Samráð fyrirhugað 27.02.2020—12.03.2020
Til umsagnar 27.02.2020—12.03.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 12.03.2020
Niðurstöður birtar 10.09.2020

Frumvarp til laga um breytingar á tollalögum (heimildir tollyfirvalda til vinnslu persónuupplýsinga o.fl.)

Mál nr. 56/2020 Birt: 27.02.2020 Síðast uppfært: 10.09.2020
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Niðurstöður birtar

Engin innsend umsögn barst á þeim á þeim tímamörkum sem opið var innsendar umsagnir á samráðsgáttinni.

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 27.02.2020–12.03.2020. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 10.09.2020.

Málsefni

Frumvarp til laga um breytingar á tollalögum, nr. 88/2005, með síðari breytingum (heimildir tollyfirvalda til vinnslu persónuupplýsinga o.fl.).

Meginmarkmið frumvarpsins er að skýra heimildir tollyfirvalda til að vinna upplýsingar. Fullnægjandi heimildir til vinnslu upplýsinga, þ.á m. persónuupplýsinga, eru forsenda þess að embættið geti tekist á við verkefni sín með nútímalegum hætti, m.a. með áhættustjórnun í samræmi við skilgreint hlutverk embættisins og alþjóðlegar skuldbindingar. Að auki er að finna í frumvarpinu auknar heimildir tollyfirvalda til til þess að leita í innrituðum farangri og heimildir til þess að leggja á stjórnvaldssektir vegna vanskila á farmskrá. Með því er m.a. brugðist við ábendingum frá FATF varðandi skort á eftirliti með flutningi reiðufjár til og frá landinu.