörður, ný 220kV loftlína frá Hvalfirði í Hrútafjörð framkvæmdatími Gerð 2024-2026 Á 10 ára áætlun Undirbúningur er á frumstigi. Verið er að kortleggja mögulegar línuleiðir og staðsetningu tengivirkis norðanmegin ásamt greiningarvinnu. Áætlað er að umhverfismat vegna framkvæmdarinnar hefjist árið 2021. Staðsetningar 220 kV tengivirkja liggja ekki fyrir.
ATHUGASEMD: Undirritaður styður ekki nýja línu milli Hvalfjarðar og Hrútafjarðar. Landsnet hefur hvergi fært rök fyrir öllum þessum orkuflurningi. Undirritaður telur að rekstraröruggi N- 1 sé í lagi á byggðalínunni!
Ný lína er af flutnings- og öryggislegum ástæðum óþörf, auk eftirfarandi ástæðna: Í óveðrinu í des. s.l. þá stóðst gamla byggðalínan óveðrið - Hún er aðeins að flytja 25% af flutningsgetu sinni um 50 MW - Eftir um 15 – 20 ár kemur að uppbyggingu hennar, sem þá yrði á 220kV - Það er ekki þörf á að auka flutnings getu úr 200MW (í dag) í 1200MW (ný lína nú og endurnýjun gömlu línunnar eftir 15 ár) með tveimur 220kV línum milli Hvalfjarðar og Hrútafjarðar (Hvalfjarðar og Fljótsdals) – Álver á Reyðarfirði (yfirlýsing Landsvirkjunar) né álver í Hvalfirði kalla ekki á þetta.
Bls. 58 VEL-07 Flutningskerfi VOG nýtt yfirbyggt tengivirki Á 10 ára áætlun Endurnýjun tengivirkis á Vogaskeiði við Stykkishólm (nýtt yfirbyggt tengivirki) áætlað upphaf framkvæmda 2026.
Bls. 58 VEL-08 Flutningskerfi Klafastaðir nýtt yfirbyggt tengivirki Gerð 2022-2023 Á 5 ára áætlun Nýtt 220 kV tengivirki sem leysir 220 kV hluta af Brennimel af hólmi. Mikilvægi hátt fyrir iðnaðarsvæðið á Grundartanga. Áætlað upphaf framkvæmdar 2022.
ATHUGASEMD: Undirritaður telur að tryggja þurfi rafagnsöryggi til stórnotenda, álversinns á Grundartanga með möguleika á beintengingu á Brennimel, tveggja lína að Klafastöðum. Það er alls ekki rétt að flytja allan 220kV hluta Brennimelstengivirkis að Klafastöðum! Aðeins er þörf á að byggja yfir 220kV þéttavirkis hlutann annað hvort á Brennimel eða, sem réttara væri á Klafastöðum.
Bls. 59 VOG-GLE Tvítenging Snæfellsness, eða aukið varaafl. Áætlaður framkvæmdatími 2030-2040 Á áætlun / Flýtt Áhrif flýtingar eru hækkun á flutningskostnaði, sjá greinargerð Landnets Verkefnið er á langtímaáætlun Landsnets eftir 2030 (2030 til 2040) til samræmis við stefnu stjórnvalda um N-1 í landshlutakerfum fyrir 2040. Mögulegt er að flýta framkvæmdinni þannig að hægt sé að tvítengja Snæfellsnes við meginflutningskerfið fyrir 2030.
Bls. 59 VEL-10 Yfirbygging á völdum tengivirkjum Landsnets: Vatnshamrar, Vogaskeið, Glerárskógar Áætlaður framkvæmdatími 2030-2040/2020-2030 Ástand ofantalinna tengivirkja er gott og þau eru ekki ofarlega á forgangslista Landsnets um endurnýjun.
Bls. 59 VEL-11 Flutningskerfi Lýsing Yfirbygging á 132 kV tengivirkinu á Brennimel. Áætlaður framkvæmdatími 2026-2027 Á 10 ára áætlun. Mikilvægi tengivirkis mun minnka með tilkomu 220 kV tengivirki á Klafastöðum sem tryggir afhendingaröryggi stórnotenda. Þetta verkefni snýr að endurnýjun 132 kV hluta virkisins sem verður eftir á Brennimel. Áætlað upphaf framkvæmda 2026
ATHUGASEMD: Undiritaður telur yfirbyggingu 132kV hluta Brennimels vera óþarfan, því búnaður hlutans sé góður og fullnægjandi til langrar framtíðar.
Bls. 76 VEF-09 Flutningskerfi Lýsing Nýtt yfirbyggt tengivirki Ísafjarðardjúpi/Kollafirði Áætlaður framkvæmdatími 2020-2022 Verkefnið snýr að uppsetningu nýs afhendingarstaðar í Ísafjarðardjúpi. Verður unnið samhliða öflun aukins raforkuframboðs á Vestfjörðum og mun auka afhendingaröryggi ásamt því að auðvelda tengingar annarra virkjana á svæðinu. Upphaf framkvæmda áætlað 2023 háð því hver framgangur virkjanaáforma verður (VEF-10, 12). Orkubú Vestfjarða leggur áherslu á bætt raforkuöryggi á Vestfjörðum m.a. með uppbyggingu nýrra yfirbyggðra tengistaða í flutningskerfi Landsnets.
ATHUGASEMD: Undirritaður telur tvöföldun lína með jarðstreng norður og suður frá Mjólkárvirkjun eigi að vera verkefni í forgangi. En ekki fleiri tengivirki eða línur á þessu fjörðum skorna og hálenda veðrasvæði.
Bls 77 VEF-10 KF1 loftlína, tengir afhendingarstað í Ísafjarðardjúpi við meginflutningskerfi í Kollafirði Ábyrgð frkv./Eftirfylgni / Fjármögnun Landsnet Orkustofnun Innan útgjaldaramma Áætlaður framkvæmdatími 2022-2023. Tenging nýs afhendingarstaðar í Ísafjarðardjúpi við Vesturlínu í Kollafirði (Mjólkárlínu 1) Upphaf framkvæmda áætlað 2023, háð því hver framgangur virkjanaáforma á Vestfjörðum verða (VEF-09, 12). Orkubú Vestfjarða leggur áherslu á bætt raforkuöryggi á Vestfjörðum m.a. með uppbyggingu nýrra tengistaða í flutningskerfi Landsnets..
ATHUGASEMD: Undirritaður telur tvöföldun lína með jarðstreng, norður og suður frá Mjólkárvirkjun eigi að vera verkefni í forgangi. Umfram línulögn inn Ísafjarðardjúpið yfir fjöll, dali, firði og hálendi Vestfjarða og yfir í Kollafjörð, tengt þar inn á Mjólkárlínu 1 bilanatíðustu línu landsnetsinns.
Bls 77 VEF-12 yfirbyggt tengivirki – tenging Hvalárvirkjunar við afhendingarstað í Ísafjarðardjúpi Áætlaður framkvæmdatími 2022-2024. Verkefnið er háð tengisamningi við Vesturverk og hver framgangur virkjanaáforma verða (VEF-09, 10). Orkubú Vestfjarða leggur áherslu á bætt raforkuöryggi á Vestfjörðum m.a. með aukinni orkuvinnslu og uppbyggingu nýrra tengistaða í flutningskerfi Landsnets.
ATHUGASEMD: Undirritaður telur Hvalárvirkjun og allar þær línur sem henni fylgja tengdar Mjólkárlínu 1, bæti ekki rekstraröryggi umfram tvöföldun lína norður og suður frá Mjólkárvirkjun, sem eigi að vera í forgangi. Auk þess valdi Hvalárvirkjun miklum umhverfisspjöllum miðað við orkuframleiðslu og að vindrafstöðvar ofan Mjólkárvirkjunar (sem dæmi) geti komið þar í stað.
