Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 28.2.–8.4.2020

2

Í vinnslu

  • 9.4.–7.6.2020

3

Samráði lokið

  • 8.6.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-55/2020

Birt: 28.2.2020

Fjöldi umsagna: 32

Annað

Forsætisráðuneytið

Orkumál

Uppbygging innviða

Niðurstöður

Alls bárust 32 umsagnir. Tólf frá sveitarfélögum eða samtökum þeirra, fjórtán frá fyrirtækjum og stofnunum og sex frá einstaklingum. Langflestir umsagnaraðilar lýstu ánægju sinni með tillögurnar. Einstaka ábendingar bárust um þörf á lagfæringum á tillögunum og sumir lögðu fram tillögur um aðgerðir sem mætti bæta við. Framkomnum ábendingum hefur verið komið til viðkomandi ráðuneyta. Leiðréttingar verða gerðar á nokkrum tillögum og uppfærð útgáfa af skýrslu átakshópsins birt í júní. Staðan verður svo metin árlega eftir það.

Málsefni

Átakshópur um úrbætur á innviðum skilaði niðurstöðum sínum 28. febrúar og eru þær birtar á vefnum https://www.innvidir2020.is Áhugasömum gefst kostur á að skila umsögn hér í samráðsgáttinni þar til 8. apríl.

Nánari upplýsingar

Fárviðri gekk yfir Ísland í desember 2019 og olli miklu tjóni. Samgöngur stöðvuðust og atvinnulífið lamaðist á þeim svæðum sem urðu verst úti. Miklar truflanir urðu í flutnings- og dreifikerfi raforku sem hafði afleidd áhrif á fjarskiptakerfi og leiddi til sambandsleysis við umheiminn á stórum svæðum. Ríkisstjórnin skipaði í kjölfarið átakshóp sex ráðuneyta um úrbætur í innviðum. Hópurinn leitaði til sveitarfélaga, innviðafyrirtækja og stofnana til að fá sýn þeirra á nauðsynlegar úrbætur í innviðum.

Átakshópurinn hefur nú lokið störfum og leggur til fjölmargar aðgerðir til að styrkja innviði landsins í kjölfar óveðursins. Þær snúa meðal annars að úrbótum á varaafli, auknum áreiðanleika raforku- og fjarskiptakerfa, skilgreiningu á hlutverki og mönnun fyrirtækja og stofnana, samræmingu skipulags innviða, eflingu almannavarnakerfisins, fræðslu og upplýsingagjöf til almennings og eflingu rannsókna og vöktunar á náttúruvá.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa stefnumála

for@for.is