Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 28.2.–13.3.2020

2

Í vinnslu

  • 14.3.–18.5.2020

3

Samráði lokið

  • 19.5.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-60/2020

Birt: 28.2.2020

Fjöldi umsagna: 38

Annað

Mennta- og barnamálaráðuneytið

Leikskólar, grunnskólar, önnur skólastig og stjórnsýsla mennta- og barnamála

Menntastefna 2030 – drög að tillögu til þingsályktunar

Niðurstöður

Sjá samantekt niðurstaðna í pdf skjali hér til hliðar

Málsefni

Í drögum að þingsályktunartillögu um menntastefnu til ársins 2030 eru settar í forgang þær áskoranir sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir í mennta- og velferðarmálum. Ráðgert er að leggja fyrir Aþingi þingsályktunartillögu þessa efnis á vorþingi.

Nánari upplýsingar

Markmið stjórnvalda með mótun menntastefnu til ársins 2030 er að veita framúrskarandi menntun með áherslu á þekkingu, vellíðan, þrautseigju og árangur í umhverfi þar sem allir skipta máli og geta lært.

Drög þessi eru mótuð í víðtæku samstarfi, m.a. með aðkomu fjölmargra fulltrúa skólasamfélagsins sem þátt tóku í fundaröð ráðuneytisins um menntun fyrir alla, svo og fulltrúum sveitarfélaga, foreldra, nemenda, kennara, skólastjórnenda, ýmissa hagsmunasamtaka og atvinnulífsins.

Þá taka drög þessi mið af alþjóðlegum sáttmálum, samningum og skuldbindingum, svo sem Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Þar er menntun fyrir alla eitt lykilmarkmiða með áherslu á að tryggja jafnan aðgang allra að góðri menntun og stuðla að tækifærum til náms alla ævi.

Helstu áherslumál stjórnvalda eru að:

A. Kennsla og stjórnun menntastofnana verði framúrskarandi.

B. Allir hafi jöfn tækifæri til menntunar.

C. Námskrá, námsumhverfi og námsmat styðji við hæfni til framtíðar.

D. Samábyrgð ríki um framkvæmd og gæði skóla- og fræðslustarfs.

Á grundvelli þessa hafa verið skilgreindar megináherslur sem ráðgert er að útfæra nánar í aðgerðaáætlun sem unnin verður í samvinnu við helstu hagaðila. Sú aðgerðaáætlun verður lykilþáttur í þeirri vegferð stjórnvalda að gera menntun hærra undir höfði og ná þeim markmiðum sem að er stefnt.

Áhugasamir eru hvattir til að senda inn umsagnir og ábendingar.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Mennta- og menningarmálaráðuneyti

mrn@mrn.is