Bls. 77 VEF-13 Ísafjarðarlína Áætlaður framkvæmdatími 2024-2024. Verkefnið snýr að styrkingu (möguleg jarðstrengslagning að hluta) línu frá Breiðadal og á Ísafjörð. Áætlað upphaf framkvæmda 2024. Orkubú Vestfjarða leggur áherslu á bætt raforkuöryggi á Vestfjörðum m.a. með tvöföldun á tengingum tengistaða á norðanverður Vestfjörðum í flutningskerfi Landsnets
ATHUGASEMD: Undirritaður tekur undir og telur tvöföldun lína með járnstauralínum og jarðstreng, norður frá Mjólkárvirkjun eigi að vera verkefni í forgangi.
Bls. 78 VEF-14 Styrking á sunnanverðum Vestfjörðum tvöföldun tenginga 2020-2029 með áætlað upphaf framkvæmda 2022. Orkubú Vestfjarða leggur áherslu á bætt raforkuöryggi á sunnanverðum Vestfjörðum Tvöföldun tengingar frá Mjólka til Breiðadals (tengipunktur við hring á norðanverðum Vestfjörðum). Áætlað upphaf framkvæmda 2027. Orkubú Vestfjarða leggur áherslu á bætt raforkuöryggi á Vestfjörðum m.a. með tvöföldunar tenginga milli tengistaða í flutningskerfi Landsnets á Vestfjörðum.
ATHUGASEMD: Undirritaður telur tvöföldun lína með jarðstreng, suður frá Mjólkárvirkjun eigi að vera verkefni í forgangi. Einnig ef að möguleiki væri á hringtengingu, sem þá myndi uppfylla N- 1 rekstraröryggi á svæðinu .
Bls. 78 VEF-16 Yfirbygging á tengivirki í Breiðadal Endurnýjun (nýtt yfirbyggt virki) í Breiðadal. Orkubú Vestfjarða leggur áherslu á bætt raforkuöryggi á Vestfjörðum m.a. með flýtingu á yfirbyggingu tengivirkja Landsnets.
ATHUGASEMD: Undirritaður tekur undir yfirbyggingu í Breiðadal, að verkefni sem lúta að rekstraröryggi, eigi að vera í forgangi. En vill benda á að yfirbygging tengivirkja geti einnig verið með þeim hætti, að byggt sé yfir útirofa.
Bls. 79 VEF-18 Útreikningar og mat á nauðsynlegum aðgerðum til að koma í veg fyrir straumleysi á Vestfjörðum vegna útfalls tengivirkis LN í Hrútatungu Áætlaður framkvæmdatími 2020-2020 Fyrir liggur greining í skýrslu Landsnets á afhendingaröryggi á Vestfjörðum frá mars 2019. Í vinnslu er einnig hjá Orkustofnun skýrsla um raforkuöryggi á Vestfjörðum, sem gengið verður frá í febrúar 2020. Orkubú Vestfjarða leggur áherslu á bætt raforkuöryggi á Vestfjörðum m.a. á grundvelli ofangreindra athugana.
ATHUGASEMD: Undirritaður telur réttast að skipta gömlum rofum á byggðalínunni út, eftir reynslu af þeim (tegundum) og ástandi þeirra, sérstaklega á þeim stöðum sem ekki stóðust áraunina í óveðrinu nú í des. sérstaklega í Hrútatungu. Endurnýja ætti rofana þar með góðum útirofum, með miklu yfirborði (einangrara rofans) bæði yfir rofann og til jarðar. Setja þá niður á gömlu undirstöðurnar, sem fyrir eru. Gömlu rofarnir í Hrútatungu eru orðnir 45 ára gamlir og voru í upphafi, frekar léleg frumsmíði, sinnar tegundar! Síðar kemur nýtt innitengivirki 220kV í Hrútatungu, þegar endurnýja þarf gömlu byggðalínuna eftir um 15- 20 ár sem yrði þá 220kV.
Bls. 79 Innviður VEF-55 Flutningskerfi Lýsing Yfirbygging á tengivirki í Mjólká Ábyrgð frkv. Áætlaður framkvæmdatími 2020-2040 Áhrif flýtingar eru hækkun á flutningskostnaði, sjá greinargerð Landnets. Verkefnið er ekki á 10 ára áætlun Landsnets. Erfitt er að tímasetja verkefnið fyrr en ljóst verður hvernig tvítengingu Vestfjarðar við meginflutningskerfið verður háttað, en Það mun m.a. byggja á hvernig orkuframleiðsla á svæðinu mun þróast auk fleiri þátta. Orkubú Vestfjarða leggur áherslu á bætt raforkuöryggi á Vestfjörðum m.a. með flýtingu á yfirbyggingu tengivirkja Landsnets.
ATHUGASEMD: Undirritaður er samþykkur yfirbyggingu tengivirkisins við Mjólká. Bendir á að mikilvægi Mjólkárvirkjunar og tilheyrandi tengivirkis sé mikið og verði mögulega meira í framtíðinni ef orkuframleiðsla á svæðinu t.d. með vindrafstöðvum ofan virkjunarinnar verði að veruleika. En vindrafstöðvar eru víða í námunda við gamlar virkjanir, þar sem línur og búnaður ásamt þjálfuðum mannskap.
Bls. 79 VEF-65 Flutningskerfi Lýsing Tvöföldun á tengingu Vestfjarða við meginflutningskerfið Áætlaður framkvæmdatími Ekki á áætlun Langtíma Orkubú Vestfjarða Skýrsla um raforkuöryggi á Vestfjörðum Aðgerðir Landsnets til aukningar á raforkuöryggi á Vestfjörðum koma fram í kerfisáætlun þar sem gert er ráð fyrir m.a. yfirbyggingu tengivirkja, tvöföldun tengileiða milli tengistaða og fjölgun tengistaða í kjölfar aukinnar raforkuvinnslu. Almennt sé æskileg undirstaða raforkuöryggis á Vestfjörðum aukning á raforkuvinnslu í landshlutanum. Verði af aukinni raforkuvinnslu er ekki gert ráð fyrir tvítengingu við meginflutningskerfið. Orkubú Vestfjarða bendir á að sú leið verði skoðuð.
ATHUGASEMD: Undirritaðu tekur undir yfirbyggingu tengivirkja og tvöföldun tengileiða milli tengistaða.
Undirritaður styður ekki gerð Hvalárvirkjunar í heild sinni, hún sé mikil eyðilegging á náttúru Drangajökulssvæðinu og allra Vestfjarða.
Undirritaður vill mótmæla fjölgun tengistaða tengda Hvalárvirkjun, með öllum þeim km loftlína sem því tengjast um og yfir firði og dali við Ísafjarðardjúp og hálendi kjálkans, tengda við Mjólkárlínu 1 í Kollafirði á Barðaströnd, truflanamestu línu landskerfisins. Telur hæpið að það tryggi rekstraröryggi á Vestfjörð,. Allt þetta fyrir tiltölulega litla orkuframleiðslu sem flytja eigi inn á landsnetið. Í Bolungarvík er 6 kW vara afl sem stækka má eftir þörfum og án umhverfisspjalla. Undirritaður vill einnig benda á að setja megi upp vindrafstöðvar ofan Mjólkár til að styrkja raforku kerfið á Vestfjörðum. Undirritaður bendir á reynslu Landsvirkjunar í því sambandi og að hvor vindrafstöð Landsvirkjunar ofan Búrfells fyrir sig, geti framleitt raforku fyrir um 1500 heimili. Undirritaður hefur séð Vindrafstöðvar Landsvirkjunar og telur þær ásættanlegar miðað við útlit og staðsetningu þar, Einnig hefur undirritaður séð þær í Skotlandi þar sem að þeim var komið fyrir í fjallaskarði nærri gamalli virkjun þar sem að ekki bar mikið á henni. Vindrafstöðvar sem kæmu í stað Hvalárvirkjunar, hundruðum km af háspennulínum og nokkurra tengivirkja, væru að mati undirritaðs, langt undir kostnaði við virkjunina og allt sem henni fylgir. Þær má byggja upp í áföngum og erfir þörfum, þær valda ekki neinum umhverfisspjöllum og eru afturkræfar. Vindrafstöðvar og staðsetning þeirra er sett hér fram, með fyrirvara varðandi fuglalíf.
