Samráð fyrirhugað 28.02.2020—13.03.2020
Til umsagnar 28.02.2020—13.03.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 13.03.2020
Niðurstöður birtar 19.05.2020

Menntastefna 2030 – drög að tillögu til þingsályktunar

Mál nr. 60/2020 Birt: 28.02.2020 Síðast uppfært: 19.05.2020
  • Mennta- og menningarmálaráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Leikskólar, grunnskólar, framhaldsfræðsla og stjórnsýsla mennta- og menningarmála
  • Framhaldsskólastig
  • Háskólastig
  • Menning, listir, íþrótta- og æskulýðsmál
  • Nýsköpun, rannsóknir og þekkingargreinar

Niðurstöður birtar

Sjá samantekt niðurstaðna í pdf skjali hér til hliðar

Nánar um niðurstöður

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 28.02.2020–13.03.2020. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 19.05.2020.

Málsefni

Í drögum að þingsályktunartillögu um menntastefnu til ársins 2030 eru settar í forgang þær áskoranir sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir í mennta- og velferðarmálum. Ráðgert er að leggja fyrir Aþingi þingsályktunartillögu þessa efnis á vorþingi.

Markmið stjórnvalda með mótun menntastefnu til ársins 2030 er að veita framúrskarandi menntun með áherslu á þekkingu, vellíðan, þrautseigju og árangur í umhverfi þar sem allir skipta máli og geta lært.

Drög þessi eru mótuð í víðtæku samstarfi, m.a. með aðkomu fjölmargra fulltrúa skólasamfélagsins sem þátt tóku í fundaröð ráðuneytisins um menntun fyrir alla, svo og fulltrúum sveitarfélaga, foreldra, nemenda, kennara, skólastjórnenda, ýmissa hagsmunasamtaka og atvinnulífsins.

Þá taka drög þessi mið af alþjóðlegum sáttmálum, samningum og skuldbindingum, svo sem Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Þar er menntun fyrir alla eitt lykilmarkmiða með áherslu á að tryggja jafnan aðgang allra að góðri menntun og stuðla að tækifærum til náms alla ævi.

Helstu áherslumál stjórnvalda eru að:

A. Kennsla og stjórnun menntastofnana verði framúrskarandi.

B. Allir hafi jöfn tækifæri til menntunar.

C. Námskrá, námsumhverfi og námsmat styðji við hæfni til framtíðar.

D. Samábyrgð ríki um framkvæmd og gæði skóla- og fræðslustarfs.

Á grundvelli þessa hafa verið skilgreindar megináherslur sem ráðgert er að útfæra nánar í aðgerðaáætlun sem unnin verður í samvinnu við helstu hagaðila. Sú aðgerðaáætlun verður lykilþáttur í þeirri vegferð stjórnvalda að gera menntun hærra undir höfði og ná þeim markmiðum sem að er stefnt.

Áhugasamir eru hvattir til að senda inn umsagnir og ábendingar.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Þroskahjálp,landssamtök - 03.03.2020

Umsögn Þroskahjálpar

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Jóna Þórey Pétursdóttir - 10.03.2020

Meðfylgjandi er umsögn Stúdentaráðs Háskóla Íslands

Fyrir hönd ráðsins

Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Alda Agnes Sveinsdóttir - 12.03.2020

Góðan dag, hér koma athugasemdir frá Öldu Agnes Sveinsdóttur, leikskólakennara.

Mjög margt gott í þessum drögum og vind mér beint að efninu 

Ég vil koma með athugasemdir vegna eftirfarandi:

Kafli 1: Meginmarkmið liður A. kennsla og stjórnun menntastofnana verði framúr skarandi. Hér vantar að mínu mati að undirstrika að bjóða upp á fjölbreytt námsframboð. Í mínum huga vísar framúrskarandi kennsla til þess að kennarinn kenni á meðan fjölbreytt námsframboð vísar til starfsaðferða í leikskólum þar sem áherslan er lögð á að kennarinn bjóði upp á fjölbreytt námsframboð í gegnum leik. Framúrskarandi hæfni leikskólakennarans liggur fyrst og fremst í færni hans að bjóða upp á áhugvert og fjölbreytt nám með þekkingu á þroskaframvindu og þörfum ungra barna að leiðarljósi.

Kafli 2. Áherslur. Stefnumiðuð starfsþróun og lærdómssamfélag. Hér vildi ég að lögð væri áhersla á að kennarinn geti boðið uppá fjölbreytt námsframboð í tengslum við áhugasvið nemenda sbr. við athugasemd mína við meginmarkmið liður A.

