Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 27.2.–9.3.2020

2

Í vinnslu

  • 10.3.–1.12.2020

3

Samráði lokið

  • 2.12.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-58/2020

Birt: 27.2.2020

Fjöldi umsagna: 2

Drög að frumvarpi til laga

Dómsmálaráðuneytið

Almanna- og réttaröryggi

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka o.fl.

Niðurstöður

Tvær umsagnir bárust við frumvarpið. Frumvarpið var lagt fyrir Alþingi 1. desember 2012.

Málsefni

Með frumvarpinu er lögð til breyting á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og lögum um skráningu raunverulegra eigenda. Frumvarpinu er ætlað að ljúka við innleiðingu á 5. peningaþvættistilskipun ESB auk fleirri breytinga.

Nánari upplýsingar

Með frumvarpinu er lögð til breyting á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka nr. 140/2018 með síðari breytingum og lögum um skráningu raunverulegra eigenda nr. 82/2019. Frumvarpinu er ætlað að ljúka við innleiðingu á fimmtu peningaþvættistilskipun Evrópusambandsins (tilskipun ESB 2018/843) auk þess að gera nokkrar breytingar sem leiða af reynslu af beitingu laganna.

Valin ákvæði fimmtu peningaþvættistilskipunar Evrópusambandsins (tilskipun ESB 2018/843) voru tekin upp við setningu laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka nr. 140/2018 en með frumvarpi þessu er lagt til að þau ákvæði sem eftir standa verði innleidd í lög.

Aðildarríkjum Evrópusambandsins bar að ljúka innleiðingu gerðarinnar fyrir 10. janúar 2020 en hún mun ekki taka til EFTA-ríkjanna innan EES, þ.m.t. Íslands, fyrr en hún hefur verið tekin formlega upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar og sú ákvörðun tekið gildi. Við gerð þessa frumvarps var gerðin til umfjöllunar hjá sameiginlegu EES-nefndinni. Engu að síður þykir mikilvægt að ljúka við innleiðingu hennar í samræmi við stefnu íslenskra stjórnvalda í aðgerðum gegn peningaþvætti, fjármögnun hryðjuverka og útbreiðslu og fjármögnun gereyðingarvopna. Þá er einnig horft til þess að efni gerðarinnar felst að miklu leyti í viðbrögðum ESB við athugasemdum sem alþjóðlegi framkvæmdahópurinn, Financial Action Task Force (FATF), hefur gert við löggjöf ESB og þykir því tilefni til að taka einstök ákvæði hennar upp á þessu stigi. Áréttað er að fimmta peningaþvættiskipunin er lágmarkstilskipun og er því ríkjum heimilt að ganga lengra en ákvæði hennar kveða á um.

Markmiðið gerðarinnar er að koma í veg fyrir notkun á fjármálakerfinu til peningaþvættis eða fjármögnunar hryðjuverka. Gerðinni er meðal annars ætlað að bregðast við hryðjuverkaárásum í Evrópu með því að setja auknar skorður við fjármögnun slíkrar starfsemi. Áhersla er á aukið samstarf stjórnvalda innan EES í baráttunni gegn hryðjuverkum. Brugðist er við tækniframförum sem fela ekki aðeins í sér tækifæri fyrir löglega starfsemi heldur einnig brotastarfsemi. Þannig fjallar gerðin um þjónustuveitendur sem bjóða upp á viðskipti milli sýndarfjár, rafeyris og gjaldmiðla. Frekari skorður eru settar við nafnlausri notkun fyrir fram greiddra korta. Komið er á fót skrá um bankareikninga og eigendur þeirra sem eftirlitsaðilar geta nýtt við að rannsókn brota á lögum um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Í skránni verða einnig upplýsingar um umboðsaðila reikningseiganda, raunverulega eigendur lögaðila sem og upplýsingar um leigutaka geymsluhólfa. Þá verður komið á fót lista yfir þau háttsettu opinberu störf sem teljast tengjast áhættu vegna stjórnmálalegra tengsla. Einnig er fjallað um aukið samstarf milli eftirlitsaðila, bæði innan einstakra ríkja sem og milli systurstofnana innan EES-svæðisins.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Dómsmálaráðuneytið

postur@dmr.is