Undirrituðum finnst það í raun ótrúlegt að Vestfirðingar skuli styðja það að einkafyrirtæki græði á að eyðileggja Vestfirska náttúru og flytja í burtu úr fjórðungnum í formi raförku. Rýra þar með Vestfirði varanlega með ó afturkræfum framkvæmdum. Sjá einnig athugasemdir undirritaðs við VEF- 11.
Bls.80 VEF-11 Tenging um Ísafjarðardjúp Ekki á áætlun Ekki á áætlun Langtíma Aðgerðir Landsnets til aukningar á raforkuöryggi á Vestfjörðum koma fram í kerfisáætlun. Þar er gert ráð fyrir m.a. leiðsluyfirbyggingu tengivirkja, tvöföldun tengileiða milli tengistaða og fjölgun tengistaða miðað við aukna raforkuframleiðslu á svæðinu. Heppilegast er talið að auka raforkuframleiðslu í landshlutanum og styrkja tengingar innan hans. Tvítenging við meginflutningskerfið er talin vera síðri leið. Orkubú Vestfjarða leggur áherslu á að sú leið verði skoðuð.
ATHUGASEMD: Undirritaðu tekur undir yfirbyggingu tengivirkja, tvöföldun tengileiða milli tengistaða. En vill mótmæla fjölgun tengistaða og Hvalárvirkjun í heild sinni vegna óafturkræfra náttúruspjalla. Með löngum línum um erfitt landsvæði firði og heiðar sem fara þurfi yfir og með tengingu inn á landsnetið um ótryggustu línu raforkukerfisinns á Íslandi. Að í Bolungarvík sé 6kW vara afl sem megi stækka eftir þörfum án umhverfisspjalla. Einnig vill undirritaður benda á að setja megi upp vindrafstöðvar ofan Mjólkár til að styrkja raforku kerfið á Vestfjörðum. Undirritaður bendir á reynslu Landsvirkjunar í því sambandi og að hvor vindrafstöð Landsvirkjunar hvor fyrir sig, geti framleitt raforku fyrir um 1500 heimili. Þetta er sett fram með fyrirvara varðandi umhverfismál og staðsetningu, sem rannsaka eigi og með sérstöku tilliti fuglalífs. Sjá einnig athugasemdir undirritaðs við VEF- 65.
Bls. 81 VEF-07 Jarðstrengur um Dýrafjarðargöng Áætlaður framkvæmdatími 2020-2030 Lagning jarðstrengja um Dýrafjarðargöng er að hefjast þessa dagana. Þar er um að ræða annars vegar 132 kV streng (verður rekinn á 66kV í byrjun) í eigu Landsnets og hins vegar 11 kV streng í eigu Orkubúsins sem mun tengja Þingeyri við Mjólká. Þar með tengist Þingeyri Mjólká bæði með jarðstreng og loftlínu. Orkubú Vestfjarða hefur rætt um mikilvægi þess að flýta lagningu jarðstrengsins frá syðri gangamunna í Mjólká og vísa til samlegðar við lagningu á 11 kV streng Orkubúsins. Samkvæmt upplýsingum frá Landneti er tvítenging á Suðurfirðina (að Keldeyri) á undan í forgangsröðinni. Ástæðan er sú að Landsnet er þegar með „n-1“ á Norðurfjörðunum (varaafl í Bolungarvík). Eftir sem áður er tvöföldun að Breiðadal á 10 ára áætlun, í samræmi við stefnu stjórnvalda um „n-1“ og m.a. er strengurinn um göngin þegar kominn í framkvæmd. En Landsnet sér þetta verkefni að Norðurfjörðum sem viðbótar línu (tvöföldun) alveg frá Mjólká að Breiðadal. Tæknilega væri hægt að flýta „norðurtengingunni“, en það er spurning um forgangsröðun verkefna á milli landsfjórðunga.
ATHUGASEMD: Undirritaður er samþykkur jarðstreng um Dýrafjarðargöng.
Bls. 95 NOV-10 Flutningskerfi Lýsing Hrútafjörður-Blanda, ný 220kV loftlína frá Hrútafirði að Blönduvirkjun Áætlaður framkvæmdatími 2028-2029 Á 10 ára áætlun Hluti af nýrri kynslóð byggðalínu á Vesturlandi, seinni áfangi samtengingar landshluta. Gjörbreytir stöðu flutningskerfisins. Eykur áreiðanleika, skilvirkni og aflgetu afhendingarstaða víðast hvar á landinu. Engin undirbúningar hafinn, enda talsverður tími þar til verkefnið verður sett á framkvæmdaáætlun.
ATHUGASEMD: Undirritaður styður ekki nýja línu milli Hrútafjarðar og Blöndu. Landsnet hefur hvergi fært rök fyrir öllum þessum orkuflutningi. Undirritaður telur að rekstraröruggi N- 1 sé í lagi á byggðalínunni!
Ný lína er af flutnings- og öryggislegum ástæðum óþörf og einnig af eftirfarandi ástæðum: Í óveðrinu í des. s.l. þá stóðst gamla byggðalínan óveðrið - Hún er aðeins að flytja 25% af flutningsgetu sinni um 50 MW - Eftir um 15 – 20 ár kemur að uppbyggingu hennar, sem þá yrði á 220kV - Það er ekki þörf á að auka flutnings getu úr 200MW (í dag) í 1200MW (ný lína og endurnýjun gömlu línunnar eftir 15 ár) með tveimur 220kV línum milli Hrútafjarðar og Blöndu (Hvalfjarðar og Fljótsdals) – Álver á Reyðarfirði (yfirlýsing Landsvirkjunar) né álver í Hvalfirði kalla ekki á þetta.
Bls. 96 NOV-11 Blöndulína 3 frá Blöndu til Akureyrar, 220 kV loftlína Áætlaður framkvæmdatími 2023-2024 Af hálfu Landsnets: 2023 Forgangsaðgerð 1 í gegn um leyfisveitingaferli Vinna við nýtt umhverfismat er hafin og er verið að vinna í drögum að tillögu að matsáætlun. Framkvæmdin hafði áður farið í gegnum umhverfismat og lá álit Skipulagsstofnunar fyrir þann 29. janúar 2013. Í kjölfar dóma vegna Suðurnesjalínu 2 tók Landsnet ákvörðun um að fresta framkvæmdinni og endurtaka umhverfismatið með nýjum áherslum og auknu samráði.
ATHUGASEMD: Undirritaður styður ekki nýja línu milli Blöndu og Akureyrar. Landsnet hefur hvergi fært rök fyrir öllum þessum orkuflurningi. Undirritaður telur að rekstraröruggi N- 1 sé í lagi á byggðalínunni!
Ný lína er af flutnings- og öryggislegum ástæðum óþörf, einnig af eftirfarandi ástæðum: Í óveðrinu í des. s.l. þá stóðst gamla byggðalínan óveðrið - Hún er aðeins að flytja 25% af flutningsgetu sinni um 50 MW - Eftir um 15 – 20 ár kemur að uppbyggingu hennar, sem þá yrði á 220kV - Það er ekki þörf á að auka flutnings getu úr 100 og 200MW (í dag) í 1200MW (ný lína og endurnýjun gömlu línunnar eftir 15 ár) með tveimur 220kV línum milli Blöndu og Akureyrar (Hvalfjarðar og Fljótsdals) – Álver á Reyðarfirði (yfirlýsing Landsvirkjunar) né álver í Hvalfirði kalla ekki á þetta.