Annað:

Ég tel mikilvægt að minnst sé á að nám á fyrstu skólaárunum fari fyrst og fremst í gegnum frjálsan leik. Á einum stað í menntastefnunni er frjáls leikur nefndur og það í setningu um frístundastarf 6 til 9 ára barna. Árangursríkasta nám barna frá fæðingu til að minnsta kosti 5 ára aldurs fer fyrst og fremst í gengum frjálsan leik og áhugahvöt barnanna og eru til fjöldi rannsókna sem styðja það. Nú eru komnir margir fræðimenn/konur fram sem vilja undirstrika mikilvægi þess að nemendur á yngri stigum fái sín aðaltækifæri til náms í gegnum frjálasn leik og það eigi að vera meginnámsleiðin en ekki bein kennsla kennara á þekkingaþáttum sem ákveðnir eru jafnvel í fjarlægð frá skólunum sjálfum. Einnig að láta ekki viðmið og skimanir stýra því hvaða námi börnum er boðið uppá eða hvað þeim sé kennt sbr. bókina Let the Children Play, eftir þá Doyle og Shalberg.

Starf kennarans í leikskólum snýst í mínum huga fyrst og fremst um að bjóða upp á fjölbreytt námsframboð svo nemendur finni nám á sínu áhugasviði og geti tileinkað sér grunnþætti menntunar í gegnum áhugakvöt sína. Þetta er meginleið leikskólans og mikilvægt að undirstrika það í menntastefnunni.

Afrita slóð á umsögn

#4 Sveitarfélagið Skagafjörður - 12.03.2020

Meðfylgjandi er umsögn Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Fjölsmiðjan - 12.03.2020

Umsögn frá Fjölsmiðjunni á höfuðborgarsvæðinu kt. 6606012790.

Mbkv. Sturlaugur Sturlaugsson forstöðumaður Fjölsmiðjunnar ( farsími 8960162 )

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Fjölsmiðjan - 12.03.2020

Umsögn frá Fjölsmiðjunni á höfuðborgarsvæðinu kt. 6606012790.

Mbkv. Sturlaugur Sturlaugsson forstöðumaður Fjölsmiðjunnar ( farsími 8960162 )

Afrita slóð á umsögn

#7 Fjóla Þorvaldsdóttir - 13.03.2020

Sjá fylgiskjal.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#8 Samtök atvinnulífsins - 13.03.2020

Góðan dag,

Meðfylgjandi er umsögn Samtaka atvinnulífsins um drög að tillögu til þingsályktunar um menntastefnu til 2030.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#9 Atli Vilhelm Harðarson - 13.03.2020

Er höfundi þessarar þingsályktunartillögu alvara þar sem segir: „Samkeppnishæfni þjóða byggir á vel menntuðum einstaklingum með … góð tök á íslensku …“? Með orðfæri plaggsins má spyrja hvort þetta sé ef til vill vegna þess að þjóðir sem hafa léleg tök á íslensku nái síður framúrskarandi árangri í lausnamiðaðri beitingu tungunnar í skapandi umhverfi sem mætir þörfum framtíðarinnar með skilvirkum hætti?

Í plagginu ber mjög á orðmyndum sem innihalda „skilvirk“, „samkeppni“, „framúrskarandi“, „árangur“ og „atvinnulíf“. Þær koma samtals fyrir meira en hundrað sinnum. Ef orðmyndum sem innhalda „einstakling“ og „hæfni“ er bætt við fer talan í tvö hundruð. Þetta er talsverður þéttleiki á klisjum og frösum sem hafa smitast með umbótaplágum síðustu ára.

Lagt er til að auka árangursmælingar og gagnasöfnum og textinn býður upp á aukna áherslu á samræmd próf, eftirlit og stofnanabundið vantraust sem fylgir. Þetta er í anda menntastefnu sem OECD heldur að skólakerfum heimsins og hefur reynst misvel svo ekki sé meira sagt. Minna er hugað að því hvar skórinn kreppir hér á landi. Ekki er að sjá að höfundur hafi velt fyrir sér þeim möguleika að hreyfingarleysi, óhollur matur, lítill svefn og takmarkaður tími til frjálsra leikja séu stærri vandamál en skortur á skilvirkni og samkeppni. Ekki er heldur spurt hvort það sé endilega gott fyrir börn að allt sé framúrskarandi – hvort það sé kannski betra fyrir þau að fá bara að vera venjulegt fólk.

