Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 27.2.–16.3.2020

2

Í vinnslu

  • 17.3.–18.11.2020

3

Samráði lokið

  • 19.11.2020

Mál nr. S-57/2020

Birt: 27.2.2020

Fjöldi umsagna: 2

Drög að frumvarpi til laga

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Markaðseftirlit og neytendamál

Drög að frumvarpi til laga um fjárhagslegar viðmiðanir

Niðurstöður

Ráðherra lagði frumvarp um fjárhagslegar viðmiðanir fyrir Alþingi í nóvember 2020 (312. mál á 151. löggjafarþingi). Í 5. kafla greinargerðar með frumvarpinu er fjallað um umsagnir um frumvarpsdrög og viðbrögð við þeim.

Málsefni

Fjármála- og efnahagsráðherra áformar að leggja fram frumvarp til að innleiða reglugerð (ESB) 2016/1011 um fjárhagslegar viðmiðanir.

Nánari upplýsingar

Reglugerðin hefur að geyma reglur um gerð og notkun fjárhagslegra viðmiðana á borð við Libor sem liggja til grundvallar ýmsum samningum á sviði fjármálamarkaðar. Meðal annars er mælt fyrir um starfshætti aðila sem taka saman slíkar viðmiðanir, starfsleyfi og eftirlit.

Gerð er ráð fyrir að reglugerðinni, með breytingum samkvæmt reglugerð (ESB) 2019/2089 sem varðar loftslagstengdar viðmiðanir, verði veitt lagagildi. Einnig er mælt fyrir um eftirlit og viðurlagaheimildir Fjármálaeftirlitsins og heimildir til setningar stjórnvaldsfyrirmæla. Fjármálaeftirlitið hefur til skoðunar hvort það leggi til að brot gegn tilgreindum ákvæðum reglugerðarinnar varði refsingu og ákvæði þar um kunna að bætast við frumvarpið.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa fjármálamarkaðar

gunnlaugur.helgason@fjr.is