Undirritaður vill ítreka að Blöndulína 3 (Akureyri- Blanda) er óþörf nú, þar sem hún kemur ekki við í Varmahlíð, og getur því ekki komið í staðinn fyrir Rangárvallalínu 1 (Akureyri- Varmahlíð) og Blöndilínu 2 (Varmahlíð- Blanda) þegar endurnýja þarf þær báðar eftir 15 og 20 ár.
Undirritaður bendir á að í dag er flutningsgeta línanna milli Akureyrar- Varmahlíðar 110MW og Varmahlíðar og Blöndu 200MW. Með nýrri Blöndulínu 3 nú vill Landsnet auka flutningsgetuna milli Akureyrar og Blöndu um 600MW sem þá verður alls 710 og 800MW. Þegar svo endurbyggja þarf línurna milli Akureyrar og Varmahlíðar eftir 15 ár og svo línuna milli Varmahlíðar og Blöndu eftir 20 ár, þá mun Landsnet aftur auka flutningsgetuna um 600MW og fer þá upp í 1200MW. En það er sem dæmi helmingur af allri orkunni sem notuð er á Íslandi í dag, og er tvisvar sinnum það sem Álver á Reyðarfirði notar , svona til samanburðar.
Bls. 96 NOV-12 Flutningskerfi Lýsing Sauðárkrókslína 2 frá Varmahlíð til Sauðárkróks, jarðstrengur Áætlaður framkvæmdatími 2019-2020 Framkvæmdir eru hafnar. Áætluð verklok á seinnihluta 2020.
Bls. 96 NOV-13 Flutningskerfi Lýsing Tengivirki Sauðárkróki - nýtt yfirbyggt tengivirki vegna tengingar Sauðárkrókslínu 2 Framkvæmdir eru hafnar. Áætluð verklok á seinnihluta 2020
Bls. 97 NOV-14
NOV-14 er sama og NOV 13
Bls. 97 NOV-15 Viðgerð á tengivirkinu Hrútatungu Áætlaður framkvæmdatími 2020-2020 Lokið Skammtíma Búið er að yfirfara virkið og kortleggja nauðsynlegar viðgerðir í virkinu í þeim tilgangi að tryggja rekstur þess þar til nýtt virki er tilbúið. Viðgerðir verða framkvæmdar sumarið 2020.
ATHUGASEMD: Undirritaður telur að tengivirkið í Hrútatungu sem er 45 ára gamalt og með lélegan rofabúnað hafi verið illa sinnt af Landsneti lengi. En Landsnet dróg úr eftirliti og viðhaldi fyrir 5 árum bæði á línum og í tengivirkjum sem má teljast vítavert að mati undirritaðs í eins mikilvægu tengivirki og í Hrútatungu. Nú er því réttast er að skipta gömlum rofum út, endurnýja þá með góðum útirofum og með miklu yfirborði einangra (postulína) rofans, bæði yfir rofann og til jarðar, og setja þá niður á gömlu undirstöðurnum, sem fyrir eru.
Bls. 97 NOV-16 Yfirbyggt tengivirki Hrútatungu Áætlaður framkvæmdatími 2021-2022 Flýtt Tengivirkið er hluti af byggðalínuhringnum og tengir Vestfirði við meginflutningskerfið. Virkið fór illa í seltufárviðrinu í desember 2019 og því hefur endurnýjun þess verið flýtt. Áætlað upphaf framkvæmda árið 2021.
ATHUGASEMD: Undirritaður telur að setja nýtt yfirbyggt tengivirki í Hrútatungu nú sé óskynsamleggt núna. Því eftir 15 – 25 ár, þarf að endurnýja gömlu byggðalínuna sjálfa, og þá verður hún byggð sem 220kV lína og þá verða einnig byggt nýtt 220kV innitengivirki.
Bls. 98 Innviður NOV-03 Yfirbygging á 132 kV tengivirki í Varmahlíð Áætlaður framkvæmdatími Gerð 2027-2028 Endurnýjun 66 kV hluta er á áætlun fyrir árið 2020 en 132 kV endurnýjun er á langtímaáætlun árið 2027
ATHUGASEMD: Undirritaður er samþykkur yfirbyggingu 66kV hluta Varmahlíðar tengivirkis, en telur að 132kV hlutinn eigi ekki að vera yfirbyggður fyrr en, þegar línurnar verða endurnýjaðar eftir 15- 20 ár og þá sem 220kV tengivirki.
Bls. 113 NOE-15 Flutningskerfi Lýsing Hólasandslína 3, ný 220kV loftlína Áætlaður framkvæmdatími 2020-2021 Af hálfu Landsnets: 2020 Forgangsaðgerð 1 í gegn um leyfisveitingaferli Umhverfismati lokið og álit Skipulagsstofnunar lá fyrir þann 19. september 2019, en Landsnet hafði sent skýrsluna inn þann 25. mars sama ár. Samningaviðræður við landeigendur standa yfir að svo stöddu, en vonir standa til að framkvæmdir hefjist á þessu ári ef samningar og leyfisveitingar ganga vel.
ATHUGASEMD: Etir því sem undirrituðum skilst, hefur Hólasandslína 3 fengið samþykki, svo þeir sem bera umhyggju fyrir umhverfi Norðurlands verða að sætta sig við hana. En undirritaður hefur bent á að með tilkomu Hólasandslínu 3 megi fjarlægja gömlu byggðalínuna Kröflulínu 1 milli Akureurar og Kröflu. Að ástæðulaust sé að láta hana standa þarna áfram ónotaða og að fúna niður landsmönnum til ama!
Bls 114 NOE-16 Tenging Húsavíkur við Bakka / Húsavík nýtt tengivirki Áætlaður framkvæmdatími 2020-2021 Tenging er komin á og hefur verið notuð sem varatenging þegar Húsavíkurlína 1 hefur farið út. Óvissa ríkir ennþá um hvaða áhrif rekstur kísilvers hefur á spennugæði á Bakka, en Landsnet vinnur að því ásamt eigendum kísilversins að tryggja að spennugæði verði eins og kveðið er á um í netmálum. Hvað varðar framtíðar tengingu Húsavíkur við meginflutningskerfið, er ljóst að ráðast þarf í endurnýjun Húsavíkurlínu 1 á einhverjum tímapunkti. Ekki hefur ennþá verið ákveðið hvernig sú endurnýjun fer fram en nokkrir möguleikar eru í stöðunni, s.s. að leggja jarðstreng frá Kópaskerslínu 1 við Höfuðreiðarmúla. Húsavíkurlína 1 mun verða áfram í rekstri þangað til búið er að taka ákvörðun um það hvernig tvítengingu Húsavíkur verður háttað til framtíðar.
ATHUGASEMD: Undirritaður telur að ný Húsavíkurlína eigi að vera jarðstrengur þegar hún kemur og eigi að tengjast Kópaskerslínu. Sjáið einnig athugasemd undirritaðs við NOE-21
Bls 114 NOE-18 Flutningskerfi Lýsing Kröflulína 3, ný 220kV loftlína Áætlaður framkvæmdatími 2019-2020 Framkvæmdir hafnar, verklok áætluð í lok árs 2020.
ATHUGASEMD: Etir því sem undirrituðum skilst, hefur Kröflulína 3 fengið samþykki og byrjað hefur verið á henni, svo þeir sem bera umhyggju fyrir umhverfi Norður- Austurlands verða að sætta sig við hana. En undirritaður hefur bent á að með tilkomu Kröflulínu 3 megi fjarlægja gömlu Kröflulínu 2 milli Kröflu og Fljótsdals. Að ástæðulaust sé að láta hana standa þarna áfram ónotaða og að fúna niður landsmönnum til ama!