Í plagginu er tæpast orð um barnabækur og bókasöfn, né heldur um barnaefni og fjölmiðla. Ekki er heldur fjallað svo heitið geti um umhverfi, útivist og tengsl við náttúruna. Menntakerfið á allt að verða framúrskarandi og stuðla að samkeppnishæfni og keyra fólk áfram. Lesandi fær á tilfinninguna að það sé vitað mál að framtíðargrýlan éti börn ef líf þeirra er „árangurslaust“ og „óskilvirkt“.

Afrita slóð á umsögn

#10 Svanborg Rannveig Jónsdóttir - 13.03.2020

Samhljóða umsögn á viðhengi:

10.mars 2020

Umsögn um Tillaga til þingsályktunar um menntastefnu til ársins 2030.

Margt gott má sjá í tillögunum, einkum sú nútímasýn sem m.a. sést í heildarsýninni: „Menntun og hæfni einstaklingsins er lykilforsenda þess að Ísland mæti áskorunum framtíðarinnar sem felast í örum breytingum á samfélagi“.

Það er meðal annars ánægjulegt að sjá að í tillögunni er nýsköpunar- og frumkvöðlamennt tilgreind sem eitt af markmiðum í íslensku menntastefnunni. Það er jákvætt að slíkar áherslur eru fléttaðar gegnum nokkra kafla í tillögunni. Það er þó of veikt orðað til að geta orðið sú fyrirmynd og leiðarljós sem stefna um nýsköpunar- og frumkvöðlamennt þarf að vera ef hún á að hafa áhrif á skólastarf frá leikskóla til háskóla.

Í kaflanum Jöfn tækifæri til menntunar, undirkaflanum Sköpun, gagnrýnin hugsun og hagnýting þekkingar væri æskilegt að bæta við efnisgrein sem talar ákveðið til skólafólks um þá skyldu að nýsköpunar- og frumkvöðlamennt skuli vera fastur hluti af grunnmenntun fókls á Íslandi. Til dæmis byrji ný efnisgrein á eftir menningarorðræðu samfélagsins – og verði svohljóðandi:

Í skapandi starfi og lausnaleit gefast tækifæri til að hafa áhrif á umhverfi sitt og taka þátt í að móta menninguna. Unnið verði með nýsköpunar- og frumkvöðlamennt, aðferðafræði og aðferðir, með samfellu og stíganda gegnum skólastarf frá leikskóla, gegnum allan grunnskólann, framhaldsskóla og háskóla.

Slíkar áherslur og aðferðir eru ekki viðbót við skólastarf heldur ákveðið form og aðferðafræði sem hagnýtir þekkingu, reynslu og sköpun nemenda í þeim viðfangsefnum og til þeirra hæfnimarkmiða sem stefnt er að. En það er mjög miklvægt að skólafólk hafi stuðning til að vinna á þann hátt með því að það sé skýr menntastefna um námssviðið svo það sé ekki tilviljunum háð hverjir vinna á þann hátt og hvaða börn og ungmenni fá tækifæri til að njóta þeirrar eflandi uppeldis- kennslufræði sem slíkt nám og kennsla býður uppá.

Virðingarfyllst

Svanborg R Jónsdóttir prófessor á Menntavísindasviði

Sérfræðingur í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#11 Alþýðusamband Íslands - 13.03.2020

Meðfylgjandi er umsögn ASÍ um menntastefnu til 2030

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#12 Umboðsmaður barna - 13.03.2020

Embætti umboðsmanns barna

Umsögn um menntastefnu til ársins 2030

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt drög að menntastefnu til ársins 2030 í samráðsgátt stjórnvalda. Í stefnunni kemur fram að markmið stjórnvalda sé „að veita framúrskarandi menntun með áherslu á þekkingu, vellíðan, þrautseigju og árangur þar sem allir skipta máli og geta lært“. Síðan eru skilgreindar fjórar áherslur:

1. kennsla og stjórnun menntastofnana verði framúrskarandi,

2. allir hafi jöfn tækifæri til menntunar,

3. námskrá, námsumhverfi og námsmat styðji við hæfni til framtíðar,

4. samábyrgð ríki um framkvæmd og gæði skóla- og fræðslustarfs.

Umboðsmaður barna fagnar því að með nýrri menntastefnu eigi að setja menntun landsmanna í öndveg eins og segir í upphafssetningu hennar. Þá fagnar umboðsmaður því að stefnan hefur tekið talsverðum breytingum frá því drög að henni voru kynnt af ráðherra þann 30. janúar s.l.

Umboðsmaður hefur það hlutverk að efla þátttöku barna í samfélaginu og vinna að því að tekið sé fullt tillit til réttinda, þarfa og hagsmuna þeirra á öllum sviðum. Mikilvægur þáttur í starfi embættisins er eftirlit með innleiðingu Barnasáttmálans á öllum sviðum í íslensku samfélagi.