Bls. 114 NOE-19 Flutningskerfi Lýsing Kópaskerslína, endurbætur og styrking á línu Áætlaður framkvæmdatími 2025-2026 Styrkja á núverandi línu á völdum köflum, annað hvort með stálmöstrum eða jarðstrengslagningu. Áætlað upphaf framkvæmda 2025
ATHUGASEMD: Undirritaður styður að endurbyggja eigi Kópaskerslínu með jarðstreng t.d. ½ leið og alla leið með nýrri járnstauralínu. Í framtíðinni eigi að vera til Kópaskers bæði jarðstrengur og járnstauralína alla leið (tvær línur). Undirritaður leggur til að línur Landsnets og RARIK til Kópaskers, verði sameinaðar. Sjáið einnig athugasemd undirritaðs við NOE-22
Árið 2012 Hrundi Kópaskerslína og Landsnet gerði ekkert annað en endurnýja það sem hrundi, gerði engar úrbætur, í stað þess að byggja þá strax nýja járnstauralínu. Þá hefði hrunið nú í desember ekki orðið landsmömmum svona mikil áraun, né Landsneti svona dýrt. Að mati undirritaðs hefur töfin á varanlegri viðgerð frá árinu 2012 verið að öllu leiti á ábyrgð Landsnets og fyrirtækinu til skammar!
Bls. 115 NOE-20 Rangárvellir tengivirki endurbætur (stækkun 66 kV spenna) Áætlaður framkvæmdatími 2022-2023. Í kjölfar spennusetningar Hólasandslínu 3, verður Laxárlína 1 rifinn niður. Til þess að koma til móts við þá minnkun á aflgetu á 66 kV spennu og eins til að bregðast við notkunaraukningu á svæðinu þarf að stækka 66 kV aflspenna í tengivirkinu. Áætlað upphaf framkvæmda 2022.
ATHUGASEMD: Undirritaður styður 66kV stækkunina á Rangárvöllum og niðurrif Laxárlínu.
Bls, 115 NOE-21 Flutningskerfi Lýsing Húsavíkurlína - endurnýjun, eða önnur lausn (mögulega nýtt 66 kV tengivirki á Húsavík) Áætlaður framkvæmdatími 2030-2040/2020-2030 Á áætlun/flýtt Tryggja þarf tvítengingu Húsavíkur þegar að Húsavíkurlína 1 hefur lokið líftíma sínum. Verkefnið er óskilgreint á langtímaáætlun Landsnets, en tryggja þarf tvítengingu fyrir árið 2040 skv. stefnu stjórnvalda.
ATHUGASEMD: Undirritaður styður nýtt tengivirki við Húsavík og síðar jarðstreng til Húsavíkur, sem tengdur væri bæði Kópaskerslínu, Laxárvirkjun og Hólasandstengivirki auk lína RARIKS á svæðinu sem og til Kópaskers. Undirritaður leggur til og treystir á snilli Landsnets og RARIK í samstarfi, að stokka upp línukerfið á svæðinu, þar sem jarðstrengir væru notaðir að miklum hluta til þess að varðveita sem mest má, ásýnd Reykjasveitar, Reykjaheiðar, Keldunesheiðar Öxarfjarða og Núpasveitar. Einnig að flýta línum í Laxárdal, umhverfis Laxárvirkjun og í Reykjadal í jörð sem fyrst. Heyrst hefur að landeigendur standi þar fyrir umbótum og því rekstraröryggi sem fylgir línum í jörð, með því að neita RARIK um að setja línuna inn dalinn og meðfram Laugum í jörð. Undirritaður hefur ekki heyrt annað eins og telur þetta vera eina dæmið á öllu landinu þar sem landeigendur standa í veginum fyrir því að línur séu settar í jörð og telur að á þessu verði að linna hið fyrsta!
Bls 115 NOE-22 Kópaskerslína, frekari endurbætur Áætlaður framkvæmdatími 2030-2040/2020-2030 Á áætlun/flýtt Tryggja þarf tvítengingu afhendingarstaða fyrir 2040. Ekki liggur fyrir skilgreining á því hvernig tvítengingu Kópaskers verður háttað.
ATHUGASEMD: Undirritaður styður tvítengingu Kópaskers og telur að leggja eigi jarðstreng alla leið. Byggja síðan járnstauralínu (prófíl eða rör), einnig alla leið og rífa síðan gömlu línuna. Undirritaður bendir á hvort RARIK sem er með línu samsíða línu Landsnets til Kópaskers, geti ekki sameinast um þessar tvær nýju línur (jarðstrengur og lína) til Kópaskers sem undirritaður leggur hér til.
Bls. 116 NOE-23 Kópasker, nýtt tengivirki eða varaafl Áætlaður framkvæmdatími 2030-2040/2020-2030 Á áætlun/flýtt Tryggja þarf tvítengingu afhendingarstaða fyrir 2040. Ekki liggur fyrir skilgreining á því hvernig tvítengingu Kópaskers verður háttað.
ATHUGASEMD: Undirritaður styður nýtt innitengivirki við Kópasker.
Bls 116 NOE-83 Dalvíkurlína 2 og stækkun tengivirkis á Dalvík Áætlaður framkvæmdatími 2027-2028 Á áætlun Langtíma Tvöföldun tengingar á milli Dalvíkur og Akureyrar (N-1). 66 kV jarðstrengur samhliða Dalvíkurlínu 1 og stækkun á tengivirkjum í Dalvík og á Rangárvöllum. Áætlað upphaf framkvæmda 2027, sjá NOE-20.
ATHUGASEMD: Undirritaður telur eins og dæmið sýndi nú í desember, að byrja eigi sem fyrst á byggingu nýs innitengivirkis við Dalvík og lagningu nýs jarðstrengs milli Dalvíkur og Rangárvalla hið allra fyrsta. Undirritaður vill lýsa yfir vanþóknun sinni á framistöðu Landsnets, varðandi tvítengingu til Dalvíkur (N- 1) á umliðnum árum!
Bls. 136 AUS-05 Eskifjörður nýtt yfirbyggt tengivirki Áætlaður framkvæmdatími 2019-2021 Hluti af verkefni sem snýr að spennuhækkun á Austurlandi. Verkefni hafið.
Bls. 136 Hryggstekkur nýtt yfirbyggt tengivirki Áætlaður framkvæmdatími 2027-2028 Útvíkkun á 220 kV kerfinu inn á Austurlandskerfið. 220/132 kV tengivirki sem tengist inn á FL3 eða FL4. Áætlað upphaf framkvæmda 2027.
ATHUGASEMD: Undirritaður telur ekki liggja á að útvíkka og tengja 220kV kerfið við Hryggstekk. En telur að FL3 og 4 þurfi að tengjast kerfinu á Reyðarfirði, Eskifirði og Norðfirði.
Árið 2015 var dregið úr eftirliti og viðhaldi Ljá Landsneti á öllum línum og tengivirkjum um 50%, á búnaði sem er allt upp í 45 ára gamall.
Í því sambandi vill undirritaður benda á í óveðrinu, þegar FL3 slitnaði og féll niður „að ef eitthvað hefði komið fyrir hina línuna FL4 sem flutti orkuna til álversinns og að straumleysið hefði varað lengur en 4 tíma þá hefði álverið á Reyðarfirði, orðið ónýtt! Af þessu dregur undirritaður þá ályktun að tíðni og gæði eftirlits Landsnets hafi, ekki verið fullnægjandi varðandi FL3 og FL4 á umliðnum árum! Undirritaður leggur því til að tíðni eftirlits með FL3 og FL4, ásamt öðrum hlutum raforkukerfisinns á Austurlandi verði aukin um 100%!
Bls. 138 Austurland-spennuhækkun: Eyvindará endurbætur á tengivirki Áætlaður framkvæmdatími 2019-2020 Hluti af verkefni sem snýr að spennuhækkun á Austurlandi. Verkefni hafið.