Í ljósi þessa hlutverks hefði embættið kosið að réttindum barna væri gert hærra undir höfði í menntastefnunni og helst að þau hefðu verið lögð henni til grundvallar. Í því hefði falist kærkomið tækifæri til að útfæra í hverju innleiðing Barnasáttmálans í íslenskt menntakerfi felst.

Með réttindamiðaðri nálgun eru réttindi barnsins eða nemandans í forgrunni og því nauðsynlegt að útfæra hvað réttur til menntunar felur í sér og hvaða skyldur hann leggur á stjórnvöld, skólastjórnendur, kennara, foreldra, skólasamfélagið og samfélagið allt. Hér skiptir máli að skilgreint sé til dæmis hvernig tryggja eigi að öll börn njóti jafnra réttinda til menntunar, hvernig styðja eigi við nemendur til að koma í veg fyrir brottfall eða skólaforðun, hvernig efla eigi þátttöku barna í skólastarfi og tryggja aðlögun ólíkra hópa. Þessi nálgun væri einnig í samræmi við aukna áherslu á réttindaskóla í íslensku samfélagi.

Allir hafa jöfn tækfæri til menntunar

Umboðsmaður barna fagnar því að ein af helstu áherslum menntastefnunnar sé jöfn tækifæri til menntunar, enda er ein grundvallarregla Barnasáttmálans að börn eigi ekki að sæta mismunun af neinu tagi. Þessi áhersla er einnig í samræmi við stefnu íslenskra stjórnvalda um skóla án aðgreiningar frá árinu 1999. Margt bendir þó til þess að talsvert þurfi að styrkja íslenskt skólakerfi til að mæta þeim kröfum sem skóli án aðgreiningar felur í sér.

Þá hefur verið talsverð umræða um brottfall úr skólum, skólaforðun og hátt hlutfall nemenda sem þurfa á stuðningsþjónustu að halda, en allt er þetta birtingarmynd þess að stór hópur barna fótar sig illa í íslensku skólakerfi.

Eins og kemur fram í menntastefnunni er ástæða er til að hafa áhyggjur af ákveðnum hópum barna innan skólakerfisins, s.s. fötluðum nemendum og börnum af erlendum uppruna, eins og til dæmis sést af tölum um brottfall þeirra úr framhaldsskólum. Það sama á við um stöðu drengja en mun fjölmennari hópur drengja en stúlkna er í brottfallshópi í framhaldsskólum og einkunnir þeirra á samræmdum prófum eru jafnan lakari. Þá benda rannsóknir til að börnum af efnalitlum heimilum líði mun verr í skóla en öðrum hópum..

Í menntastefnu er talsverð áhersla lögð á námsskrá, árangur og samkeppnishæfni menntakerfisins. Að því leyti má því segja að menntastefnan sé markmiðsdrifin. Færð hafa verið rök fyrir því að markmiðsdrifnar áherslur í skólum og stefna um skóla án aðgreiningar fari ekki vel saman. Þvert á móti getur áherslan sem er í menntastefnunni á árangur og mælanleg markmið, beinlínis komið í veg fyrir að aðrar áherslur nái fram að ganga, eins og sú að öll börn hafi jöfn tækifæri til menntunar. Með slíkum mælanlegum markmiðum er strax skilgreint hvaða hæfni hver nemendi á að ná þó vitað sé í upphafi að einhver hópur barna muni ekki ná þessum markmiðum eða eiga mjög erfitt með það. Í hverjum skóla eða bekk er líklegt að geta barna sé ólík. Markmiðin eru þá til þess fallin að aðgreina þá sem ná markmiðunum frá þeim sem gera það ekki t.d. vegna fötlunar eða tungmáls og skapa þannig aðgreiningu frá upphafi. Þessi togstreita hefur sett mark sitt á íslenskt skólakerfi á síðustu áratugum og valdið aukinni aðgreiningu barna innan skólastofunnar frekar en hitt. Mikilvægt er að menntastefnan og framkvæmdaáætlun sem verði byggð á henni leysi þennan vanda frekar en að viðhalda honum og verði þannig til þess að styrkja stöðu þeirra barna sem standa lakar að vígi.

Fjölþætt hlutverk menntunar og skólastarfs

Í þeim miklu samfélagsbreytingum sem orðið hafa á síðustu árum og áratugum leikur skólakerfið lykilhlutverk. Með breyttu fjölskyldumynstri, aukinni atvinnuþátttöku foreldra, fjölgun barna af erlendum uppruna, tæknibreytingum og auknu álagi á barnafjölskyldur hefur skólinn ekki lengur fyrst og fremst það hlutverk að kenna ákveðnar grunn námsgreinar heldur er hann í senn uppeldisstofnun og mikilvægt jöfnunartæki.

Við slíkar aðstæður þarf að huga að því hvernig skólakerfið getur mætt þessum samfélagsbreytingum og áskorunum sem þeim fylgja eins og minnkandi hreyfingu barna, misjöfnu aðgengi að skapandi greinum og tómstundastarfi og þannig mætti áfram telja. Lítið er fjallað um þessa þætti í menntastefnunni.

Þá skiptir skólinn höfuðmáli varðandi lýðræðisþroska barna og þjálfun þeirra í að hafa áhrif á líf sitt og nærumhverfi.

Samráð við börn og nemendur

Í upphafi menntastefnunnar er þess getið að stefnan hafi verið mótuð með aðkomu fjölmargra aðila úr skólasamfélaginu meðal annars með fundaröð um land allt um menntun fyrir alla. Þá hafi verið haldnir fundir um menntun á sex svæðisþingum tónlistarskóla og einnig með samstarfi við atvinnulíf, aðra hagsmunaaðila og OECD.

Ekki kemur sérstaklega fram að samráð hafi verið haft við börn eða nemendur. Nauðsynlegt hefði verið að tryggja aðkomu barna að stefnumótuninni frá upphafi. Enda er það réttur barna að vera höfð með í ráðum við skipulag menntunar og skylda stjórvalda að veita þeim raunverulega tækifæri til þess að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og hafa áhrif á stefnumótun í samræmi við 12. gr. Barnasáttmálans.

Í þessu samhengi má nefna að á barnaþingi 2019 komu fram ýmsar ábendingar sem varða skólamál sérstaklega. Barnaþingmenn lögðu ríka áherslu á að dregið yrði úr heimanámi og voru margir á þeirri skoðun að það eigi að leggja heimanám alfarið niður. Gera má ráð fyrir að börn séu að lýsa hér miklu álagi í daglegu lífi en barnaþingsfulltrúar settu fram tillögur að úrbótum: „Skipuleggja stundatöfluna betur, hafa skólann opinn í klukkutíma í viðbót til þess að klára heimanámið alla daga með kennara, læra meira fyrir minni heimavinnu“.

Einnig komu fram hugmyndir á barnaþingi um aukna áherslu á að kenna hagnýtar námsgreinar sem muni nýtast börnum í framtíðinni. „Kenna frumkvöðlahugsun, kenna börnum að koma skoðunum sínum á framfæri. Kenna börnum að bjarga fólki. Lífsleikni gerð markvissari, ekki bara tjill tími. Löggjafinn þarf að vera virkari, ekki eftirá. Kenna börnum að læra. Læra að læra - læra að bjarga sér í upplýsingaheiminum“.

Virðingarfyllst,

Salvör Nordal,

Umboðsmaður barna

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#13 Félag náms- og starfsráðgjafa - 13.03.2020

Meðfylgjandi er umsögn Félags náms- og starfsráðgjafa.

f.h. stjórnar FNS

Helga Tryggvadóttir

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#14 Sveinn Aðalsteinsson - 13.03.2020

Í viðhengi er umsögn Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins ehf (FA).

f.h. FA

Sveinn Aðalsteinsson

framkvæmdastjóri

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#15 Tómas Ingi Adolfsson - 13.03.2020

Í viðhengi er umsögn aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks í Reykjavík

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#16 Öryrkjabandalag Íslands - 13.03.2020

Umsögn ÖBÍ um tillögu til þingsályktunar um menntastefnu til ársins 2030

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#17 Landssamtök íslenskra stúdenta - 13.03.2020

Sjá umsögn Landssamtaka íslenskra stúdenta - LÍS í viðhengi.

Fyrir hönd samtakanna,

Sigrún Jónsdóttir, forseti LÍS

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#18 Anna María Gunnarsdóttir - 13.03.2020

Meðfylgjandi er umsögn Kennarasambands Íslands um tillögu til þingsálykturnar um menntastefnu til ársins 2030.

Virðingarfyllst:

Anna María Gunnarsdóttir

Varaformaður Kennarasambands Íslands

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#19 IÐNMENNT ses. - 13.03.2020

Meðfylgjandi er umsögn IÐNÚ útgáfu um drög að menntastefnu 2030.