Bls. 138 AUS-08 Vopnafjarðarlína 1 –Strenglagning að hluta yfir Hellisheiði eystri Áætlaður framkvæmdatími 2021-2022 Strenglagning á erfiðum kafla Vopnafjarðarlínu 1, 10 km, á Hellisheiði eystri.
BLs. 138 AUS-09 Neskaupstaðarlína 2 háspennulína Áætlaður framkvæmdatími 2019-2020 Framkvæmdir eru hafnar. Áætluð verklok 2020.
Bls 138 AUS-16 Austurland - spennuhækkun: Stuðlar breytingar á tengivirki Áætlaður framkvæmdatími 2019-2021 Hluti af verkefni sem snýr að spennuhækkun á Austurlandi. Verkefni hafið
Bls. 139 AUS-17 Austurland - spennuhækkun: Eskifjarðarlína 2 km í jarðstreng Áætlaður framkvæmdatími 2019-2021 Hluti af verkefni sem snýr að spennuhækkun á Austurlandi. Verkefni hafið
Bls. 139 AUS-30 Yfirbygging á völdum tengivirkjum Landsnets – Stuðlar, Eyvindará Áætlaður framkvæmdatími / áætlun / Gerð 2030-2040/ 2020-2030 Á áætlun / flýtt Verkefni eru ekki á 10 ára áætlun Landsnets eins og er. Yfirbygging Eyvindarár er þó framar í forgangi en yfirbygging Stuðla
Bls. 154 SUL-02 Lækjartún - nýtt yfirbyggt tengivirki Áætlaður framkvæmdatími 2020-2021 Af hálfu Landsnets: 2020 Eykur afhendingaröryggi og afhendingargetu í Öræfum og nærsveitum.
Bls. 154 SUL-03 Flutningskerfi Lýsing Lækjartúnslína 2 - ný 132kV loftlína Áætlaður framkvæmdatími 2020-2021 Eykur afhendingaröryggi og afhendingargetu í Öræfum og nærsveitum.
Bls, 154 SUL-04 Sigalda tengivirki Áætlaður framkvæmdatími 2025-2026 Á 10 ára áætlun Langtíma Virkið er mikilvægur tengipunktur á virkjanasvæðinu á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu, auk þess að vera tengipunktur svæðisins við byggðalínuhringinn. Virkið er útivirki og er að nálgast enda líftíma síns. Áætlað upphaf framkvæmda 2024/2025.
ATHUGASEMD: Undirritaður styður ekki endurnýjun Sigöldu tengivirkis sem innitengivikis og neitar að tengivirkið sé að nálgast enda síns líftíma. Virkið er bæði með nýjum rofum og góðum rofum með góðu einangrunar yfirborði, sem gerðir hafa verið upp, fyrir um 15- 20 árum. Að auki hefur virkið fengið gott viðhald, ásamt endurnýjun eininga, sérstaklega þegar það var í umsjón Landsvirkjunar. Undirritaður telur að viðhalda þurfi tengivirkinu vel áfram því tengivirkið sé frá 1978. Sem dæmi kom útleiðslu í virkið fyrir 7 árum, þegar raki komist að rafbúnaði í útiskápum virkisins (hitald bilaði) og 132kV hluti virkisins fór út ásamt byggðalínunni til Prestbakka. Þetta sama kom svo aftur fyrir í óveðrinu nú í desember. Útiskáparnir sem hér um ræðir eru í 132kV hluta virkisins, þeir eru gisnir svo bæði snjór og ryk á möguleika á að komast inn í þá. Skáparnir eru ekki ætlaðir fyrir smágerðar stýri tengingar og ef dregst eða gleymist að klæða þá fyrir veturinn þá er voðinn vís. Þessa skápa þarf að endurbyggja sem allra fyrst.
Árið 2015 að var dregið úr eftirliti og viðhaldi Ljá Landsneti á öllum línum og tengivirkjum um 50%. Lítilli tíðni eftirlits og lítil bilun getur haft mikil áhrif á rekstur rafbúnaðar eins og dæmi sanna! Undirritaður telur að tíðni eftirlits Sigöldutengivirkis, eigi að auka um 100% í það sem að það var fyrir 2015, sem var lágmarks viðhald. Sem dæmi um slakt viðhald í tengivirkinu, má benda á þegar tengivirkið var ljóslaust í hálft ár, allar perur farnar í 8 ljósum, allan veturinn, sem er til skammar.
Bls 155 SUL-05 Flutningskerfi Lýsing Hnappavellir - nýtt yfirbyggt tengivirki Áætlaður framkvæmdatími 2019-2020 Eykur afhendingaröryggi og afhendingargetu í Öræfum og nærsveitum. Verklegar framkvæmdir hófust 2019.
Bls. 155 SUL-06 Loftlína-strengur, tvöföldun tengingar til Vestmannaeyja frá Rimakoti að Hellu Áætlaður framkvæmdatími 2030-2040 / 2020-2030 Á áætlun / flýtt Eykur afhendingaröryggi í Vestmannaeyjum. Verkefnið er á langtímaáætlun en hefur ekki verið tímasett. Áætlaður framkvæmdatími er 2 ár.
ATHUGASEMD: Undirritaður styður jarðstreng milli Hvolsvallar og Rimakots, en meta þurfi hvort það sé fyrsta öryggis mál á svæðinu.
Undirritaður telur að auk þess þurfi hið fyrsta, að tvöfalda (N- 1) setja viðbótarspennir fyrir Vestmannaeyjar í tengivirkið í Rimakoti, gamli spennirinn sé orðinn gamall og hrörlegur.
Undirritaður telur jafnframt að byggja þurfi nýtt tengivirki í Vestmannaeyjum, það sé afar hrörlegt og af útlitinu að dæma gæti það verið yfir ½ aldar gamalt, ef það hefur þegar ekki þegar gert.
Bls. 155 SUL-07 Prestbakki - endurnýjun tengivirkis, yfirbyggt tengivirki Áætlaður framkvæmdatími 2020-2030 Á áætlun / flýtt Tengivirkið er hluti af byggðalínuhringnum. Virkið er útivirki og komið á aldur Áætlaður framkvæmdatími er um 1,5 ár.
ATHUGASEMD: Undirritaður telur það liggi ekki á, því rofabúnaðurinn sé af viðunandi gæðum. Búnaðurinn sé orðinn 45 ára gamall og þurfi viðhald við hæfi.
Undirritaður vill koma þeirri hugmynd að, hvort ekki þurfi að tvöfalda spennir (N- 1) fyrir Kirkjubæjarklaustur og mögulega leggja þangað nýjan jarðstreng (en það sé þó RARIKS)?
Bls. 169 SUN-03 Suðurnesjalína - ný loftlína milli Hamraness í Hafn. og Fitja í Reykjanesbæ Áætlaður framkvæmdatími 2020-2021 Af hálfu Landsnets 2020 Forgangsaðgerð 2 Suðurnesjalína 2: Unnið var nýtt umhverfismat fyrir Suðurnesjalínu 2 sem er á lokametrum hjá Skipulagsstofnun, en Landsnet sendi það inn til Skipulagsstofnunar þann 13. september 2019. Búist er við að álit Skipulagsstofnunar liggi fyrir í lok febrúar 2020. Mat á umhverfisáhrifum Suðurnesjalínu 2 var hluti af verkefninu Suðvesturlínur, og lá álit Skipulagsstofnunar fyrir haustið 2009. Framkvæmdir við verkefnið hófust árinu 2016 en í kjölfar dóma um ógildingu á heimild til eignarnáms og leyfi Orkustofnunar fyrir Suðurnesjalínu 2, ásamt ógildingu á framkvæmdaleyfi Sveitarfélagsins Voga voru framkvæmdir stöðvaðar fljótlega eftir að þær hófust. Í kjölfar þess var ákveðið að ráðast í nýtt umhverfismat á framkvæmdinni.