Kveðja,

Heiðar Ingi Svansson

framkvæmdastjóri

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#20 Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar - 13.03.2020

Efni: Umsögn Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins um drög að tillögu til þingsályktunar um menntastefnu til 2030

Mikilvægt er að í stefnunni sé skilgreint miklu betur hvernig við ætlum að mæta þeim viðamiklu breytingum sem eru að verða á íslenskum vinnumarkaði. Samkvæmt framtíðarnefnd forsætisráðherra munu yfir 80% starfa verða fyrir miðlugs eða miklum breytingum á komandi árum. Í því samhengi er mikilvægt að öll þróun á námi, námsuppbygging taki mið af íslenska hæfnirammanum (ISQF) en um hann vantar alla umfjöllun. Hann mun draga úr flöskuhálsum og auka möguleika á samstarfi ólíkra aðila sem og möguleika þess að byggja/ stuðla að námi á vinnumarkaði. Að fólk á vinnumarkaði geti stundað nám lárétt á menntakerfið, ekki endilega línulega upp hina hefðbundnu leið.

Í menntastefnunni er framhaldsfræðslan sem hin 5. Stoð ekki tilgreind eða ávörpuð með skýrum hætti. Með uppbyggingu hennar og styrkingu hennar, sem og með samstarfi hennar við hina ólíku aðila vinnumarkaðar og skólakerfis (framhalds- og háskóla) þá eigum við einstakt tækifæri til að mæta þeim áskorunum sem okkar bíða. Nálægð framhaldsfræðslunnar (símenntunarmiðstöðva) við vinnumarkaðinn er mikil og með þeim verkfærum sem hún hefur yfir búa, er mikið lag að draga fram þekkingu fólks á vinnumarkaði og hjálpa því að setja það í nýtt samhengi, hjálpa því að tengja hæfni sína við nýjar kröfur.

Það er líka afar mikilvægt að til sé kerfi sem aðstoðar vinnustaði að takast á við nýjar áskoranir með t.d. verkfærum framhaldsfræðslunnar, nám á vinnustað, fræðslugreiningar, ráðgjöf o.fl. Mikilvægt að viðurkennt kerfi sjái um utanumhaldið, þannig að niðurstöður og námsframvinda hafi skírskotun gagnvart öllum aðilum. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins í samstarfi við símenntunarmiðstöðvar það samstarf hefur skilað miklum árangri en hlúa þarf að því kerfi í orði og á borði.

Í menntastefnunni er ekki rætt um hæfnina sem verður til innan atvinnulífsins en til að við getum byggt um samkeppnishæft menntakerfi þá verður stuðla að og samþykkja með skíru orðfæri og efndum að til sé 5.stoð menntakerfis sem heitir framhaldsfræðsla.

Einnig ber að nefna að lokum að nefna að menntastefnan tekur ekki á aðstæðum erlends vinnuafls á íslenskum vinnumarkaði, íslenska sem annað mál á sér ekkert lagalegt bakland, er í styrkjaformi og er í höndum hvers fræðsluaðila að vinna úr hlutunum sem best verður á kosið. Einstaklingar í þessum hópi búa gjarnan yfir mikilli þekkingu sem þarf aðstoða þá að yfirfæra með hæfnimati, raunfærnimat og setja þarf skýrari umgjörð og sýn á þennan málaflokk.

Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar er sjálfseignarstofnun og starfar samkvæmt lögum umframhaldsfræðslu nr.27/2010 og hefur viðurkenningu mennta- og menningarmálaráðuneytisins til að annast framhaldsfræðslu. SÍMEY er með þjónustusamning við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Hlutverk SÍMEY er að efla símenntun og auka samstarf milli atvinnulífs og skóla, og styrkja þannig samkeppnishæfni fyrirtækja og stofnana á svæðinu. SÍMEY stuðlar að því að einstaklingar á Eyjafjarðarsvæðinu hafi aðgang að hagnýtri þekkingu á öllum skólastigum.

F.h. SÍMEY

Valgeir Magnússon, framkvæmdastjóri

Afrita slóð á umsögn

#21 BSRB - 13.03.2020

Í viðhengi er umsögn BSRB.

Virðingarfyllst,

Dagný Aradóttir Pind

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#22 Guðmundur Finnbogason - 13.03.2020

Því miður gerir Aðalnámskrá ekki sérstaklega ráð fyrir því að útikennslu sé gert hátt undir höfði. Þrátt fyrir að nær allir sem að koma séu sammála um að útivera sé mikilvæg fyrir okkur sem tegund og samfélagið í heild. Ég vona að ný menntastefna taki vel á þessum málum og það verði þannig öllum sem að koma ljóst að útinám í hvaða formi sem það er sé mikilvægur hluti af skólastarfi.

Útinám er lykilatriði þegar kemur að því að efla tengsl okkar við náttúruna og um leið umhyggju okkar fyrir henni. Útinám stuðlar einnig að betri líðan og almennt að betra námi hjá nemendum í öðrum fögum og er þannig mikilvægt fyrir allt nám og skólastarf.

Til þess að tryggja að allir kennarar fái menntun við hæfi í útikennslu og að menntavísindasvið háskólanna sem og skólar á öllum skólastigum setji útinám í forgrunn þarf að gera það að mikilvægum hluta menntastefnu til framtíðar.

Með því að leggja áherslu á útinám í menntastefnu er verið að gefa skýr skilaboð, þau skilaboð þarf að gefa ekki seinna en strax.

Sem betur fer eru margir skólar á öllum skólastigum að sinna útinámi af kostgæfni en betur má ef duga skal.

Afrita slóð á umsögn

#23 Samfés, samtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi - 13.03.2020

Meðfylgjandi er umsögn Ungmennaráðs Samfés um tillögu til þingsályktunar um menntastefnu til ársins 2030.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#24 Jakob Frímann Þorsteinsson - 13.03.2020

Efni: Umsögn frá stjórn Samtaka áhugafólks um útinám

Auka þarf almenna útimenntu á Íslandi, bæði sem aðferð við að kenna ákveðnar greinar sem og sjálfstætt viðfangsefni. Útimenntun er þverfaglegt svið og tekur til útikennslu og útináms sem og útivistar. Menntastefna 2030 er kjörin leið til að setja útimenntun með skýrum hætti á dagskrá.

Útimenntun hefur fjölbreyttu og mikilvægu hlutverki að gegna í skóla- og frístundastarfi, þ.e. í formlegu og hálf formlegu námi. Fjölmargar rannsóknir hafa leitt í ljós mikilvægi þess m.a. er varðar persónulegan- og félagslegan þroska, skilning okkar á umhverfi og náttúru sem og til eflingar heilbrigðis og líkamlegrar færni. Útimenntun hefur enn fremur mjög jákvæð áhrif á annað nám og stuðlar þannig að bættum árangri á öðrum sviðum menntunar sem og aukinni ánægju í námi.

Samtök áhugafólks um útinám leggja til að Menntastefna 2030 leggi áherslu á útimenntun og leggur til eftirfarandi leiðir:

• Mennta- og menningarmálaráðuneytið marki stefnu um útinám og útivist í skóla- og frístundastarfi. Mikilvægt er að læra af reynslu annarra landa þar sem unnið er með útimenntun með markvissum hætti t.d. í Tékklandi, Slóveníu, Skotlandi, Ástralíu og Svíþjóð.

• Fjallað verði um útinám og útivist með markvissum hætti í námskrá og vænlegt er að hafa til hliðsjónar stöðu útnáms í skosku námskránni. Markviss leið til að styðja við útinám í skóla- og frístundastarfi er að gera þemahefti eða sérrit um útinám, sambærilegt þeim sem gefin hafa verið út um læsi, sjálfbærni o.fl.

• Mikilvægt er að útimenntun sé liður í menntun fagfólks á sviði uppeldis-, tómstunda- kennslufræða.

• Styðja þarf með sérstökum hætti við starfsemi skólabúða og við námsferðir/vettvangsferðir nemenda enda sýna rannsóknir að þær geta skilað miklum árangri, styrkt skólastarf og stuðla að velferð ungmenna.

• Vænleg leið er að skilgreina ákveðið marga daga á sínum skólaferli nemendur í grunnskóla eiga rétt á að dvelja í skólabúðum. Með þeim hætti er stuðlað jafnri stöðu nemenda um allt land.

• Vinna þarf markvisst að auknum gæðum í starfi skólabúð m.a. með rannsóknum og stuðla markvissari tengslum skólastarfs við það uppeldisstarf sem fram fer í skólabúðum.

• Nemendum og kennurum sé gert kleift að fara í námsferðir og skólabúðir án þess að fjárhagsleg staða hindri það. Leita þarf fjölbreyttra leiða t.d. styrkja starfsemi skólabúða beint og fjármagna laun kennara.