ATHUGASEMD: Undirritaður telur ekki þörf á nýrri Suðurnesjalínu 2 sem flutningslínu næstu áratugina. En telur vera þörf á henni sem varalínu ef Suðurnesjalína 1 yrði rafmagnslaus. Til þess að vera öryggislína þarf Suðurnesjalína 2 að vera jarðstrengur svo hún þjóni öryggis tilgangi sínum. Jarðstrengjum fylgir meira rekstraröryggi en línum, eins og í tilfelli, eldinga, áfoks og öskufalls, því einangrarar lína þola illa öskufall.
Dæmi um örkufall og útleysingu útibúnaðar var þegar Búrfellsvirkjun fór út, á árunum fyrir 2000, vegna öskufalls frá Heklu.
Öll tengivirki, í Hamranesi og á Reykjanesi eru inni tengivirki og þegar jarðstrengur (lagður með Reykjanesbraut) væri kominn til Fitja væri Reykjanesið öruggt gagnvart, eldingum, áfoki og öskufalli, sem ekki væri ef Suðurnesjalína 2 yrði byggð sem lína! Þessir jarðstrengir væru partur af öryggis- línu Höfuðborgarsvæðisinns og alla leið til Rauðamels, Svartsengis og Reykjanesvirkjunar sem er yst á Reykjanesskaganum (hér nefnt Ö-HRN sjáið neðan máls).
Undirritaður vil benda á að árið 2015 að var dregið úr eftirliti og viðhaldi hjá Landsneti á öllum línum og tengivirkjum um 50%. Lítið eftirlit og viðhald dregur úr skilvirkni lína og tengivirkja. Dæmi sem átti sér stað að Fitjun við Keflavík fyrir um tveim árum, þegar járnplata fauk á Suðurnesjalínu 1 og það sem tafði innsetningu línunnar var bilun í rofabúnaði, vegna ónógs eftirlits og viðhalds á Fitjum. Suðurnesin voru rafmagnslaus í 4 tíma af þeim sökum!
Undirritaður vill sérstaklega benda á að 370MW flutningsgeta, tveggja lína út Reykjanesið (132kV línu og 132kV jarðstrengs) ásamt 150MW raforkuframleiðslu á Reykjanesi (Svartsengi og Reykjanesvirkjun) sé fullnægjandi fyrir Reykjanesið til margra áratuga.
Bls. 170 SUN-04 nýr 132kV jarðstrengur (háð uppbyggingu í Helguvík) Áætlaður framkvæmdatími 2023-2024 Af hálfu Landsnets: 2020 Forgangsaðgerð 6 Verkefnið er háð iðnaðaruppbyggingu í Helguvík og því liggur tímasetning ekki fyrir.
Bls. 170 Innviður SUN-05 Njarðvíkurheiði NJA yfirbyggt tengivirki Áætlaður framkvæmdatími 2021-2022 Virkið er hluti af spennuhækkun Suðurnesjalínu 2 í 220 kV. Nýjustu greiningar sýna að til að tryggja afhendingaröryggi á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu er nauðsynlegt að reka SN2 á 220 kV. Upphaf framkvæmda áætlað 2023.
ATHUGASEMD: Undirritaður vil benda á að spennuhækkun á Reykjanesi, að byggja þar upp 220kV kerfi með línum og tengivirkjum er óþarfi, nema ef til álvers kæmi í Helguvík, sem er ólíklegt. Það væri ekki rétt að gera slíkt fyrr en skrifað hafi verið undir samning um flutning raforku til stóriðju þar. Auk þess vill undirritaður benda á að ef til byggingu nýs 220kV tengivirkis kæmi á svæðinu, þá væri staðsetning við Fitja við hæfi.
Bls. 182 HÖF-03 Korpulína 1-endurnýjun, jarðstrengur Áætlaður framkvæmdatími 2020-2021 Strenglagning línu innan höfuðborgarinnar. Upphaf framkvæmda er áætlað á fyrri hluta ársins 2020.
ATHUGASEMD: Undirritaður vill benda á að að setja línuna í jörð, sé ekki aðkallandi verkefni, en rétt að stefna að því innan 10 ára, einkum til að tryggja rekstraröryggi fyrir Höfuðborgarsvæðið, svo nefnt öryggis- net Ö-HRN (sjá neðanmáls) og einnig vegna útþenslu byggðar og útivistar.
Bls. 182 HÖF-04 Rauðavatnslína RV1 Áætlaður framkvæmdatími 2020-2021 Á áætlun Skammtíma Aðveitustöð veitna, A12, er tengd við Geitháls með 132 loftlínu og jarðstreng. Flutningsgetan er takmörkuð við um 100 MW. Verkefnið snýst um strenglagningu línunnar og í leiðinni að auka flutningsgetu inn á Reykjavíkurkerfið og létta þannig á flöskuhálsum. Upphaf framkvæmda er áætlað á fyrri hluta ársins 2020.
ATHUGASEMD: Undirritaður tekur undir viðkomandi framkvæmd, af nokkrum ástæðum, meðal annars öryggisins vegna, sjáið um öryggisnet Ö-HRN (sjá neðanmáls).
Bls 183 HÖF-05 Lyklafell- nýtt yfirbyggt tengivirki Áætlaður framkvæmdatími 2022-2024 Verkefnið er liður í breytingu flutningskerfisins við höfuðborgina. Framtíðarhlutverk þess er að létta af tengivirkinu á Geithálsi en þar hefur megintengipunktur höfuðborgarsvæðisins verið um áratugaskeið. Upphaf verklegra framkvæmda áætlað 2022/23.
ATHUGASEMD: Undirritaður vill benda að nýtt tengivirki við Lykklafell er óþarft í það minnsta meðan álverum fjölgar ekki sunnan Hafnarfjarðar og á Reykjanesi og að skrifað hafi verið undir samning þar að lútandi.
Bls. 183 HÖF-06 Lyklafellslína 1 - loftlína tryggir möguleika á niðurrifi Hamraneslína 1 & 2 og Ísallína Áætlaður framkvæmdatími 2022-2024 Forgangsaðgerð 1 í gegn um leyfisveitingaferli Endurtekið umhverfismat að hefjast á komandi mánuðum. Forsaga verkefnisins er löng en undirbúningur að fyrirhuguðum hófst árið 2005 og þar var litið víðtækt á verkefnið og fjallað um enduruppbyggingu á flutningskerfi raforku á Suðvesturlandi. Samhliða og í framhaldi af skilgreiningu verkefnisins var gert umhverfismat á framkvæmdum sem var samþykkt árinu 2009. Á grundvelli umhverfismatsins og viðbótargagna var óskað eftir framkvæmdaleyfum. Þann 26. mars 2018 felldi úrskurðarnefnd umhverfisog auðlindamála úr gildi framkvæmdaleyfi Hafnarfjarðar og taldi nefndin að ekki væri hægt að byggja útgáfu leyfa á fyrirliggjandi mati á umhverfisáhrifum.
ATHUGASEMD: Undirritaður vill benda að ný Lyklafellína 1 er óþörf, í það minnst meðan álverum fjölgar ekki sunnan Hafnarfjarðar og á Reykjanesi, og að Landsnet hafi ekki skrifað undir samning þar að lútandi.
Hvað varðar möguleika á niðurrifi Hamraneslína 1 & 2 og Ísallína, þá er það óþarfi því línurnar eru í góðu ásigkomulagi og endast vel út samningtímann við Rio Tinto í Straumsvík sem er til ársins 2035. En ef fjarlægja ætti línurnar væri rétt að leggja 132kV (eða 220kV) jarðstreng í stað þeirra. Því jarðstrengur væri, án nokkurs sýnileika, stefnir ekki vatnsbólum Höfuðborgarsvæðisins í hættu eins og Lykklafelslína mundi gera lögð um Búrfellshraunið, auk raka um öskufall, sem mælir með lagningu jarðstrengs. Undirritaður vill einnig benda á að rétt væri að setja Hnoðraholtslínu 1 (milli Hamranes og Hnoðraholts) í jörð. Undirritaður leggur til jarðstrengi umhverfis Höfuðborgina af öryggisástæðum sem sjáið neðanmáls um öryggisnetið Ö-HRN.