Margt bendir til þess að tengsl manns og náttúru séu að breytast, á sama tíma og áhrif mannsins á náttúruna hafa aldrei verið meiri. Á tímum loftslagsbreytinga, sem hafa áhrif á allt líf á jörðu, er mjög mikilvægt að styrkja upplifun barna af náttúrunni. Þessi upplifun þarf að draga fram áhrif manns á náttúru og áhrif náttúrunnar á manninn. Mikilvægt er að tryggja börnum í skóla- og frístundastarfi fjölbreytta möguleika á hrifnæmri og helst fagurfræðilegri upplifun af náttúru. Það er nefnilega svo að ef við hrífumst ekki af náttúrunni, hvers vegna ættum við þá að vernda hana? Ef okkur er sama um hlutina, hvers vegna ættum við þá ekki bara að leyfa þeim að danka? Hrifnæmi, fagurfræðileg reynsla - djúp upplifun - skiptir miklu máli. Menntun á 21 öldinni þarf að vera vettvangur fyrir slíka upplifun.

Fyrir hönd stjórnar Samtaka áhugafólks um útinám,

Jakob Frímann Þorsteinsson varaformaður

Afrita slóð á umsögn

#25 Sara Þöll Finnbogadóttir - 13.03.2020

Meðfylgjandi er umsögn Sambands íslenskra framhaldsskólanema - SÍF.

Fyrir hönd SÍF,

Sara Þöll Finnbogadóttir, starfandi framkvæmdastjóri SÍF

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#26 Jakob Frímann Þorsteinsson - 13.03.2020

Það er fagnaðarefni að unnið sé að Menntastefnu 2030. Strax í upphafi stefnunnar kemur fram að hún taki til menntunar í víðum skilning og það er mjög mikilvægt (sbr. Formleg jafnt sem óformleg menntun er grundvöllur velsældar og framfara þjóða og framúrskarandi menntakerfi er undirstaða að alþjóðlega samkeppnishæfu atvinnulífi).

Hugtaka- og orðanotkun þegar fjallað er um ýmsar birtingarmyndir menntunar getur verið snúin og mikilvægt er að taka mið af bæði faglegu og almennri orðnotkun.

Á undanförnum árum hafa þessi mál verið okkur hugleikin á námsbraut í tómstunda- og félagsmálafræði vil Háskóla Ísland og við stóðum fyrir því að setja á laggirnar orðanefnd í samvinnu við Árnastofnun.

Við viljum vekja athygli á orðasafni sem gefið var út nýlega og vonum að það geti nýst við að yrða menntastefnu 2030

http://menntavisindastofnun.hi.is/tomstundafraedi/ordanefnd

Fyrir hönd orðanefndar,

Jakob F. Þorsteinsson

Afrita slóð á umsögn

#27 Félagsráðgjafafélag Íslands - 16.03.2020

Sjá umsögn í pdf skjali.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#28 Rannsóknar- og fræðslusetur um þroska, nám og líðan barna og ungmenna - 17.03.2020

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#29 Fjölmennt - 17.03.2020

Efni: Umsögn Fjölmenntar, símenntunar- og þekkingarmiðstöðvar um menntastefnu til ársins 2030.

Í tillögu að menntastefnu til ársins 2030 er sett fram það meginmarkmið að allir hafi jöfn tækifæri til menntunar. Einnig er rætt um mikilvægi menntunar alla æfi. Ávarpa þarf með skýrari hætti rétt fatlaðs fólks til menntunar eftir að formlegri skólagöngu lýkur. Ísland hefur undirritað Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og eðlilegt að ný menntastefna taki mið af þeim skuldbindingum sem samningurinn kveður á um. Í menntastefnunni þarf að koma fram að tryggja skuli fötluðu fólki aðgang að námi í fullorðinsfræðslu og háskólanámi án mismununar og til jafns við aðra og að það fái notið viðeigandi aðlögunar í náminu.

Virðingarfyllst,

Helga Gísladóttir

forstöðumaður Fjölmenntar

Afrita slóð á umsögn

#30 Menntamálastofnun - 17.03.2020

Sjá umsögn:

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#31 Samtök iðnaðarins - 17.03.2020

Sjá umsögn:

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#32 Hafnarfjörður - 17.03.2020

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#33 Samfés - 17.03.2020

Sjá umsögn í viðhengi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#34 Reykjavíkurborg - 17.03.2020

Sjá umsögn í viðhengi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#35 Samband íslenskra sveitarfélaga - 17.03.2020

Sjá umsögn í viðhengi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#36 Kennarasamband Íslands - 17.03.2020

Lagfærð umsögn KÍ er í viðhengi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#37 Menntavísindasvið Háskóla Íslands - 18.03.2020

Sjá umsögn í viðhengi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#38 Ólafur Oddsson fræðslustjóri Skógræktar ríkisins - 16.04.2020

Viðhengi