Bls. 183 HÖF-07 Straumsvík nýr teinarofi, vegna Lyklafellslínu Áætlaður framkvæmdatími 2022-2023 Tengist byggingu Lyklafellslínu, sem mun enda í aðveitustöð álversins.
ATHUGASEMD: Undirritaður vill benda á að rofi fyrir nýja Lyklafellínu 1, er óþarfur af sömu ástæðum og línan ásamt Lyklafellstengiðvirkinu.
Bls. 184 HÖF-08 Höfuðborgarsvæði - Hvalfjörður, aukning flutningsgetu Ábyrgð Áætlaður framkvæmdatími 2025-2026 Af hálfu Landsnets: 2025 Forgangsaðgerð 1 í gegn um leyfisveitingaferli. Undirbúningur ekki hafinn. Útfærsla verkefnis liggur ekki fyrir.
ATHUGASEMD: Undirritaður vill benda á að ný Hvalfjarðarlína er óþörf. Hún var hugsuð sem 1/3 hluti af væntanlegum 440kV þríhyrningi, sem hugsaður var fyrir enn aukna raforkuflutninga frá Þjórsár- Túnaár svæðinu til suðvestur hornsinns, vega áætlaðrar aukinnar raforkusölu til álvera á svæðinu, þar með talið álveri í Helguvík, sem í dag eru litlar líkur á. Nú þegar eru komnir tveir leggir af þessum 440kV þríhyrningi sem í dag eru reknir á 220kV en flytja aðeins um 12% af raunverulegri flutningsgetu sinni og sem gætu hvor um sig, flutt alla þá raforku sem notuð er á öllu Íslandi í dag (fyrir sunnan, austan, norðan og vestan)!
Bls. 184 HÖF-09 Endurnýjun og yfirbygging á tengivirkinu á Geithálsi Áætlaður framkvæmdatími Gerð 2030-2030 Verkefnið er á áætlun 2030.
ATHUGASEMD: Undirritaður telur slíka framkvæmd vera óþarfa. Geithálstengivirkið er fyrsta og stærsta tengivirki á Íslandi byggt 1968, var með litlum rofum (varðandi rofgetu og einangrunar yfirborð) og frekar lélegri hönnun. Ákvörðun um að endurnýjun var tekin 1988 um að endurnýja virkið sem útivirki, en ekki sem innitengivirki. Það var síðan gert með nýjum og góðum útirofum byggt árið 1989, bæði 132kV og 220kV hlutarnir. Þessir rofar hafa reynst frábærlega og munu endast í 40 ár til viðbótar. En aftur á móti leggur undirritaður til að lítið innitengivirki- öryggistengivirki á 132kV með u.þ.b. sex aflrofum rofum (sjá Ö-HRN neðanmáls) verði byggt á Geithálsi.
Bls. 184 HÖF-10 Yfirbygging á Korpu tengivirkinu Áætlaður framkvæmdatími 2027-2028 Á 10 ára áætlun Langtíma Tengivirkið er ein af megin fæðingum inn á Höfuðborgarsvæðið. Virkið er útivirki og komið á aldur. Upphaf verklegra framkvæmdar áætlað 2027.
ATHUGASEMD: Undirritaður tekur undir nýtt yfirbyggt tengivirki við Korpu innan 10 ára, sérstaklega í tengslum við öryggismál Höfuðborgarsvæðisinns (sjá Ö-HRN neðanmáls). Þegar tengivirkið varð rafmagnslaust síðast 2012- 13, þegar vestan seltu veður gekk yfir svo Mosfellssveit og Keldnaholt urðu rafmagnslaus, var ástæðan sú að spennuspennir með litlu einangrunaryfirborð sem leiddi til jarðar. Um ástæðuna var ekki var upplýst um í fréttum, sama dag
Bls. 184 HÖF-16 Flutningskerfi Lýsing Hamraneslína 1 og 2 færsla - Áætlaður framkvæmdatími 2019-2019 Verkefni er lokið
Bls. 185 HÖF-32 Hellisheiði - Höfuðborgarsvæðið Áætlaður framkvæmdatími 2024-2024 Verkefnið er óskilgreint ennþá og á byrjunarstigi í undirbúningi. Mögulega verður farið í það að auka flutningsgetu núverandi línu (Kolviðarhólslínu 1) en greining hefur ekki farið fram og því óvíst hvort það sé hagkvæmt, frekar en að byggja nýja línu. Verkefnið er engu að síður mikilvægt til að liðka fyrir orkuafhendingu á höfuðborgarsvæðinu m.a. vegna aukinnar rafvæðingar í samgöngum. Upphaf verklegra framkvæmdar er áætlað 2024.
ATHUGASEMD: Undirritaður vill benda á að skynsamlegt væri að leggja 132 kV jarðstreng milli Hellisheiðartengivirkis og Geithálstengivirkis. Með 220/132kV spennir við Hellisheiðartengivirkið og í því sambandi þá voru keyptir tveir vara spennar af þeirri gerð, sem hafa staðið ónotaðir á Geithálsi í um 15 ár. Að leggja jarðstreng milli Hellisheiðartengivirkis væri fyrsti liður í að tryggja Höfuðborgarsvæðinu örugga raforku með jarðstrengjum frá framleiðanda til notanda í neyðartilfellum, sérstaklega ef um eldgos væri að ræða nærri Höfuðborgarsvæðinu (sjá hér neðanmáls Ö-HRN) !
Skýringar: Ö-HRN er tákn fyrir 132kV öryggisnet sem að undirritaður leggur til að verði byggt í allra næstu framtíð. Það eigi að liggja frá Nesjavöllum og Hellisheiðarvirkjun til Geitháls (með sex rofa) innitengivirki þar, tengt Höfuðborginni (á fjórum til fimm stöðum) til Hamranes og út Reykjanesið til Fitja og síðar einnig til Rauðamels og þaðan til Svartsengis og Reykjanesvirkjunar, allt saman gert með 132kV jarðstrengjum.
Kópavogi 8.4.2020
Höfundur athugasemda er, Örn Þorvaldsson sem er rafiðnaðarmaður.
Meðfylgjandi er umsögn Landsnets hf. um niðurstöður átakshóps um úrbætur á innviðum, mál nr. 55/2020.
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn Samtaka atvinnulífsins.
F.h. SA,
Tryggvi Másson
ViðhengiUmsögn Eyjafjarðarsveitar í viðhengi.
ViðhengiTillaga vegna fjármögnunar björgunarsveita á Íslandi. Eðlilegt væri að keyptar væru tryggingar til að borga fyrir útköll björgunarsveita. Yfirfara möguleika á þvi að fella slíkt inn í skyldutryggingar fyrir ökutæki. Skoða þyrfti einnig hvernig mæta má kostnaði vegna leitar ferðalanga sem eru einir eða í litlum hópum á ferð um hálendið og eru ekki á ökutæki. Mögulega væri hægt að innleiða skyldutryggingu fyrir ferðalög um hálendið.
Jarðstrengjavæðing dreifikerfis raforku - matvælaframleiðsla sem stóriðja. Kannað verði hvernig unnt er að stuðla að stóraukinni matvælaframleiðslu með nýtingu raforku fyrir gróðurhús. Skoðað verði samhliða jarðstrengjavæðingu dreifikerfisins hvaða aðgerða er þörf í kerfinu til að slíkt sé fýsilegur kostur og þær aðgerðir teknar með í uppbyggingu kerfisins.